Skip to content

Færslur frá January, 2024

Jan 29 24

Kom – söng – og sigraði: Agnes Thorsteins sem Senta í Rínarlandi

Höfundur: Þorkell Helgason

Ljósmynd: Matthias Stutte, Westdeutsche Zeitung

„Alles Senta!“

Þannig var yfirskriftin á gagnrýni í Westdeutsche Zeitung um frumsýningu nýrrar uppfærslu á Hollendingnum fljúgandi 21. jan. 2024 í borgarleikhúsinu í Krefeld í Þýskalandi. Og strax í upphafi segir:

„Senta er allt! – vildi maður hrópa  í sæluvímu eftir frumsýninguna í Krefeld á [óperu] Wagners, „Hollendingnum fljúgandi“. Ekki síst vegna vel heppnaðar frumraunar hinnar íslensku dramatísku sópransöngkonu Agnesar Thorsteins í þessu hlutverki (en var áður messó) og gildir það jafnt um söng sem og leikræna tjáningu. Við bætist að sviðsetningin beindist öll að þessari persónu [Sentu].“

Síðar undir millifyrirsögninni „Sópransöngkonunni Agnes Thorsteins ákaft … lesa áfram »