Það þarf stjórnlagadómstól til að sporna við gerræði

[Birtist í Fréttablaðinu 17. mars 2015.]

Undanfarna daga hefur verið deilt um grundvallarþætti lýðræðisins, um þingræðið og framkvæmdarvaldið í tilefni þess að ríkisstjórnin hefur – að því er virðist – afturkallað umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Hefur hún rétt til að gera þetta upp á sitt eindæmi eða þarf hún að leita fulltingis Alþingis? Hér verður ekki farið út í efni þessa einstaka tilviks heldur einblínt á lýðræðisþátt málsins.

Deilur af þessum toga væru í mörgum lýðræðisríkjum útkljáðar fyrir stjórnlagadómstóli. Af alræmdu tilefni ruddu Þjóðverjar brautina eftir stríð og settu á laggirnar stjórnlagadómstól sem vakir yfir því að valdi sé ekki misbeitt. Síðan hafa fjölmörg Evrópuríki fetað í fótspor þeirra, ekki síst hin nýju lýðræðisríki í Austur-Evrópu.

Vitaskuld verður ekki stjórnlagadómstól komið á nema með breyttri stjórnarskrá. Atvikin undanfarið ættu að sýna okkur hve brýnt er að koma nýrri stjórnarskrá í höfn. Hvers vegna? Forseti þýska stjórnlagadómstólsins hefur svarað þessu skorinort. „Frelsi og lýðræði án stjórnarskrár er óhugsandi,“ sagði dómsforsetinn og bætti við að stjórnarskrá væri handa minnihlutanum. Meirihluti sem ekki byggi við aðhald gæti leiðst til að kúga minnihlutann. Þess vegna þyrfti óvefengjanleg grunnréttindi, þess vegna þyrfti að tjóðra stjórnmálin með réttarreglum og þess vegna væri nauðsynlegt að hafa dómstól, stjórnlagadóm, sem gætti þess að farið væri að grunnreglunum.

Stjórnlagaráð tók að nokkru á þessum vanda og vildi koma á sérstakri úrskurðarnefnd, Lögréttu, sem vísi að stjórnlagadómstól. Trúlega þarf að ganga lengra. Það mætti hugsanlega gera í tengslum við þá áformuðu breytingu á dómskerfinu að koma á millidómstigi. Þá verður Hæstarétti lyft á hærri stall og kynni hann því að geta tekið að sér hlutverk stjórnlagadómstóls. En grundvöllurinn verður að vera traustur og byggjast á stjórnarskrárákvæði.

Lærum af reynslunni. Treystum lýðræðið – með endurbættri stjórnarskrá.

Um “fisk og evru”

[Viðbót 19. mars 2015: Lesendabréf mitt um fiskinn og evruna var birt skjótt og óstytt í Süddeutsche Zeitung í dag – við hliðina á mynd af páfanum! Sjá sá SZ Forum 19.03.15 og hér fyrir neðan, úrklippt. Fyrirsögnin er að vísu á þeirra ábyrgð en tekin upp úr mínum texta. ]]

Hið undarlega bréf utanríkisráðherra til kæra Edgars og kæra Hr. Hahn um þá stefnu ríkisstjórnarinnar um „að stöðva aðildarviðræðurnar [við Evrópusambandið] að fullu“ hefur verið til umræðu í erlendum fjölmiðlum og ekki síst í Þýskalandi þar sem ég held mig oft. Þannig var ítarleg ritstjórnargrein í aðalblaði Suður-Þýskalands, Süddeutsche Zeitung, um helgina 14.-15. mars 2015.

Fyrirsögn greinarinnar var sláandi,  Fisch und Euro (Fiskur í stað evru). Greinin er í aðalatriðum rétt og skilmerkileg, nema hvað mér þótti a.m.k. tvennt vanta. Því hef ég sent blaðinu lesendabréf undir yfirskriftinni Fisch und Euro (Fiskur og evra) þar sem ég fjalla um þetta tvennt:

  •  Í fyrsta lagi segi ég að ríkisstjórnin hafi sent bréfstúfin upp á eigin spýtur. Ekki hafi verið haft samráð við Alþingi eins og þó sé lögboðið (a.m.k. við utanríksmálanefnd) og því síður við þjóðina enda þótt stjórnarflokkarnir hafi lofað fyrir síðustu kosningar að bera samningamálin undir þjóðina. Síðan rek ég að meirihluti þjóðarinnar virðist vera á móti ESB-aðild en þó vilji enn stærri meirihluti þjóðarinnar að aðlildarviðræðurnar verði leiddar til lykta áður en greitt verði þjóðaratkvæði um aðildarsamning. Trúlega sé meiri hluti Alþingis sama sinnis. Þess vegna hafi ríkisstjórnin verið með þennan einleik og laumuspil.
  • Í öðru lagi bendi ég á að sjávarútvegsmálin hafi ekki enn verið tekin til umræðu í aðildarviðræðunum. Á hinn telji a.m.k. þeir sem er hlynntir ESB-aðild líklegt að við myndum halda forræði yfir fiskistofnunum þegar á reyndi. Í þessu sambandi segi ég mikilvægt að vita að núverandi stjórnarflokkar vilji einkavæða fiskimiðin með langtíma- ef ekki viðvarandi framsali á kvótunum til þeirra sem hafa þá nú undir höndum – og hafi þeir sömu raunar styrkt þessa flokka kröftuglega í kosningabaráttu þeirra.

Stórblöð eins SZ birta ekki nema brot af þeim bréfum sem þeim berast, svo að ég veit ekki enn um afdrif  bréfs míns. Þó hefur blaðið birt þau tvö bréf önnur sem ég hefi sent þeim undanfarin ár.

Skjalið „Fisch und Euro“ inniheldur bréf mitt og mynd af greininni í SZ.

 

Af myrkraverkum í ESB-málum

Erlendir fjölmiðlar segja frá myrkraverki ríkisstjórnarinnar um afturköllun ESB-umsóknarinnar gætir þá einatt misskilnings. Í SPIEGEL ONLINE er t.d. fullyrt er að afturköllunin sé á grundvelli lagaheimildar frá Alþingi. Ég fann mig knúinn til að leiðrétta þetta með innleggi þannig:

„[D]ie Regierung in Island … nahm ihren Antrag auf einen Beitritt zur Europäischen Union zurück“, steht in Ihrer Nachricht und weiter: “Die regierende Fortschrittspartei und ihre ebenfalls euroskeptischen Koalitionspartner der Unabhängigkeitspartei einigten sich am Freitag auf ein Gesetzesvorhaben, mit dem die 2010 eingereichte Kandidatur wieder zurückgezogen werden soll.” Der wesentliche Punkt hier ist, dass es kein “Gesetzesvorhaben” gibt. Die Regierung hat die Verhandlungen ohne Zustimmung des Parlaments  ausgesetzt, sogar ohne Konsultation mit dem Außenpolitischen Ausschuss des Parlaments, die ausdrücklich gesetzlich vorgeschrieben ist. Wie sie in einem früheren Bericht erwähnten, ist das Volk auch nicht befragt worden, wie die Regierungsparteien im letzten Wahlkampf versprochen haben. Vielmehr wurde die Öffentlichkeit vor vollendete Tatsachen gestellt. Der Grund für diese feige Nacht- und Nebelaktion der Regierung ist wohl die Angst, dass der Verhandlungsabbruch keine Mehrheit hat – weder beim Volk noch im Parlament.

Í netútgáfu Münchenarblaðsins Süddeutsche Zeitung er líka fjallað um málið  og sendi ég þeim þessa umsögn:

Die isländische Regierung hat die Verhandlungen mit EU ohne Zustimmung des Parlaments ausgesetzt, sogar ohne Konsultation mit dem Außenpolitischen Ausschuss des Parlaments, die ausdrücklich gesetzlich vorgeschrieben ist. Das Volk ist auch nicht befragt worden, wie die Regierungsparteien im letzten Wahlkampf versprochen haben. Vielmehr wurde die Öffentlichkeit jetzt vor vollendete Tatsachen gestellt. Der Grund für diese feige Nacht- und Nebelaktion der Regierung ist wohl die Angst, dass der Verhandlungsabbruch keine Mehrheit hat – weder beim Volk noch im Parlament.

Lífeyrisþegar geta lent í háum jaðarsköttum vegna ákvæða um fasteignagjöld

Fréttablaðið segir frá því 4. mars 2015 að ég hafi gagnrýnt „útfærslu fasteignaafsláttar og jaðarskatta í Garðabæ og víðar“ eins og blaðið orðar það. Fréttin á rætur að rekja til bréfs sem ég skrifaði bæjarstjórn Garðabæjar 22. febrúar s.á. Tilefni bréfsins var að ég rak mig á ákvæði um afslátt af fasteignagjöldum þegar mér barst álagningarseðill v. þessara gjalda. Ekki svo að þessi ákvæði snerti mig heldur furðaði ég mig á jaðaráhrifum þessara afsláttar. Frásögnin í Fréttablaðinu er ekki runnin undan mínum rifjum en úr því að bréfið er  komið á flakk er rétt að birta það í heild hér: Fasteignaskattar Garðabæ lagað II

Raunar kemur í ljós að ákvæði um afslátt af fasteignagjöldum eru víða einkennileg og er fyrirkomulagið í Garðabæ með skárra móti. Í bréfinu segi ég m.a.: „Nú er ég handviss um að þessi … há[i] heildarjaðarskattur – á sér ekki rætur í einhverri skattpíningaráráttu ráðamanna, heldur held ég að þetta sé aðeins eitt dæmið um það hvernig vinstri höndin í okkar velferðarkerfi veit ekki hvað sú hægri gerir.“

Í framhaldsbréfi, sem ég sendi eftir frásögnina á Fréttablaðinu segi ég ennfremur:
„Bréfið var hugsað til innansveitarbrúks og etv. skrifað í full léttúðugum stíl – enda þótt innihaldið sé full alvara! Vil því að það fari ekki milli mála að ég er ekki að gagnrýna bæjarstjórnina, enda er ég viss um – eins og ég sagði raunar í bréfinu – að umræddir meinbugir á afsláttarkerfi fasteignagjalda eru ekki til orðnir af ásettu ráði. Kerfið má auðveldlega laga, og það með ýmsum hætti, og treysti ég bæjarstjórninni fullkomlega til þess.“