Skip to content

Færslur frá June, 2018

Jun 27 18

Helguleikur – saga Helgu Ingólfsdóttur og Sumartónleika í Skálholtskirkju. Útgáfuhóf í sal FÍH fimmtudaginn 28. júní

Höfundur: Þorkell Helgason

 

Út er komin bókin Helguleikur eftir Kolbein Bjarnason. Af því tilefni efna Sumartónleikarnir í Skálholti og Bókaútgáfan Sæmundur til útgáfuhófs í sal FÍH í Rauðagerði 27 í Reykjavík fimmtudaginn 28. júní klukkan 17-19. Auk bókarinnar verður þar kynnt starf Sumartónleikanna en dagskrá þeirra ár hefst 7. júlí næstkomandi. Kaffi og konfekt, allir velkomnir.

Bókin verður seld á tilboðsverði í útgáfuhófi, með 20% afslætti frá leiðbeinandi verði eða á 13500 kr.

Í bókarkynningu verða leikin sýnishorn af diskum sem fylgja bókinni með semballeik Helgu Ingólfsdóttur.

Í bókinni Helguleikur segir frá semballeikaranum Helgu Ingólfsdóttur (1942-2009), Sumartónleikum í Skálholtskirkju og sögu barokktónlistar … lesa áfram »

Jun 10 18

Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 2018 gerðar upp með ýmsum aðferðum

Höfundur: Þorkell Helgason

Nokkuð hefur verið spurt um það hvernig úthlutun sæta í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum hefði komið út ef beitt hefði verið öðrum aðferðum en þeirri lögbundnu, þeirri sem kennd er við d‘Hondt. Í ljós kemur að d‘Hondt sker sig úr frá þeim öðrum aðferðum sem koma við sögu á myndinni og gefa allar sömu niðurstöðu. Munurinn d‘Hondt á og hinum er sá að d‘Hondt gefur D og S einu sæti fleira, hvorum lista um sig, á kostnað B og J.

Um muninn á þessum aðferðum öllum má lesa á síðunni http://thorkellhelgason.is/?p=2144. Frekari lýsing verður að bíða rits sem ég vonast til að … lesa áfram »

Jun 1 18

Umsögn vegna frumvarps um eftirgjöf á veiðigjöldum

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi er umsögn sem ég sendi til atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps stjórnarmeirihlutans sem lagt var fram í skyndi um eftirgjöf á veiðigjöldum. Umsagnarfrestur var aðeins rúmur sólarhringur.]

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 74/2012, 631. mál á 148. löggjafarþingi 2017–2018.

Sú var tíðin að verð á helstu nauðþurftum var ákveðið af stjórnvöldum eða nefndum á þeirra vegum. Sama gilti um fiskverð. Gengi á krónunni var fest með lögum frá Alþingi og miðaðist nær alfarið við afkomu sjávarútvegsins. Þetta fyrirkomulag fól í sér veiðigjald þó með óbeinum hætti væri, en innheimta þess fór fram í … lesa áfram »