Lögum um kosningar til þýska Sambandsþingsins í Berlín var breytt í veigamiklum atriðum á árinu 2023. Með því var þingið að bregðast í þriðja sinn við úrskurði samþýska stjórnlagadómstólsins frá árinu 2008; sjá vefsíðu mína: Þýski stjórnlagadómstóllinn dæmir kosningakerfið ótækt

Meðan málið var í undirbúningi á árinu 2022 í tilheyrandi sérnefnd Sambandsþingsins sendum við ég, Kristján Jónasson prófessor og Lilja Steinunn Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur nefndinni álitsgerð um málið. Í þessu skyni höfðum við þróað sérstaka gerð af Kosningaherminum í þessu skyni; um herminn sjá Kosningahermir kynntur

Ásamt með greiningu og hermisprófun á þeim hugmyndum sem voru á döfinni í þingnefndinni stungum við upp á nokkrum betrumbótum á megintillögu þingnefndarinnar.
Álitsgerðin fylgir hér: Anwendung 

Þingnefndin þakkaði fyrir sig – en síðan ekki meir!