Skip to content

Færslur í flokknum ‘Frv. að nýrri stjórnarskrá’

Feb 10 13

Viðbrögð við gagnrýni Indriða H. Indriðasonar á 39. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins

Höfundur: Þorkell Helgason

Erindi sent til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis

um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands (þskj. nr. 3, 140. lþ.)

Undirritaður leyfir sér enn á ný að rita stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að bregðast við gagnrýni á 39. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins en setur sem kunnugt er ramma um fyrirkomulag kosninga til Alþingis. Í þetta sinn verður fjallað um tvær ábendingar sem fram hafa komið opinberlega frá Indriða H. Indriðasyni stjórnmálafræðingi um þessi ákvæði. Það er álit undirritaðs að athugasemdirnar séu báðar það villandi að þeim verði að svara.

Voru ráð erlendra fræðimanna hunsuð?

Á málþingi þriggja íslenskra háskóla um tillögur stjórnlagaráðs lesa áfram »

Jan 29 13

Stjórnarskráin: Lengi getur gott batnað

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 16. janúar 2013.]

„Heill lýðræðisríkja, hverrar gerðar eða þroska sem er, hvílir á lítilfjörlegu tæknilegu atriði: fyrirkomulagi kosninga. Allt annað er aukaatriði.“

Svo ritaði hinn mikli spænski hugsuður José Ortega y Gasset.

Alþingi lagði fyrir stjórnlagaráð að endurskoða stjórnarskrárákvæði um fyrirkomulag þingkosninga. Til grundvallar var umræða á þjóðfundi 2010 sem stjórnlaganefnd sú sem stóð að fundinum túlkaði almennt sem kröfur um jafnt vægi atkvæða og persónukjör auk þess sem flestir töldu að landið ætti að vera eitt kjördæmi.

Meginþættirnir í tillögu stjórnlagaráðs um ramma um kosningakerfi koma fram í 39. gr. í frumvarpi því að nýrri stjórnarskrá … lesa áfram »