Kosningar til landsþingsins í Bæjaralandi

[Ritað 2008 og þá birt á vef landskjörstjórnar.]

Hinn 28. september 2008 var kosið til landsþingsins í Bæjaralandi, en það er eitt af fylkjunum, eða „löndunum“ þýsku sem mynda Sambandslýðveldið Þýskaland. Kosningafyrirkomulag í þýsku löndunum 16 dregur dám af fyrirkomulagi kosninga til Sambandsþingsins, en þó er hvert þeirra með sínu lagi. Kjósendur í Bæjaralandi fara með tvö atkvæði, annað til að velja frambjóðanda í einmenningskjördeild, en hitt til að velja frambjóðanda á lista hver í sínu  kjördæmi. Þegar Þýskaland var reist af rústum seinni heimsstyrjaldarinnar var keppt að traustri undirbyggingu lýðræðis í ljósi dapurrar reynslu. Því er margt áhugavert og til eftirbreytni í kosningalögum í Þýskalandi, ekki síst í Bæjaralandi.

Pistill um þetta er hér: ÞHKosningar til landsþingsins í Bæjaralandi Leiðr okt2018 (pdf). Hann er lítillega leiðréttur (í október 2018) frá upphaflegri gerð, eins og lýst er í neðanmálsgreinum 1 og 7 í pistlinum sjálfum.

Ný stjórnarskrá: Stjórnarskrá sem hluti þjóðarvitundar

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 21. október 2011, en undir öðru heiti vegna mistaka]

Þjóðverjar héldu upp á sameiningardaginn 3. október s.l. Það er þjóðhátíðardagur þótt Þjóðverjar forðist að nota orðið eins og allt annað sem minnir á þjóðrembu. Stjórnarskráin þýska var þema dagsins. Forseti þýska stjórnlagadómstólsins hélt hátíðarræðu. Þar spurði hann hvað sameini þjóðina. „Hvað á einstæð móðir með tvö ung börn sem situr við kassann í stórmarkaði í Chemnitz [sem hét Karls-Marx-borg í fjóra rauða áratugi!] sameiginlegt með virtum viðskiptalögmanni í München sem ekur á Porsche sportbíl á skrifstofuna sína?“ Þessa spurningu má heimfæra á okkar litla Ísland enda hefur okkur á nokkrum áratugum tekist að elta stórþjóðirnar í ójafnri skiptingu á auði og efnum.

Lítum nánar í ræðuna þýsku.

Fjögur gildi

Dómsforsetinn taldi að þrátt fyrir ójöfnuð og ólíka hagsmuni væri margt sem sameinaði og nefndi hann fernt: a) Frelsi og sjálfsákvörðunarréttur, b) viðleitni til að fara leið hófsemda, að finna meðalveginn, c) fastheldi við evrópuhugsunina og síðast en ekki síst d) hugsjónin um lýðræðislegt ríki sem byggt er á grundvallarreglum. Við hömpum frelsi og fullveldi á tyllidögum en vart öðru af þessum gildum. Er það þjóðarvilji að gæta hófs og fara meðalveginn? Vart fyrir hrunið mikla. Og um evrópumálin erum við klofin í herðar niður. Þessir þættir ræðunnar eru ekki umræðuefnið hér heldur sá síðasti: Hugsjónin um lýðræði á traustum grunni stjórnarskrár.

Hvers vegna stjórnarskrá?

Forseti þýska stjórnlagadómstólsins svaraði því skorinort: „Frelsi og lýðræði án grundvallarlaga er óhugsandi.“ Stjórnarskrá er handa minnihlutanum; meirihluti sem ekki býr við aðhald getur leiðst til að kúga minnihlutann. Þess vegna þarf óvéfengjanleg grunnréttindi, þess vegna þarf að tjóðra stjórnmálin með réttarreglum og þess vegna er nauðsynlegt að hafa dómstól, stjórnlagadóm, sem gætir þess að farið sé að grunnreglunum.

Þjóðverjar eiga í vandræðum með fortíð sína. Þess vegna höfða þeir ógjarnan til þjóðernis, tungu eða menningar þegar þeir skilgreina hvað sameinar þá, nokkuð sem okkur er með réttu tamt að gera. Dómsforsetinn bar fyrir sig annað hugtak þjóðarvitundar, þýska orðið „Verfassungspatriotismus“ sem má etv. snara sem stjórnlagaþjóðrækni. Þá er vitnað til þess hvernig þýska þjóðin hefur keppt að þjóðfélagi grundvallað á rétti, fyrst með tilraun stjórnarskrár 1849, sem tókst þó ekki gæfulega fyrr en réttri öld síðar, eftir að miklar eldar höfðu brunnið. Síðsumars 1948 lagði e.k. stjórnlagaráð grunn að stjórnarskrá fyrir Sambandslýðveldið Þýskaland. Sjálf stjórnarskráin varð svo til og undirrituð næsta vor. Þessi stjórnarskrá hefur orðið mörgum að fyrirmynd, ekki aðeins nýju lýðræðisríkjunum í Austurevrópu, heldur líka okkur í stjórnlagaráðinu íslenska. Þangað sóttum við t.d. hið glæsilega orðalag um virðingu fyrir reisn mannsins, en líka mikilvægt ákvæði um að þjóðþingið skuli beinlínis kjósa forsætisráðherra jafnframt því að honum verði ekki velt úr sessi nema með kjöri eftirmanns. Þannig verði aldrei til stjórnleysi.

Á hinn bóginn heyktumst við í stjórnlagaráðinu á að taka beint upp frá þeim þýsku hugmyndina um stjórnlagadómstól sem dómsforsetinn taldi vera ómissandi. Við stigum að vísu stórt skref með tillögu um úrskurðarnefnd, Lögréttu, sem kveði upp um stjórnarskrárgildi lagafrumvarpa. Meira um þetta í komandi pistli.

Þurfum við lagaþjóðrækni?

Okkur kann að þykja að hin þýska lagahyggja, sem birtist í stjórnlagaþjóðrækninni, komi okkur ekki við. Aldrei höfum við búið við hættulegt byltingarástand eða heimatilbúið einræði. Samt getum við tínt til dæmi þar sem okkur þyki yfirvöld eða einstakir ráðamenn hafa gengið fram á ystu nöf í gerræði, jafnvel fram yfir hana. Allur er því varinn góður. Og við urðum vissulega fyrir barðinu á efnahagslegu hruni fyrir réttum þremur árum, sem hugsanlega hefði orðið vægara ef allur lagagrunnur, ekki síst stjórnalaggrunnur, hefði verið traustari. Þess vegna þurfum við nýja og vandaða stjórnarskrá, sem umfram allt sé fólkinu hjartfólgin, hluti af þjóðernisvitundinni. Þess vegna verður að fara fram ítarleg kynning og umræða um nýja stjórnarskrá. Að lokum verður hún að hljóta óskorðað fulltingi þjóðararinnar í almennri atkvæðagreiðslu.

 

Ný stjórnarskrá: Forsetinn um forsetann

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 7. október 2011]

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá að umræðuefni í þingsetningarræðu sinni. Það er vel og fengur að því að forseti lýðveldisins vekji þjóð og þing til umhugsunar um þetta stórmál, nýja stjórnarskrá handa landi og lýð. Ólafur Ragnar gerði einkum embætti forseta Íslands að umræðuefni. Um það fjallar þessi pistill.

Þrískipting valdins

Allt frá dögum Montesquieus hefur það verið leiðarljós við mótun allrar lýðræðisstjórnskipunar að ríkisvaldið skuli skiptast í þrjá aðgreinda þætti: Löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Mörgum hefur þótt sem hjá okkur væri þessi aðskilnaður ekki skýr, að ríkisstjórnin væri að jafnaði með þingið í vasanum og jafnvel dómarana líka þar sem þeir voru til skamms tíma skipaðir af dómsmálaráðherra að eigin hentisemi. Síðast en ekki síst hefur hlutverk og staða forsetans sem einhvers konar tengill löggjafarvalds og framkvæmdarvalds verið óskýr. Hefðum samkvæmt hefur þó forsetinn haldið sig til hlés, þótt núverandi forseti hafi haft sig meira í frammi en fyrirrennarar hans og beinlínis gripið í taumana.

Að margra mati er ekki nóg að þrískipta valdinu heldur þurfi eftirlitsvald að auki. Þar getur forsetinn haft hlutverki að gegna og endurspeglast það að nokkru í tillögum stjórnlagaráðs, þeim sem urðu Ólafi Ragnari umræðuefni.

Hvert yrði vald forsetans?

Meginatriðin í tillögum stjórnlagaráðs um hlutverk forseta eru fjögur:

  • Tillaga um forsætisráðherra: Í upphafi ráðgerðrar stjórnarskrárgreinar um stjórnarmyndun segir að „Alþingi kýs forsætisráðherra.“ Með þessu er tekinn af vafi um þingræðið, það að ríkisstjórn verður á hverjum tíma að hafa stuðning Alþingis. Forseti Íslands er falið að gera tillögu um forsætisráðherraefni. Honum ber fyrst að ráðfæra sig við þingheim enda verður hinn tilnefndi að njóta stuðnings þingsins. Forseti getur ekki skipað utanþingsstjórn að eigin frumkvæði eins og nú. Forsetinn fær tvívegis tækifæri til að leggja tillögu um forsætisráðherraefni fyrir þingið. Vilji þingið hvorugan þeirra sem hann tilnefnir er það í höndum þingsins að velja.
  • Málskotsréttur: Forsetinn getur, allt eins og nú, skotið nýsamþykktum lögum frá Alþingi til þjóðarinnar til samþykktar eða synjunar. En þjóðin fær líka beina leið til þess sama eins og rakið hefur verið í tveimur síðustu pistlum. Málskotsréttur forseta er því einungis hugsaður sem neyðarhemill, enda verður forseti að rökstyðja ákvörðun sína og getur hann þá vart vísað til vilja þjóðarinnar. Hún tjáir þann vilja sjálf. Slíkur öryggisventill þjóðhöfðingja tíðkast víða og er hugsaður til að stöðva gerræði meirihluta þings.
  • Aðild að skipun dómara og ríkissaksóknara: Hver og hvernig á að skipa dómara er vandaverk. Nýlega hafa verið samþykkt lög sem bæta fyrirkomulagið mjög. Stjórnlagaráð leggur til að andi þeirra laga verði festur í stjórnarskrá en hnykkt á. Lykilatriði er að hæfni og málefnaleg sjónarmið verða að ráða við skipun í öll embætti. Í samræmi við gæsluhlutverk forsetans fær hann heimild til að skjóta vali ráðherra á dómaraefni til Alþingis, þar sem þriðjungur atkvæða nægir til að hafna dómaraefni ráðherra. Fari svo þarf ráðherra að koma með nýja tillögu.
  • Aðild að skipun æðstu embætta: Forseti kemur við sögu um skipan þeirra æðstu embættismanna sem Alþingi kann að kveða á um. Hér er hlutverk forseta minna. Honum er einugis ætlað að skipa formann hæfnisnefndar, en að öðru leyti hefur hann ekki aðkomu að málinu. Hann væri t.d. að fara út fyrir valdsvið sitt ef hann segði nefndarformanninum fyrir verkum.

Aukin völd?

Ólafur Ragnar telur að með tillögum stjórnlagaráðs séu umsvif forsetembættisins efld og ábyrgð aukin. Um það má deila en skiptir þó ekki höfuðmáli. Að mínu mati fær forsetinn skýrara og markvissara hlutverk en nú. Í þremur síðustu liðunum fær hann vel skilgreind verkefni sem öll lúta að öryggiseftirliti. Í fyrsta liðnum heldur hann því óljósa hlutverki sem hann hefur haft við stjórnarmyndun, en settar eru reglur um hvernig hann skuli bera sig að. Kjarni málsins er þó sá að það er að lokum Alþingis að kjósa forsætisráðherra. Það er ein veigamesta nýmælið í tillögum ráðsins.

Vissulega er forsetaembættið mikilvægt, bæði nú og framvegis, verði tillögur ráðsins að stjórnarskrá. Því skiptir höfuðmáli hver á embættinu heldur. Þjóðin verður að vanda val sitt. Í því skyni er í svo um kjör forseta búið að tryggt sé að hann njóti stuðnings meirihluta kjósenda, en svo hefur ekki verið við fyrsta kjör forseta ef undan er skilin kosning Kristjáns Eldjárns. Mistakist þjóðinni valið situr hún þó ekki uppi með forseta lengur en í þrjú kjörtímabil samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs. Þetta ákvæði var ekki rakið í samantekt forsetans.

 

„Bloß nichts Positives“

[Dagblaðið, Süddeutsche Zeitung, birti eftirfarandi lesendabréf hinn 3./4. september 2011 eftir mig og vinkonu mína. Bréfið var til að leiðrétta ýkjusögur blaðsins um núja tónlistarhúsið Hörpu.]

Im Mittelalter glaubte man in Europa, dass in Island, im Krater der Hekla, der Eingang zur Hölle wäre. Im 16. Jahrhundert hat ein Isländer,  Arngrímur der Gelehrte, in der Abhandlung Crimogæa, welche übrigens in Hamburg herausgegeben wurde, versucht, das Bild von Island zu korrigieren. Bis zum heutigen Tag ist es aber beliebt, über Länder am Rande der Zivilisation zu fabulieren. Ein Beispiel dafür ist der Artikel am 22. August mit der Überschrift Bloß keine Luxusruine, wo über Harpa, die neue Konzerthalle in Reykjavík, berichtet wird.

Es steht wenig darin über Harpa als Tempel für Musik alter und neuer Meister. Man erfährt nicht, wie hervorragend die Akustik in dem Hauptsaal der Konzerthalle ist und dass das Gebäude mit Beethovens 9. Symphonie unter der Leitung von Vladimir Ashkenazy und unter Mitwirkung der hervorragenden deutschen Sopranistin Christiane Oelze Anfang Mai (nicht Mitte August!) eingeweiht wurde. Dieses Konzert musste zweimal wiederholt werden.

Nein, es ist in dem Artikel vielmehr die Rede von der Krise, in die verantwortungslose Bankster das Land getrieben haben. Die Geschichte der Konzerthalle wird damit verflochten. Die gegenüberliegende Zentralbank wird fälschlich mit dem Bau in Verbindung gebracht und gefragt, wie „so eine kleine Bank nur ein so gigantisches Wunder aus Glas und Beton bezahlen“ kann. Der Leser könnte den Eindruck bekommen, dass die Notenpresse in Gang gesetzt wurde. Was so alles geschehen kann in Operetten-Republiken! Es wird gesagt, dass man aus Not das Gebäude auch als Kongresshalle verwenden müsse (dies war von Anfang an geplant), dass die Lobby überdimensioniert sei (was fraglich ist im Hinblick auf die Mehrzweckverwendung des Hauses), dass der bankrotten Regierung nichts übrig blieb, als das Bauwerk zu vollenden. Was ist übrigens eine bankrotte Regierung? Die Staatskasse könnte leer sein (was sie nicht ist), die Regierung könnte politisch bankrott sein (was sie auch nicht ist). Kann eine Regierung überhaupt finanziell pleite sein? Man könnte die Liste der Übertreibungen und Ungenauigkeiten in diesem Artikel noch verlängern.

Den Lesern der SZ möchte wir versichern, dass die Kulturhalle in Reykjavík – ein langersehnter Wunsch der Isländer – gut geglückt ist. Die Harpa allein könnte kulturliebenden Deutschen einen Islandbesuch wert sein!

 Henrietta Griebel, Dr. Thorkell Helgason, München, Reykjavík