Færslur frá March, 2015
[Birtist í Fréttablaðinu 17. mars 2015.]
Undanfarna daga hefur verið deilt um grundvallarþætti lýðræðisins, um þingræðið og framkvæmdarvaldið í tilefni þess að ríkisstjórnin hefur – að því er virðist – afturkallað umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Hefur hún rétt til að gera þetta upp á sitt eindæmi eða þarf hún að leita fulltingis Alþingis? Hér verður ekki farið út í efni þessa einstaka tilviks heldur einblínt á lýðræðisþátt málsins.
Deilur af þessum toga væru í mörgum lýðræðisríkjum útkljáðar fyrir stjórnlagadómstóli. Af alræmdu tilefni ruddu Þjóðverjar brautina eftir stríð og settu á laggirnar stjórnlagadómstól sem vakir yfir því að valdi … lesa áfram »
Um “fisk og evru”
[Viðbót 19. mars 2015: Lesendabréf mitt um fiskinn og evruna var birt skjótt og óstytt í Süddeutsche Zeitung í dag – við hliðina á mynd af páfanum! Sjá sá SZ Forum 19.03.15 og hér fyrir neðan, úrklippt. Fyrirsögnin er að vísu á þeirra ábyrgð en tekin upp úr mínum texta. ]]
Hið undarlega bréf utanríkisráðherra til kæra Edgars og kæra Hr. Hahn um þá stefnu ríkisstjórnarinnar um „að stöðva aðildarviðræðurnar [við Evrópusambandið] að fullu“ hefur verið til umræðu í erlendum fjölmiðlum og ekki síst í Þýskalandi þar sem ég held mig oft. Þannig var ítarleg ritstjórnargrein í aðalblaði Suður-Þýskalands, … lesa áfram »
Af myrkraverkum í ESB-málum
Erlendir fjölmiðlar segja frá myrkraverki ríkisstjórnarinnar um afturköllun ESB-umsóknarinnar gætir þá einatt misskilnings. Í SPIEGEL ONLINE er t.d. fullyrt er að afturköllunin sé á grundvelli lagaheimildar frá Alþingi. Ég fann mig knúinn til að leiðrétta þetta með innleggi þannig:
„[D]ie Regierung in Island … nahm ihren Antrag auf einen Beitritt zur Europäischen Union zurück“, steht in Ihrer Nachricht und weiter: “Die regierende Fortschrittspartei und ihre ebenfalls euroskeptischen Koalitionspartner der Unabhängigkeitspartei einigten sich am Freitag auf ein Gesetzesvorhaben, mit dem die 2010 eingereichte Kandidatur wieder zurückgezogen werden soll.” Der wesentliche Punkt hier ist, dass es kein “Gesetzesvorhaben” gibt. Die Regierung hat … lesa áfram »
Fréttablaðið segir frá því 4. mars 2015 að ég hafi gagnrýnt „útfærslu fasteignaafsláttar og jaðarskatta í Garðabæ og víðar“ eins og blaðið orðar það. Fréttin á rætur að rekja til bréfs sem ég skrifaði bæjarstjórn Garðabæjar 22. febrúar s.á. Tilefni bréfsins var að ég rak mig á ákvæði um afslátt af fasteignagjöldum þegar mér barst álagningarseðill v. þessara gjalda. Ekki svo að þessi ákvæði snerti mig heldur furðaði ég mig á jaðaráhrifum þessara afsláttar. Frásögnin í Fréttablaðinu er ekki runnin undan mínum rifjum en úr því að bréfið er komið á flakk er rétt að birta það í heild hér: … lesa áfram »