Færslur frá June, 2023
Sagt hefur verið í íslenskum fjölmiðlum frá tvennum þingkosningum í Grikklandi á þessu sumri. Þær fréttir hafa verið nokkuð villandi svo að mig langar að útskýra málið stuttlega:
Um nokkurt árabil kváðu grísku kosningalögin á um að sá flokkur eða flokkabandalag sem flest fær atkvæði skuli möglunarlaust fá 50 bónussæti, sem eru til viðbótar við 250 sæti sem deilt var út hlutfallslega (með 3% þröskuldi). Hugsunin var væntanlega sú að hvetja flokka til að slá sér saman fyrir kosningar til að ná í bónusinn. Jafnframt væri þá auðveldara að mynda meirihlutastjórn.
Þetta bónuskerfi var afnumið fyrir kosningar 2016 en aftur … lesa áfram »