Skip to content

Færslur frá November, 2011

Nov 27 11

Rétt og rangt um kosningakerfi Stjórnlagaráðs

Höfundur: Þorkell Helgason

[Pistill þessi birtist í Fréttablaðinu 9. ágúst 2011]

Stjórnlagaráð hefur skilað þjóð og þingi heildartilllögum að nýrri stjórnarskrá. Nú þarf að hefjast upplýst og vönduð umræða um tillögurnar. Fjölmiðlar hafa þar ábyrgðarmiklu hlutverki að gegna. Úrtöluraddir mega ekki einar heyrast.

Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, hefur haft uppi hörð orð um fyrirkomulag um kosningar til Alþingis í tillögum Stjórnlagaráðs, m.a. í Fréttablaðinu. Hér verður þó málflutningur Hauks í fréttum á Stöð 2 hinn 6. ágúst undir fyrirsögninni „Persónukjör án kjördæma marklaust“ einkum gerður að umtalsefni.

Flokkar og fólkið

Möguleikar kjósenda til að velja sér þingmenn fóru síminnkandi alla síðustu öld. Kjósendur standa … lesa áfram »

Nov 25 11

Ný stjórnarskrá: Lýðræðisþroski

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 25. nóvember 2011]

Þessi pistill er ritaður suður í Þýskalandi eins og sumir þeirra fyrri í þessari stjórnarskrársyrpu. Pistillinn ber keim að því. Oft er gott að horfa heim á hlað úr nokkurri fjarlægð.

Fáar þjóðir hafa orðið fyrir jafn miklum hremmingum og Þjóðverjar á næstliðinni öld öfganna. Þjóðverjar hafa tekið afleiðingunum og mikið lært. Mér er ekki kunnugt um aðra þjóð sem hefur jafn rækilega sagt skilið við fortíðina og Þjóðverjar og lagt sig í sama mæli fram við að skapa nýtt þjóðfélag lýðræðis og réttar. Ekki hafa Ítalir tekið sér sama tak eftir endalok … lesa áfram »

Nov 23 11

Hvert stefnir í Skálholti?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 23. nóv. 2011, en án myndarinnar.]

Skálholt var höfuðstaður í þjóðlífinu um aldir, ekki aðeins í andlegum efnum heldur einnig veraldlegum. Alkunna er hver urðu örlög staðarins, niðurníðsla af náttúrunnar- og mannavöldum. Fyrir tilstilli mætra manna hefur staðurinn verið endurvakinn. Skálholtskirkja reis fyrir hálfri öld, fögur og tilkomumikil þar sem hún gnæfir yfir umhverfið. Jafnframt hafa verið reist í Skálholti húsakynni sem gert hafa ýmsa menningarstarfsemi mögulega. En hús, jafnvel kirkjur, þarf að glæða lífi. Það hefur vissulega verið gert. Auk kirkjuhaldsins sjálfs hefur tónlistarstarf ekki síst varpað ljóma á staðinn enda býður Skálholtskirkja upp á … lesa áfram »

Nov 17 11

Ný stjórnarskrá: Er kirkjan úti í kuldanum?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttatímanum 18. nóvember 2011; fyrri gerð hér á vefsíðunni hefur verið stytt lítillega vegna rýmistakmarkana blaðsins.]

Forseti kirkjuþings gerði frumvarp stjórnlagaráðs um kirkjuákvæði stjórnarskrár að umtalsefni í ræðu við setningu þingsins s.l. laugardag. Tónninn var sleginn með tilvitnun í hin fleygu orð Halldórs Laxness úr munni Jóns Hreggviðssonar „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti”.

Þjóðkirkja og kirkjuskipan

Kirkjuþingsforsetinn segir að stjórnlagaráð hafi „hlaupist undan þeim vanda að kveða á um hvort hér á landi skuli vera þjóðkirkja eða ekki.“ Orðið þjóðkirkja kemur ekki fyrir í frumvarpi stjórnlagaráðs en meginbreytingin fellst í þeirri tillögu að brott falli ákvæði … lesa áfram »

Nov 11 11

Ný stjórnarskrá: Umræðan komin á skrið

Höfundur: Þorkell Helgason

[Pistill þessi birtist í Fréttatímanum 4. nóvember 2011]

Umræða um frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá er komin á skrið. Alþingi reið á vaðið í októberbyrjun með sérstökum þingfundi um málið. Í kjölfarið fór málið til nýrrar þingnefndar, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún er byrjuð að kalla inn viðmælendur, t.d. fulltrúa úr stjórnlagaráði. Jafnframt hefur nefndin auglýst eftir athugasemdum við frumvarpið. Vart verður meiri skrifa og umræðna um málið, lagdeildir háskólanna efna til málstofa o.s.frv.

Hlutverk almennings

Nú verður almenningur að fylgja málinu eftir. Því miður skortir aðgengileg gögn. Stjórnvöld ættu að sjá til þess að senda tillögur stjórnlagaráðs í hvert hús. … lesa áfram »

Nov 5 11

Ný stjórnarskrá: Var stjórnlagaráð óskeikult?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 4. nóvember 2011]

Vitaskuld ekki. Ráðið hefði mátt fá meiri tíma. Margt lá þó til grundvallar starfi ráðsins, svo sem fyrri stjórnarskrárnefndir, stjórnlaganefnd til undirbúnings þjóðfundar og ráðgerðs stjórnlagaþings, svo og þjóðfundurinn sjálfur.

Spurningin er ekki hvort tillögur stjórnarskrárnefndar séu fullkomnar, heldur hvort þær taki núgildandi stjórnarskrá fram. Jafnframt má spyrja hvort tillögur ráðsins megi enn bæta. Svo er efalaust, en brýnt er að það gerist þá með markvissum hætti. Um framgangsmátann skrifaði ég pistillinn „Hvað nú?“ 14. október s.l.

Alþingi hefur þegar haft eina umræðu um frumvarp ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Þar kom bæði fram … lesa áfram »