Skip to content
Sep 12 15

Öllum til hagsbóta að ná sáttum við þjóðina um kvótakerfið

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi pistill birtist í tímaritinu Sjávarafli, ágústhefti 2015, bls. 4. Texti greinar minnar fylgir hér á eftir. Þar á eftir birtist forsíða tímaritsins og fæst þá aðgangur að heftinu um leið.]

Vart er lengur um það deilt að stjórna þarf aðgengi að takmörkuðum auðlindum eins og fiskistofnum. Takmörkun á veiðinni getur verið með ýmsu móti en flestir hag- og fiskifræðingar telja að aflakvótakerfi sé skilvirkasta aðferðin í því skyni.

Kvótunum var upphaflega úthlutað ókeypis en hafa síðan gengið kaupum og sölum. Það hefur þjóðin ekki getað sætt sig við – og gerir ekki enn, að mati greinarhöfundar. Því hefur útgerðin … lesa áfram »

Jun 15 15

Staksteinar villa um fyrir fólki og forseta

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Morgunblaðinu 12. júní 2015.]

Í Staksteinum Morgunblaðsins 9. júní sl. er spjótum beint að undirskriftasöfnuninni Þjóðareign.is þar sem skorað er á forsetann „að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“ Auk hefðbundinnar aulafyndni í þessum ritstjórnardálki er farið með rangfærslur.

Í fyrsta lagi segir í Staksteinum: „Það er of seint að skora á forsetann að skrifa ekki undir … frumvarp [um makrílkvóta], … lesa áfram »

Jun 2 15

“45 þúsund skrifa undir áskorun: Ný stjórnarskrá hefði tryggt auðlindir í þjóðareign”

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi pistill með viðtali birtist á vefmiðlinum Stundin 31. maí 2015. Hann er hér endurbirtur án mynda, en skjalið með myndum má finna á Viðtal við ÞH á Stundinni]

Undirskriftarsöfnun farið fram úr björtustu vonum, segir Þorkell Helgason prófessor. „Stóru vonbrigðin voru að niðurstöður stjórnlagaráðs hafa algjörlega dagað uppi.“

Fréttir

  1. maí 2015, kl. 18:15

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

ingibjorg@stundin.is

Meira en 45 þúsund hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu öllum lögum sem myndu heimila ráðstöfun fiskveiðiheimilda til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í … lesa áfram »

May 22 15

Markaðsleiðir á makrílmiðum

Höfundur: Þorkell Helgason

10847760_1128855037141763_6983226866699116857_o

Sýnimyndir með erindi Þorkels Helgasonar á  þessum fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga
21. maí 2015 á Grand hótel í Reykjavík, er að finna hér sem pdf-skjal: ÞHMarkaður á makrílmiðum birt. (Glæra 10 hefur verið lítillega lagfærð.)… lesa áfram »

May 6 15

Kvótakerfið er gott – en byggt á siðferðilegum sandi

Höfundur: Þorkell Helgason
Kvótakerfið er gott - en byggt á siðferðilegum sandi
ÞORKELL HELGASON SKRIFAR

Vart er lengur um það deilt að stjórna þarf aðgengi að takmörkuðum auðlindum eins og veiðum úr fiskistofnun. Takmörkun á afla getur verið með ýmsu móti en flestir hag- og fiskifræðingar virðast orðnir sammála um að skilvirkasta kerfið er kvótakerfi. Hagkvæmnin í veiðunum er best tryggð með því að kvótarnir séu eins og hver önnur aðföng, t.d. olía og veiðarfæri, sem afla má á markaði allt eftir því sem

lesa áfram »
Mar 17 15

Það þarf stjórnlagadómstól til að sporna við gerræði

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 17. mars 2015.]

Undanfarna daga hefur verið deilt um grundvallarþætti lýðræðisins, um þingræðið og framkvæmdarvaldið í tilefni þess að ríkisstjórnin hefur – að því er virðist – afturkallað umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Hefur hún rétt til að gera þetta upp á sitt eindæmi eða þarf hún að leita fulltingis Alþingis? Hér verður ekki farið út í efni þessa einstaka tilviks heldur einblínt á lýðræðisþátt málsins.

Deilur af þessum toga væru í mörgum lýðræðisríkjum útkljáðar fyrir stjórnlagadómstóli. Af alræmdu tilefni ruddu Þjóðverjar brautina eftir stríð og settu á laggirnar stjórnlagadómstól sem vakir yfir því að valdi … lesa áfram »

Mar 16 15

Um “fisk og evru”

Höfundur: Þorkell Helgason

[Viðbót 19. mars 2015: Lesendabréf mitt um fiskinn og evruna var birt skjótt og óstytt í Süddeutsche Zeitung í dag – við hliðina á mynd af páfanum! Sjá sá SZ Forum 19.03.15 og hér fyrir neðan, úrklippt. Fyrirsögnin er að vísu á þeirra ábyrgð en tekin upp úr mínum texta. ]]

Hið undarlega bréf utanríkisráðherra til kæra Edgars og kæra Hr. Hahn um þá stefnu ríkisstjórnarinnar um „að stöðva aðildarviðræðurnar [við Evrópusambandið] að fullu“ hefur verið til umræðu í erlendum fjölmiðlum og ekki síst í Þýskalandi þar sem ég held mig oft. Þannig var ítarleg ritstjórnargrein í aðalblaði Suður-Þýskalands, … lesa áfram »

Mar 13 15

Af myrkraverkum í ESB-málum

Höfundur: Þorkell Helgason

Erlendir fjölmiðlar segja frá myrkraverki ríkisstjórnarinnar um afturköllun ESB-umsóknarinnar gætir þá einatt misskilnings. Í SPIEGEL ONLINE er t.d. fullyrt er að afturköllunin sé á grundvelli lagaheimildar frá Alþingi. Ég fann mig knúinn til að leiðrétta þetta með innleggi þannig:

„[D]ie Regierung in Island … nahm ihren Antrag auf einen Beitritt zur Europäischen Union zurück“, steht in Ihrer Nachricht und weiter: “Die regierende Fortschrittspartei und ihre ebenfalls euroskeptischen Koalitionspartner der Unabhängigkeitspartei einigten sich am Freitag auf ein Gesetzesvorhaben, mit dem die 2010 eingereichte Kandidatur wieder zurückgezogen werden soll.” Der wesentliche Punkt hier ist, dass es kein “Gesetzesvorhaben” gibt. Die Regierung hat … lesa áfram »

Mar 6 15

Lífeyrisþegar geta lent í háum jaðarsköttum vegna ákvæða um fasteignagjöld

Höfundur: Þorkell Helgason

Fréttablaðið segir frá því 4. mars 2015 að ég hafi gagnrýnt „útfærslu fasteignaafsláttar og jaðarskatta í Garðabæ og víðar“ eins og blaðið orðar það. Fréttin á rætur að rekja til bréfs sem ég skrifaði bæjarstjórn Garðabæjar 22. febrúar s.á. Tilefni bréfsins var að ég rak mig á ákvæði um afslátt af fasteignagjöldum þegar mér barst álagningarseðill v. þessara gjalda. Ekki svo að þessi ákvæði snerti mig heldur furðaði ég mig á jaðaráhrifum þessara afsláttar. Frásögnin í Fréttablaðinu er ekki runnin undan mínum rifjum en úr því að bréfið er  komið á flakk er rétt að birta það í heild hér: … lesa áfram »

Feb 11 15

Tímabært að gera umbætur á fyrirkomulagi kosninga

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 11. febrúar 2015.]

Fyrirkomulag kosninga til Alþingis hefur verið sífelldum breytingum háð allt frá fyrstu tíð. Síðustu meginbreytingar tóku gildi 1959, 1987 og 2000.

Búsetuflutningar á landinu hafa einkum verið tilefni þessara breytinga. Í kjölfar tilfærslu fólks frá dreifbýli til þéttbýlis hefur risið krafa um jöfnun vægis atkvæða eftir búsetu svo og krafa um hlutfallslega rétta skiptingu þingsæta á milli flokka. Jafnframt hefur einatt verið kallað eftir raunhæfu persónukjöri, þ.e.a.s. því að kjósendur fái vald til að ráða því hvaða frambjóðendur nái kjöri.

Alltaf hafa þessar breytingar verið hálfkveðin vísa: Misvægi atkvæða eftir búsetu hefur verið minnkað, … lesa áfram »