Skip to content

Færslur frá April, 2013

Apr 16 13

Lýsing á úthlutun þingsæta

Höfundur: Þorkell Helgason

[Vefsíðuhöfundur tók eftirfarandi saman fyrir landskjörstjórn eins og lesa má á síðu hennar: http://landskjor.is/kosningamal/kosningakerfi/nr/114]

Um úthlutun þingsæta gilda ákvæði XVI. kafla laga um kosningar til Alþingis, nánar tiltekið greinar 106 til og með 110.
Samkvæmt ákvæðum þessara laga fer úthlutun hinna 63 sæta á Alþingi fram í tveimur meginskrefum. Fyrst er kjördæmissætum úthlutað, en þau eru 54 að tölu. Kjördæmissætunum er alfarið úthlutað á grundvelli fylgis lista í hverju kjördæmi. Landsfylgið kemur ekki við sögu. Það gildir líka einu hvort viðkomandi flokkur hafi boðið fram í öllum kjördæmum eða ekki.
Síðan er jöfn­unarsætum úthlutað, en þau eru 9 talsins.
lesa áfram »
Apr 15 13

Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012

Höfundur: Þorkell Helgason

Atkvæðatölur og hlutfallstölur um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 um stjórnarskrármálið hafa verið nokkuð á reiki enda hafa stjórnvöld birt fleiri en eina tilkynningu þar um. Sú sem landskjörstjórn birti eftir fund sinn 29. október 2012 mun vera rétt. Hér eru þær tölur að finna ásamt með hlutfallstölum sem reiknaðar eru með hefðbundnum hætti allra kosningaskýrslna.

 

clip_image002 lesa áfram »