Skip to content

Færslur í flokknum ‘Landskjörstjórn’

Jan 18 19

Lok á ráðgjafarstarfi fyrir landskjörstjórn

Höfundur: Þorkell Helgason

Ég hef verið viðriðin kosningamál allt frá árinu 1982; fyrst sem stærðfræðilegur ráðgjafi við endurskoðun ákvæða um kosningar til Alþingis, bæði á árabilinu 1982-87 og aftur um og fyrir s.l. aldamót. Jafnfram hef ég liðsinnt landskjörstjórn við úthlutun þingsæta í öllum kosningum frá og með þeim árið 1987 til og með þeirra 2013.

Þegar ég af aldurssökum hætti að þjónusta landskjörstjórn eftir þingkosningarnar 2013 sendi ég henni e.k. kveðjubréf sem mig langar að halda til haga einmitt nú (2019) þegar endurskoðun kosningalaga stendur fyrir dyrum. Bréfið var þannig:

Til landskjörstjórnar.

Ég hóf afskipti af kosningamálum haustið 1982 en þá varð … lesa áfram »

Oct 31 18

Greining á úrslitum þingkosninga og úthlutun þingsæta á þessari öld

Höfundur: Þorkell Helgason

Höfundur hefur á liðnum árum ritað skýrslur þar sem greind eru úrslit og úthlutun þingsæta í kosningum til Alþingis á þessar öld. Slíkar skýrslur um kosningarnar 2003, 2007, 2009 og 2013 voru unnar fyrir landskjörstjórn.

Nú hefur höfundur (á eigin ábyrgð) bætt við skýrslum um kosningarnar 2016 og 2017 en einnig stutt gerð með nokkrum lykilatriðum.

Greiningarskýrslurnar í heild er að finna hér:

Í skýrslunum eru dregnir fram ágallar á úthlutunaraðferðinni í gildandi kosningalögum:

  • Jöfnuður milli þingflokka er engan veginn tryggður,
lesa áfram »
Feb 8 18

Stutt greining á úthlutunum þingsæta 2016 og 2017

Höfundur: Þorkell Helgason

Þessi pistill er úreltur; sjá endurbætta og aukna gerð: http://thorkellhelgason.is/?p=2710

 … lesa áfram »

Jan 17 16

Greining á úthlutun þingsæta eftir alþingiskosningarnar 27. apríl 2013

Höfundur: Þorkell Helgason

Í þessari greinargerð er fjallað um úrslit kosninga til Alþingis, sem fóru fram 27. apríl 2013, og um úthlutun þingsæta.

Áður hafa birst greinargerðir af þessu tagi um þingkosningarnar 2003, 2007 og 2009 en allar þessar kosningar byggjast á nýjum stjórnarskrár- og lagaákvæðum um kosningar til Alþingis frá síðustu aldamótum.

Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér lesa áfram »

Nov 14 14

Um útreikning á atkvæðahlutföllum í þjóðaratkvæðagreiðslum

Höfundur: Þorkell Helgason

Ég hef sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis minnisblað um réttan og rangan útreikning á úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 þegar þjóðin var spurð um tillögur stjórnlagaráðs. Sjá pdf-skjalið Minnisblað um útreikninga þjóðaratkvæðagreiðslna.

Í inngangi minnisblaðsins segir eftirfarandi:

„Í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 var þjóðin spurð ráða um sex aðskilin atriði um gerð og efni nýrrar stjórnarskrár.

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafa verið birt á vefsíðum landskjörstjórnar og innanríkisráðuneytisins. Ennfremur hefur Hagstofan gert þeim skil í sérhefti svo og á vefsíðu sinni. Það er álit undirritaðs að hlutfallstölur um úrslit þessarar atkvæðagreiðslu eins og þær hafa verið birtar í annarri af tveimur … lesa áfram »

Apr 16 13

Lýsing á úthlutun þingsæta

Höfundur: Þorkell Helgason

[Vefsíðuhöfundur tók eftirfarandi saman fyrir landskjörstjórn eins og lesa má á síðu hennar: http://landskjor.is/kosningamal/kosningakerfi/nr/114]

Um úthlutun þingsæta gilda ákvæði XVI. kafla laga um kosningar til Alþingis, nánar tiltekið greinar 106 til og með 110.
Samkvæmt ákvæðum þessara laga fer úthlutun hinna 63 sæta á Alþingi fram í tveimur meginskrefum. Fyrst er kjördæmissætum úthlutað, en þau eru 54 að tölu. Kjördæmissætunum er alfarið úthlutað á grundvelli fylgis lista í hverju kjördæmi. Landsfylgið kemur ekki við sögu. Það gildir líka einu hvort viðkomandi flokkur hafi boðið fram í öllum kjördæmum eða ekki.
Síðan er jöfn­unarsætum úthlutað, en þau eru 9 talsins.
lesa áfram »
Dec 1 11

Kosningar til landsþingsins í Bæjaralandi

Höfundur: Þorkell Helgason

[Ritað 2008 og þá birt á vef landskjörstjórnar.]

Hinn 28. september 2008 var kosið til landsþingsins í Bæjaralandi, en það er eitt af fylkjunum, eða „löndunum“ þýsku sem mynda Sambandslýðveldið Þýskaland. Kosningafyrirkomulag í þýsku löndunum 16 dregur dám af fyrirkomulagi kosninga til Sambandsþingsins, en þó er hvert þeirra með sínu lagi. Kjósendur í Bæjaralandi fara með tvö atkvæði, annað til að velja frambjóðanda í einmenningskjördeild, en hitt til að velja frambjóðanda á lista hver í sínu  kjördæmi. Þegar Þýskaland var reist af rústum seinni heimsstyrjaldarinnar var keppt að traustri undirbyggingu lýðræðis í ljósi dapurrar reynslu. Því er margt áhugavert og … lesa áfram »

Oct 20 10

Hvernig verður kosið til stjórnlagaþings?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 30. september 2010]

Stjórnlagaþing verður haldið síðla komandi vetrar. Því er ætlað að gera tillögur um endurbætur á stjórnarskránni og verða viss lokahnykkur á því uppgjörs- og umbótaferli sem hefur verið í gangi eftir hrunið. Stjórnlagaþingið verður að vísu aðeins ráðgefandi, Alþingi mun hafa lokaorðið. En þingið getur samt ráðið úrslitum ef þar verður vel unnið og breið samstaða næst. Framboð og kosning til þessa þings er því mikilvægur áfangi á lýðræðisferli okkar.
Kosning til stjórnlagaþingsins, sem fer fram 27. nóvember nk., verður með allt öðrum hætti en tíðkast hefur í almennum kosningum hérlendis. Kosnir verða 25 … lesa áfram »

Apr 25 09

Greining á úthlutun þingsæta eftir alþingiskosningarnar 25. apríl 2009

Höfundur: Þorkell Helgason

Í þessari greinargerð er fjallað um úrslit kosninga til Alþingis, sem fóru fram 25. apríl 2009, og um úthlutun þingsæta.

Áður hafa birst greinargerðir af þessu tagi um þingkosningarnar 2003 og 2007 en allar þessar kosningar byggjast á nýjum stjórnarskrár- og lagaákvæðum um kosningar til Alþingis frá síðustu aldamótum.

Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér lesa áfram »

May 12 07

Greining á úthlutun þingsæta eftir alþingiskosningarnar 12. maí 2007

Höfundur: Þorkell Helgason

Kosningar til Alþingis fóru fram 12. maí 2007 og var þetta í annað sinn sem reyndi á
ný kosningalög, lög nr. 24/2000.
Í greinargerð þessari er fjallað um kosningaúrslitin og úthlutun þingsæta. Meðal
annars er horft til þess hvernig hin nýja skipan hefur reynst í þessum kosningum.

Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér

lesa áfram »