Færslur frá January, 2011
[Pistill þessi var saminn 31. janúar 2011 en ekki birtur fyrr en 16. apríl s.á.]
Hæstaréttur segir í ákvörðun sinni um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings um tvö atriði að þau séu “verulegur annmarki á kosningunni”. Annað þessara atriða er að auðkenning á seðlunum geti leitt til þess rekja megi kjörseðlana til kjósenda.
Rétturinn víkur ekki einu orði að því í ákvörðun sinni hvers vegna nauðsynlegt var að auðkenna seðlana. Rafrænn talning, þ.e. úthlutun sæta, er næsta óhjákvæmileg með þeirri kosningaraðferð sem lögin um stjórnlagaþing kveða á um. Svo væri einnig þótt öðrum aðferðum hefði verið beitt, svo sem merkingu við … lesa áfram »
[Pistill þessi var saminn 30. janúar 2011 en ekki birtur fyrr en 16. apríl s.á.]
Hæstaréttur hefur ályktað að kosning til stjórnlagaþings 27. nóv. s.l. sé ógild. Hver eru kæruatriðin og rök dómaranna:
- “Kjörseðlar hafi verið auðkenndir með strikamerki og númeri á bakhlið.” “[Þ]annig [væri] hægt að rekja atkvæði til einstakra kjósenda.” Dómararnir gefa í skyn í ákvörðun sinni að rekja hefði mátt atkvæði einstakra kjósenda, án þess þó sýna á nokkurn hátt hvernig það hefði átt að gerast. Af þessu álykta þeir að um “verulegan annmarka á framkvænmd kosninganna [sic] sé að ræða.” Ég sýni fram á í fyrri
Þegar þetta er ritað er verið að ræða á Alþingi hvernig eigi að taka á málinu. Ég vil ekki, sem einn þeirra sem kjörinn var, tjá mig um of um hugsanlegar lausnir sem virðast einkum tvær: Ný kosning eða að Alþingi skipi á stjórnlagaþingið. Sumir vilja slá þingið af. Ég segi ekki annað á þessu stigi en að ég er eindreginn stuðningsmaður stjórnlagaþings sem hafi sem sterkast umboð frá þjóðinni og sem best tengsl við þjóðina. Hvort ég muni sitja á komandi stjórnlagaþingi er ekki aðalatriðið, heldur að þingið verði haldið og þar verði unnið af vandvirkni.
Ég hef aftur … lesa áfram »
Dálítil deila við dómarana
Ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosningar til stjórnlagaþings vekur blendnar tilfinningar. Hið jákvæða er að það skuli vera dómstóll sem kveður á um réttmæti kosninga og að hann geri strangar kröfur um leynd þeirra. Þessu er ekki þannig varið um kosningar til Alþingis. Þar liggur hið endanlega ákvörðunarvald um gildi kosninganna hjá þinginu sjálfu sbr. 46. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta er meðal þess sem ég vil fá breytt fái ég lagt á ráðin. Hefði þótt eðlilegt að við fulltrúarnir 25 hefðum dæmt í eigin “sök”, fellt úrskurð um það hvort kjörbréf okkar væru gild? Varla.
Til gamans en líka til íhugunar í … lesa áfram »
Vaknaður af vetrardvala
Ég vil biðja lesendur síðu minnar forláts á hafa látið síðuna að mestu liggja í dvala allt frá kjöri mínu til stjórnlagaþings. Fyrst tók ég mér hvíld í nokkurn dvala en síðan tók ég til óspilltra mála við að undirbúa mig undir þingið. Meðal skrifa sem ég vann að var greinargerð um sjálfa kosninguna, sem ég mun setja hér á vefinn innan tíðar. Sömuleiðis hef ég unnið að hugleiðingum um kosningar og kjördæmaskipun. Að lokum hefur verulegur tími farið í að vinna í góðum hópi þingfulltrúa að skipulagningu þingsins ráðgerða.
En nú ætla ég að ráða á þessu bragarbót og … lesa áfram »
Örhugvekja í ársbyrjun
Árið 2011 er hafið. Megi það verða ár endursköpunar í þjóðlífi okkar. Árið þar sem fjallað verði um grundgildi og undirstöður þjóðfélagsins.
Það verður hlutverk stjórnlagaþings að leggja línurnar en meira þarf til, ekki síst vakningu og umræðu meðal allrar þjóðarinnar. Mikið er undir því komið hvernig okkur, sem skipum stjórnlagaþingið, tekst að nálgast og ræða saman. Við verðum að innleiða ný vinnubrögð í þjóðfélgasumræðu. Þjóðin er orðin langþreytt á því karpi sem tíðkast hefur um langt árabil sem er eins og leikrit þar sem hver fer með sína rullu. Á fjögurra ára fresti er skipt um leikendur en hlutverkin … lesa áfram »