Færslur frá June, 2015
[Birtist í Morgunblaðinu 12. júní 2015.]
Í Staksteinum Morgunblaðsins 9. júní sl. er spjótum beint að undirskriftasöfnuninni Þjóðareign.is þar sem skorað er á forsetann „að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“ Auk hefðbundinnar aulafyndni í þessum ritstjórnardálki er farið með rangfærslur.
Í fyrsta lagi segir í Staksteinum: „Það er of seint að skora á forsetann að skrifa ekki undir … frumvarp [um makrílkvóta], … lesa áfram »
[Eftirfarandi pistill með viðtali birtist á vefmiðlinum Stundin 31. maí 2015. Hann er hér endurbirtur án mynda, en skjalið með myndum má finna á Viðtal við ÞH á Stundinni]
Undirskriftarsöfnun farið fram úr björtustu vonum, segir Þorkell Helgason prófessor. „Stóru vonbrigðin voru að niðurstöður stjórnlagaráðs hafa algjörlega dagað uppi.“
- maí 2015, kl. 18:15
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@stundin.is
Meira en 45 þúsund hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu öllum lögum sem myndu heimila ráðstöfun fiskveiðiheimilda til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í … lesa áfram »