Færslur í flokknum ‘Stjórnlagadómstóll’
[Birtist í Fréttablaðinu 17. mars 2015.]
Undanfarna daga hefur verið deilt um grundvallarþætti lýðræðisins, um þingræðið og framkvæmdarvaldið í tilefni þess að ríkisstjórnin hefur – að því er virðist – afturkallað umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Hefur hún rétt til að gera þetta upp á sitt eindæmi eða þarf hún að leita fulltingis Alþingis? Hér verður ekki farið út í efni þessa einstaka tilviks heldur einblínt á lýðræðisþátt málsins.
Deilur af þessum toga væru í mörgum lýðræðisríkjum útkljáðar fyrir stjórnlagadómstóli. Af alræmdu tilefni ruddu Þjóðverjar brautina eftir stríð og settu á laggirnar stjórnlagadómstól sem vakir yfir því að valdi … lesa áfram »
[Ritað 2008 og þá birt á vef landskjörstjórnar.]
Flokkur getur undir vissum kringumstæðum aukið þingstyrk sinn á þýska Sambandsþinginu við það að tapa atkvæðum. Hið öndverða er einnig mögulegt; að flokkur geti tapað sætum á auknu atkvæðafylgi – að öllu öðru óbreyttu. Við kosningar 2005 varð dæmi um þetta bersýnilegt. Þýski Stjórnlagadómstóllinn hefur nú kveðið upp úr með það að þetta gangi ekki lengur og mælir fyrir um að Sambandsþingið verði að betrumbæta kosningalögin. Pistill þessi fjallar um þetta stórmerka mál, sem sagt er að sé eitt athyglisverðasta grundvallarmál sem upp hefur komið í lýðræðissögu Sambandslýðveldisins Þýskalands. Jafnframt er … lesa áfram »
[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 21. október 2011, en undir öðru heiti vegna mistaka]
Þjóðverjar héldu upp á sameiningardaginn 3. október s.l. Það er þjóðhátíðardagur þótt Þjóðverjar forðist að nota orðið eins og allt annað sem minnir á þjóðrembu. Stjórnarskráin þýska var þema dagsins. Forseti þýska stjórnlagadómstólsins hélt hátíðarræðu. Þar spurði hann hvað sameini þjóðina. „Hvað á einstæð móðir með tvö ung börn sem situr við kassann í stórmarkaði í Chemnitz [sem hét Karls-Marx-borg í fjóra rauða áratugi!] sameiginlegt með virtum viðskiptalögmanni í München sem ekur á Porsche sportbíl á skrifstofuna sína?“ Þessa spurningu má heimfæra á okkar litla Ísland enda … lesa áfram »
Ný stjórnarskrá: Valdið er fólksins
[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 16. september 2011]
„Brennt barn forðast eldinn.“ Það gera Þjóðverjar – af alræmdu tilefni. Því settu þeir eftir stríð á laggirnar stjórnlagadómstóla sem eiga að vaka yfir því að valdi sé ekki misbeitt. Slíkir dómstólar eru í hverju „landi“ (fylki) Þýskalands, en sambandsdómstóll dæmir um mál sem snerta allt sambandsríkið og þó einkum um grundvallarréttindi almennings. Í síðustu viku felldi þessi alríkisdómstóll einn af sínum merkustu úrskurðum. Tilefnið var umkvörtun nokkurra borgara þess efnis að ríkisstjórnin í Berlín hefði farið út fyrir valdmörk sín þegar hún hafi gengist í ábyrgðir vegna aðstoðar við Grikkland, án þess … lesa áfram »