Færslur frá April, 2014
[Birtist í Fréttablaðinu 10. apríl 2014 í styttri gerð.]
Á þessu ári eru liðin 140 ár frá því að fyrst var kosið til Alþingis sem löggjafarþings. Jafnframt eru 110 ár síðan hlutfallskosningar voru innleiddar hér á landi. Engu atriði stjórnarskrár hefur jafn oft verið breytt og ákvæðum um kosningar til Alþingis og fá ef nokkur löggjöf hefur verið sömu breytingum undirorpin og kosningalög. Engu að síður er fyrirkomulag þingkosninga um margt úrelt. Kosningalögin hafa aldrei verið yfirfarin í heild sinni og aðlöguð aðstæðum, hvað þá samræmd sívaxandi kröfum um fullan jöfnuð atkvæða og persónuval svo að tvö þungvæg atriði séu … lesa áfram »
[Höfundur hefur sent Alþingi eftirfarandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu o.fl., þingskjal 635 — 340. mál, lögð fyrir Alþingi á 143. löggjafarþingi 2013–2014.]
Umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu byggir að mestu leyti á efnahagslegum rökum; á því hvort við hefðum þann ábata af inngöngu sem þyki réttlæta aðild. Þetta er vissulega mikilvægt, en að mati undirritaðs ekki meginmálið. Það eru hin siðferðilegu og menningarlegu rök sem eru mun mikilvægari.
Við Íslendingar erum þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í þjóðfélagi sem grundvallast á lýðræði, réttarríki og samfélagslegri ábyrgð. Þetta … lesa áfram »