Skip to content

Færslur frá March, 2016

Mar 24 16

Gömul Moggrein um kvótamálið sem heldur enn gildi sínu!

Höfundur: Þorkell Helgason

Sem allungur reiður maður skrifaði ég grein í Morgunblaðið 4. nóvember 1987 um kvótamálið, sem á því miður enn við.
Fyrirsögnin segir allt um það “Opinber kvótasala tryggir hagkvæma og sanngjarna stjórn fiskveiða”

32822981

 … lesa áfram »

Mar 24 16

Forsetakosningarnar mega ekki verða markleysa

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu, 23. mars 2016 á bls. 19. Einnig á vefsíðunni http://www.visir.is/forsetakosningarnar-mega-ekki-verda-markleysa/article/2016160329696 ásamt viðbót sem athugasemd.]

Forsetakosningar verða haldnar í lok júní. Þegar hefur á annan tug karla og kvenna tilkynnt um framboð og fleiri liggja undir feldi. Einhverjir kunna að heltast úr lestinni en engu að síður gætu kjósendur þurft að velja á milli 10 til 20 frambjóðenda. Hætt er við því að margir fórni höndum og láti hjá líða að kjósa. Enn verra er að forseti kynni að verða valinn með litlum stuðningi kjósenda, e.t.v. um 15% þeirra sem þátt taka í kosningunni, og enn lægra hlutfalli … lesa áfram »

Mar 6 16

Athugasemdir við tillögur stjórnarskrárnefndar

Höfundur: Þorkell Helgason

Stjórnarskrárnefnd hefur kynnt tillögur sínar um breytingar á þremur meginþáttum í gildandi stjórnarskrá. Ég tel að endurskoða eigi stjórnarskrána í heild sinni á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs eins og 2/3 hluti þátttakenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 vildi. Engu að síður hef ég sent nefndinni erindi með umsögn, athugasemdum og betrumbótum á þessum tillögum.

Erindi mitt má kalla fram með því að styðja hér á heiti þess: Athugasemdir Þorkels Helgasonar við frumvarpsdrög stjórnarskrárnefndar

Meginatriði í athugasemdum mínum við frumvarpsdrög stjórnlaganefndar eru þessi:

Um þjóðaratkvæðagreiðslur

  • Ekki er gerður ágreiningur um að krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu verði að koma frá a.m.k. 15% kosningabærra manna.
  • Sá fjögurra
lesa áfram »
Mar 4 16

Aðferðir við sameiginlegar ákvarðanir þings og þjóðar

Höfundur: Þorkell Helgason

[Lítilega endurskoðað í des. 2018]

Stjórnarskrárnefnd sú sem starfaði 2013-2016  skilaði tillögum um nokkrar mikilvægar breytingar á stjórnarskránni. Ein þeirra lýtur að því hvernig kjósendur geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um nýsamþykkt lög frá Alþingi. Þar er settur þröskuldur sem þannig er orðaður:

„Til þess að hnekkja lögum þarf meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur [25%] kosningarbærra manna, að synja þeim samþykkis.“

Slíkt ákvæði um stuðningslágmark órökrétt og styðst ekki við nein viðmið. Hvers vegna ekki 20% eða 30%? Þar nægir ekki að segja að 25% hafi verið málamiðlun í nefndinni. Þá er ávallt sá galli á ákvæði sem þessu að það … lesa áfram »