Skip to content

Færslur frá January, 2019

Jan 19 19

Athugasemdir handa starfshópi um endurskoðun kosningalaga

Höfundur: Þorkell Helgason

Forseti Alþingis hefur skipað starfshóp um endurskoðun kosningalaga til að fara yfir tillögur vinnuhóps um endurskoðun kosningalaga ásamt frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi 5. september 2016. Óskað er eftir athugasemdum við þessi gögn o.fl.  fyrir 22. janúar 2019.

Þar sem ég hef sýslað við allmargt á þessu sviði hef ég sent nefndinni athugasemdir mínar, sem ég enda þannig:

Ég vil ljúka ábendingum með því að hvetja starfshópinn til dáða, nú þegar lýðræði á í vök að verjast víða um heim. Hvatningu minni til stuðnings vitna ég í hinn spænska hugsuð José Ortega y Gasset (1883-1955):

 „Heill lýðræðisríkja, lesa áfram »

Jan 18 19

Lok á ráðgjafarstarfi fyrir landskjörstjórn

Höfundur: Þorkell Helgason

Ég hef verið viðriðin kosningamál allt frá árinu 1982; fyrst sem stærðfræðilegur ráðgjafi við endurskoðun ákvæða um kosningar til Alþingis, bæði á árabilinu 1982-87 og aftur um og fyrir s.l. aldamót. Jafnfram hef ég liðsinnt landskjörstjórn við úthlutun þingsæta í öllum kosningum frá og með þeim árið 1987 til og með þeirra 2013.

Þegar ég af aldurssökum hætti að þjónusta landskjörstjórn eftir þingkosningarnar 2013 sendi ég henni e.k. kveðjubréf sem mig langar að halda til haga einmitt nú (2019) þegar endurskoðun kosningalaga stendur fyrir dyrum. Bréfið var þannig:

Til landskjörstjórnar.

Ég hóf afskipti af kosningamálum haustið 1982 en þá varð … lesa áfram »

Jan 15 19

Um bestu aðferðir við úthlutun þingsæta

Höfundur: Þorkell Helgason

Ég hélt erindi (sem má finna með því að smella hér í málstofu í stærðfræðideild Tækniháskólans í München hinn 14. janúar 2019 undir heitinu “Bidimensional Election Systems: Apportionment methods in theory and practice”.

Erindið fjallaði um það sem ég og félagar mínir hafa lengi verið að bauka við, það stærðfræðilega viðfangsefni að úthluta þingsætum þegar úthlutunin er bundin í báða skó: Kjördæmin verða að fá sín sæti og engar refjar en flokkarnir sæti í samræmi við landsfylgi.

Þetta er hvergi nærri einfalt viðfangsefni. Þó er til ein, en aðeins ein, gerð úthlutana sem uppfyllir eðlilegar lágmarks gæðakröfur; svo sem að … lesa áfram »