Tillögur stjórnarskrárnefndar birtar 19. febrúar 2016 í samanburði við tillögur stjórnlagaráðs (endurskoðað)
[Samanburðarskjalið sem hér er vísað til hefur verið snyrt og einfaldað nokkuð 21. feb. 2016, eftir ábendingar frá glöggum lesendum. Vinsamlega látið vita ef þið rekist á eitthvað sem betur má fara.]
Stjórnarskrárnefndin sem skipuð var 2013 hefur nú birt drög að þrennum breytingum á stjórnarskránni.
Hér er samanburður gerður á þessum tillögum og samsvarandi ákvæðum í tillögum stjórnlagaráðs, bæði þeim upphaflegu svo og eins og þær lágu fyrir eftir breytingar þær sem meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gerði á þeim í meðförum þingsins á s.l. kjörtímabili. Frestur til að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin er til þriðjudagsins 8. mars 2016. Athugasemdir sendist á netfangið postur@for.is.