Skip to content

Færslur frá October, 2012

Oct 22 12

Stefnum áfram en verum hvorki tapsár né sigurglöð

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 23. október 2012.]

Þjóðaratkvæðagreiðslan um stjórnarskrármálið er afstaðin. Þá hefst illu heilli hið íslenska karp um hver sigraði og hver tapaði. Sumir berja sér á brjóst og segja sinn málstað hafa sigrað, jafnvel sinn flokk, eða eru tapsárir og vilja ekki una þeim skilaboðum sem felast í úrslitum kosninganna. Mál er að slíku linni.

Þjóðaratkvæðagreiðslan sýnir ótrúlega mikla samstöðu þjóðarinnar ekki síst ef úrslitin eru borin saman við þá einu skoðanakönnun sem gerð var á undan atkvæðagreiðslunni. Það gerði MMR sl. vor og niðurstöðurnar voru nánast þær sömu og fengust á laugardaginn. T.d. voru 66,9% þeirra sem … lesa áfram »

Oct 22 12

Úrslitin einhlít

Höfundur: Þorkell Helgason

[Skrár sem vísað er í voru leiðréttar 23. okt. 2012 kl 20, en já og nei hafði víxlast í svörum við 3. spurningu, um þjóðkirkjuna í könnun MMR. Skrifast á reikning ÞH.]

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslan um stjórnarskrármálið liggja nú fyrir og hef ég dregið tölurnar saman á meðf. Excel-skjali, enda þótt ekki séu alveg öll kurl komin til grafar; sjá gullitaðar athugasemdir.

Úrslit þjóðaratkv.greiðslu 20 10 2012

(Smellið á bláu skrána hér í næstu línu fyrir ofan. Hún kann að birtst sem Excel-auðkenni neðst í vefsíðuglugganum. Þá þarf að smella á hana aftur þar.)

Þjóðaratkvæðagreiðslan sýnir ótrúlega mikla samstöðu þjóðarinnar ekki … lesa áfram »

Oct 19 12

Stjórnarskrárumbætur: JÁ tryggir framhald, NEI leiðir til kyrrstöðu

Höfundur: Þorkell Helgason

Umræða á Alþingi í gær um þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrármálið var afar mikilvæg og tímabær. Þar kom skýrt fram hjá forsætisráðherra svo og formanni þeirrar þingnefndar, sem fer með stjórnarskrármálið, að Alþingi mun taka tillögur stjórnlagaráðs til efnislegrar meðferðar eins og vera ber.

Tillögur stjórnlagaráðs eru afrakstur mikillar vinnu, ekki aðeins ráðsins sjálfs heldur í öllu því sem á undan er gengið, stjórnarskrárnefndar en ekki síst þjóðfundar. Engu að síður má bæta tillögurnar með nokkurri yfirlegu. Það á Alþingi að gera. Því var lýst yfir í gær.

Stóra spurningin í atkvæðagreiðslunni á morgunn er sú fyrsta; hún er um það hvort lesa áfram »

Oct 19 12

Treystum kjósendum til að velja sér góða þingmenn!

Höfundur: Þorkell Helgason

 

Í umræðu gætir einatt misskilnings um tillögur stjórnlagaráðs um það hvernig kjósa skuli til Alþingis. Kjarni tillagnanna er einfaldur:

  • Flokkar velja frambjóðendur á lista, allt eins og verið hefur.
  • Listar eru ýmist kjördæmislistar eða landslistar. Sami frambjóðandi má vera á báðum stöðum.
  • Hver kjósandi fer með eitt atkvæði sem hefur sama vægi alls staðar á landinu. Hann getur varið því til að merkja við listabókstaf eða valið frambjóðendur með persónukjöri.
  • Þannig getur kjósandinn krossað annað hvort við einn kjördæmis- eða einn landlista, eins og nú, og leggur þá alla frambjóðendur á listanum að jöfnu.
  • Eða hann getur tekið þátt
lesa áfram »
Oct 18 12

EKKI kjósa – eða hvað?

Höfundur: Þorkell Helgason

 [Birtist í Fréttablaðinu 18. október 2012.]

Þjóðaratkvæðagreiðslan laugardaginn 20. október snýst um sjálfa stjórnarskrána, grunnlög landsins. Með góðri þátttöku veita kjósendur Alþingi trausta leiðsögn um hvert stefna skuli í stjórnarskrármálinu.

Atkvæðagreiðslan snýst um tillögur stjórnlagaráðs um gagngerar endurbætur á stjórnarskrá lýðveldisins, EKKI um neitt annað:

  • Hún snýst EKKI um það hvort ríkisstjórnin sé góð eða slæm.
  • Hún er HVORKI til að þóknast Jóhönnu NÉ til að storka forsetanum, eða öfugt.
  • Hún er EKKI tæki til að mæla fylgi stjórnmálaflokkanna, til þess gefst tækifæri í vor.
  • Hún snýst EKKI um það hvort Evrópusambandið sé friðarbandalag eða ekki.
  • Hún er EKKI tilefni
lesa áfram »
Oct 12 12

Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 11. október 2012.]

Í pistlum undanfarnar vikur hafa verið reifaðar þær fimm spurningar sem lagðar verða fyrir þjóðina 20. október n.k. og fjalla um einstök lykilatriði í nýrri stjórnarskrá. Eftir situr fyrsta, og um leið aðalspurningin, um það hvort tillögur stjórnlagaráðs skuli lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Spurningin er í heild þannig: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“

Spurningin er nokkuð opin, væntanlega vísvitandi. Fyrir liggur að þingnefnd sú sem fjallar um málið er að láta hóp lögfræðinga yfirfara tillögur stjórnlagaráðs. Ekki til að breyta þeim efnislega, heldur … lesa áfram »

Oct 3 12

Vilt þú að krefjast megi þjóðaratkvæðagreiðslu?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 3. október 2012.]

Þetta er innihaldið í spurningu sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október n.k. Orðrétt hljóðar hún svo:  “Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?”

Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa ekki verið algengar á Íslandi, enda þótt forsetinn hafi frá lýðveldisstofnun haft vald til að fela þjóðinni að staðfesta eða fella lög frá Alþingi. Núverandi forseti varð fyrstur til að nýta þetta ákvæði eins og kunnugt er. Á hinn bóginn hefur lengi verið um það rætt að kjósendur sjálfir ættu að geta kallað … lesa áfram »