Skip to content

Færslur í flokknum ‘Kosningakerfi’

Nov 9 20

Umsögn um frumvarp um jöfnun atkvæðavægis

Höfundur: Þorkell Helgason

Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um fulla jöfnun atkvæðavægis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins bað mig um umsögn, sem ég gerði og lagði talsverða vinnu í með aðstoð Péturs Ólafs Aðalgeirssonar stærðfræðings. Umsögn mín er á faglegum nótum með ábendingum um hvað megi tæknilega betur fara í frumvarpstextanum. Jafnframt geng ég ögn lengra og reifa þann möguleika að skipta Suðvesturkjördæmi í tvennt til að jafna að nokkru stærð kjördæmanna.

Ég var kallaður á fjarfund nefndarinnar 16. nóv. 2020 til að reifa umsögnina og svara spurningum. Í kjölfar fundarins endurskoðaði ég umsögnina með hliðsjón af athugasemdum nefndarmanna. Þessa endurskoðuðu … lesa áfram »

Oct 14 19

Kosningahermir kynntur

Höfundur: Þorkell Helgason

Þróaður hefur verið hugbúnaður, kosningahermir, til prófunar á eiginleikum og gæðum kosningakerfa. Þetta er verkfæri til að kanna mismunandi skipan kjördæma og með hinum ýmsu úthlutunaraðferðum.

Hægt er að fræðast nánar um herminn með því að renna yfir þessar glærur: Kosningakerfishermir kynning oktober 2019

 

Með herminum má prófa hugmyndir um fyrirkomulag kosninga á grundvelli raunverulegra kosningaúrslita en ekki síður með tilbúnum hendingakenndum úrslitum sem fengnar eru með  tölfræðilegum hætti.

Kostir og gallar hvers kerfis eru mældir á ýmsan hátt, t.d. því hve hlutfallsleg úrslitin eru eða hvort jöfnunarsæti riðla um of úthlutun innan hvers kjördæmis.

Hugbúnaðurinn er ekki sérsniðinn … lesa áfram »

Jan 15 19

Um bestu aðferðir við úthlutun þingsæta

Höfundur: Þorkell Helgason

Ég hélt erindi (sem má finna með því að smella hér í málstofu í stærðfræðideild Tækniháskólans í München hinn 14. janúar 2019 undir heitinu “Bidimensional Election Systems: Apportionment methods in theory and practice”.

Erindið fjallaði um það sem ég og félagar mínir hafa lengi verið að bauka við, það stærðfræðilega viðfangsefni að úthluta þingsætum þegar úthlutunin er bundin í báða skó: Kjördæmin verða að fá sín sæti og engar refjar en flokkarnir sæti í samræmi við landsfylgi.

Þetta er hvergi nærri einfalt viðfangsefni. Þó er til ein, en aðeins ein, gerð úthlutana sem uppfyllir eðlilegar lágmarks gæðakröfur; svo sem að … lesa áfram »

Oct 31 18

Greining á úrslitum þingkosninga og úthlutun þingsæta á þessari öld

Höfundur: Þorkell Helgason

Höfundur hefur á liðnum árum ritað skýrslur þar sem greind eru úrslit og úthlutun þingsæta í kosningum til Alþingis á þessar öld. Slíkar skýrslur um kosningarnar 2003, 2007, 2009 og 2013 voru unnar fyrir landskjörstjórn.

Nú hefur höfundur (á eigin ábyrgð) bætt við skýrslum um kosningarnar 2016 og 2017 en einnig stutt gerð með nokkrum lykilatriðum.

Greiningarskýrslurnar í heild er að finna hér:

Í skýrslunum eru dregnir fram ágallar á úthlutunaraðferðinni í gildandi kosningalögum:

  • Jöfnuður milli þingflokka er engan veginn tryggður,
lesa áfram »
Oct 8 18

Þröskuldur með sveigjanleika

Höfundur: Þorkell Helgason

Í þingkosningunum fer hluti atkvæða forgörðum vegna ákvæða um þröskuld, um lágmarksfylgi við úthlutun jöfnunarsæta, en flokkur á ekki rétt á slíkum sætum fái hann ekki a.m.k. 5% gildra atkvæða á landinu öllu. Sérstaklega voru áhrif þessa áberandi í kosningunum 2013. Við þessu má sjá með því að kjósendum verði gert kleift að tilgreina flokk til vara þannig að atkvæði þurfi ekki að daga uppi áhrifalaus nái sá flokkur er hann helst kýs ekki tilskildu lágmarksfylgi. Reifuð er útfærsla á slíku fyrirkomulagi í pistlinum „Þröskuldur með sveigjanleika“.… lesa áfram »

Jun 10 18

Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 2018 gerðar upp með ýmsum aðferðum

Höfundur: Þorkell Helgason

Nokkuð hefur verið spurt um það hvernig úthlutun sæta í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum hefði komið út ef beitt hefði verið öðrum aðferðum en þeirri lögbundnu, þeirri sem kennd er við d‘Hondt. Í ljós kemur að d‘Hondt sker sig úr frá þeim öðrum aðferðum sem koma við sögu á myndinni og gefa allar sömu niðurstöðu. Munurinn d‘Hondt á og hinum er sá að d‘Hondt gefur D og S einu sæti fleira, hvorum lista um sig, á kostnað B og J.

Um muninn á þessum aðferðum öllum má lesa á síðunni http://thorkellhelgason.is/?p=2144. Frekari lýsing verður að bíða rits sem ég vonast til að … lesa áfram »

Sep 26 17

Aukum rétt kjósenda strax

Höfundur: Þorkell Helgason

[Grein þessi birtist í Fréttablaðinu 26. september 2017]

Traust á stjórnmálunum hefur verið lítið og er nú í lágmarki. Fólki finnst það vera haft að fífli, haldið utan við upplýsingar og ákvörðunartöku. Allur þorri kjósenda vill til dæmis að náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign, en í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir nær fimm árum játtu þessu fjórir af hverjum fimm þeirra sem afstöðu tóku. Svipað var uppi á teningnum þegar spurt var hvort menn vildu aukið persónukjör, jafnt vægi atkvæða eða möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum um mikilvæg mál. Um allt þetta þegir gildandi stjórnarskrá eða er alls ófullnægjandi. Ekki bætir úr skák að stjórnarskráin er … lesa áfram »

Oct 7 16

Röðunarval reyndist vel í kjöri á formanni Samfylkingarinnar

Höfundur: Þorkell Helgason

Þorkell Helgason og Þórður Höskuldsson

Kjör formanns Samfylkingarinnar fór fram dagana 28. maí til 3. júní 2016. Í framboði voru þau Guðmundur Ari Sigurjónsson, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram og Oddný Harðardóttir.

Við kjörið var beitt aðferð færanlegs atkvæðis (e. STV eða Single Transferable Vote) og var það í fyrsta sinn sem aðferðin var notuð í vali á einstaklingi í opinberu kjöri hér á landi – eftir því sem best er vitað. Samkvæmt aðferðinni var kjósendum gert að velja einn frambjóðanda að aðalvali en síðan gefinn kostur á að raða öðrum, einum eða fleiri, í forgangsröð sem varaval.

Talningin… lesa áfram »

Mar 4 16

Aðferðir við sameiginlegar ákvarðanir þings og þjóðar

Höfundur: Þorkell Helgason

[Lítilega endurskoðað í des. 2018]

Stjórnarskrárnefnd sú sem starfaði 2013-2016  skilaði tillögum um nokkrar mikilvægar breytingar á stjórnarskránni. Ein þeirra lýtur að því hvernig kjósendur geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um nýsamþykkt lög frá Alþingi. Þar er settur þröskuldur sem þannig er orðaður:

„Til þess að hnekkja lögum þarf meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur [25%] kosningarbærra manna, að synja þeim samþykkis.“

Slíkt ákvæði um stuðningslágmark órökrétt og styðst ekki við nein viðmið. Hvers vegna ekki 20% eða 30%? Þar nægir ekki að segja að 25% hafi verið málamiðlun í nefndinni. Þá er ávallt sá galli á ákvæði sem þessu að það … lesa áfram »

Jan 17 16

A heuristic approach to the matrix apportionment problem

Höfundur: Þorkell Helgason

Here is a draft version of a paper: “A heuristic approach to the matrix apportionment problem“.… lesa áfram »