Færslur frá November, 2012
Stjórnlagaráð leggur til gagngera breytingu á öllu fyrirkomulagi kosninga til Alþingis sem mælt verði fyrir um í stjórnarskrá. Tillagan birtist í 39. gr. frumvarps þess auk þess sem 43. gr. skiptir og máli í þessu samhengi.
Þessar tillögugreinar eru tíundaðar málsgrein fyrir málsgrein í meðfylgjandi skjali. Er þá stuðst við það orðalag sem fundur stjórnlagaráðsfulltrúa í mars 2012 bauð upp á sem valkost en efnisbreytingar eru engar frá fyrri gerð.
Undir hverri málsgrein er færðar fram spurningar sem fram hafa komið ím umræðunni um málið og síðan brugðist við þeim með svörum. Sjá III ítarefni SpurtOgSvaradKosningakerfiRadsins 31 okt 2012
Pistill … lesa áfram »
Í eftirfarandi skjali er að finna kosningaákvæði í stjórnarskrám Norðurlanda í samanburði við frv. stjórnlagaráðs og dæmi stjórnlaganefndar. Athyglisvert er hve mismunadi ítarleg ákvæðin eru. Sjá II ítarefni Kosningakerfi Norðurlanda (augljós afritunarskekkja leiðrétt 3. des. 2012).… lesa áfram »
Um persónukjör í Bremen og Hamborg
Í þýsku borgríkjunum Bremen og Hamborg var lögum um kosningar til borgarþinga gjörbreytt fyrir kosningar á árinu 2011. Tekið upp mjög virkt persónukjör þar sem hver kjósandi fer með 5 krossa í hverri einstakri kosningu (í kjördæmi eða í landskjöri). Áhrifin urðu umtalsverð, þannig að fjarri fór að allir þeir hafi náð kjöri sem skipuðu vinningssæti flokkanna. Ýmsir gallar eru þó á kerfunum sem væri auðvelt að laga.
Þessu öllu er nánar lýst í þessu skjali: I ítarefni BremenHamburg 31 okt 2012… lesa áfram »