Skip to content

Færslur í flokknum ‘Persónukjör’

Nov 27 11

Rétt og rangt um kosningakerfi Stjórnlagaráðs

Höfundur: Þorkell Helgason

[Pistill þessi birtist í Fréttablaðinu 9. ágúst 2011]

Stjórnlagaráð hefur skilað þjóð og þingi heildartilllögum að nýrri stjórnarskrá. Nú þarf að hefjast upplýst og vönduð umræða um tillögurnar. Fjölmiðlar hafa þar ábyrgðarmiklu hlutverki að gegna. Úrtöluraddir mega ekki einar heyrast.

Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, hefur haft uppi hörð orð um fyrirkomulag um kosningar til Alþingis í tillögum Stjórnlagaráðs, m.a. í Fréttablaðinu. Hér verður þó málflutningur Hauks í fréttum á Stöð 2 hinn 6. ágúst undir fyrirsögninni „Persónukjör án kjördæma marklaust“ einkum gerður að umtalsefni.

Flokkar og fólkið

Möguleikar kjósenda til að velja sér þingmenn fóru síminnkandi alla síðustu öld. Kjósendur standa … lesa áfram »

Apr 16 11

Hvað þurfa margir að strika út mann til að hann færist niður?

Höfundur: Þorkell Helgason

Í kjölfar sveitarstjórnarkosninga 29. maí 2010 er spurt hver sé munurinn á mati á útstrikun (og öðrum breytingum á kjörseðlum) annars vegar samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis og hins vegar samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna. Um þetta er ítarlega fjallað í niðurlagi greinargerðar um þingkosningarnar 2003 annars staðar á þessum vef.  Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér.

Hér verður því ekki farið út í aðferðafræðina en útfærslurnar bornar saman í eftirfarandi töflu þar sem því er svarað sem oftast er spurt um í þessu sambandi: „Hve stór hluti kjósenda lista þarf að strika … lesa áfram »

Feb 18 11

Lærdómur af örlögum stjórnlagaþingskosningar

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist í Fréttatímanum 18. febrúar 2011]

Meginlærdómurinn er sá að enn á ný sjáum við hvað við erum fá og smá. Sumir segja að við bætum fámennið upp með sérstökum dugnaði og gáfum auk þessa íslenska séreinkennis að láta hlutina „reddast“. Þetta er 2007-hugsun, svo notað sé nútímamál. Það má ekki vera okkar haldreipi lengur að treysta á að hlutirnir bjargist einhvern veginn. Við verðum að vera raunsæ, taka tillit til smæðarinnar, leita einfaldra lausna og róa óhikað á erlend mið eftir fyrirmyndum, svo að fá hollráð séu nefnd. Umfram allt verðum við að nýta vel það takmarkaða … lesa áfram »

Nov 25 10

Kosningaraðferðin hyglir ekki nýnasistum – Reginfirra leiðrétt

Höfundur: Þorkell Helgason

Einar Júlíusson ritar 24. nóv. s.l. grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni Er nokkur nýnasisti í framboði? Þessi grein byggir því miður á reginmisskilningi á þeirri kosningaraðferð sem beitt er við kosninguna til stjórnlagaþings. Aðferðin hefur verið nefnd forgangsröðunaraðferð en er oftast auðkennd með skammstöfuninni STV erlendis.

Einar gengur út frá því að 100.000 kjósendur greiði atkvæði og velji á milli 500 frambjóðenda. Einn þeirra vill hann kalla nýsnasista og sá hljóti 4.000 atkvæði að 1. vali hjá fylgismönnum sínum. Atkvæði hinna 96.000 kjósenda skiptist handahófskennt á milli frambjóðendanna 499 og raðist einhvern vegin á seðla þeirra. Hver þessara 499 fái … lesa áfram »

Nov 25 10

Þeir síðustu í talningunni munu ekki verða fyrstir – Misskilningur leiðréttur

Höfundur: Þorkell Helgason

Hinn 24. nóv. s.l. birtist grein eftir Sigurð F. Sigurðsson í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni Furðuleg nýting atkvæða. Í fyrrihluta greinarinnar vísar höfundur til kynningarblaðs sem dóms- og mannréttindaráðuneytið hefur sent á öll heimili þar sem meðal annars er leitast við að skýra hvernig atkvæði eru talin í komandi kosningu til stjórnlagaþings. Lýsingin, sem er væntanlega sú á öftustu opnu blaðsins, er því miður ekki nægilega skýr enda misskilur greinarhöfundur aðferðina og leggur því rangt út af henni. Málið fjallar um það hvernig atkvæði færast frá þeim sem náð hefur kjöri til þeirra sem tilgreindir eru að næsta vali hjá viðkomandi … lesa áfram »

Nov 22 10

Landið eitt kjördæmi – en meira þarf til

Höfundur: Þorkell Helgason

Kosningafræði af ýmsu tagi er sá  málaflokkur sem verður mitt sérsvið ná ég kjöri á stjórnlagaþingið.  Því kann að virðast einkennilegt að ég hafi ekki tjáð mig ítarlega um þau mál fyrr en nú, á lokastigi kosningarbaráttunar, ef baráttu skyldi kalla! Ein meginástæða þessa hiks er sú að ég tel mig hafa margt annað fram að færa og vil ekki bjóða mig fram til þingsins einungis sem kosningafræðingur! Nú er ekki lengur til setunnar boðið.

Kosningamál hafa verið mér hugleikin nær alla mína starfsæfi. Fyrir stærðfræðinga eins og mig er málaflokkurinn afar áhugaverður. Bein afskipti mín af kosningamálum hófust strax … lesa áfram »

Nov 11 10

Ferð þú með 25 eða eitt atkvæði kjósandi góður?

Höfundur: Þorkell Helgason

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin:

Kjörið í stjórnlagaþingskosningunum byggir á forgangsröðun kjósenda, nokkuð sem ekki kemur glögglega fram í opinberri kynningu. Hver kjósandi fer aðeins með eitt atkvæði, ekki 25 eins margir halda. Röðunin á kjörseðilinn skiptir því meginmáli. Sá frambjóðandi sem kjósandinn setur efstan á kjörseðilinn fær fyrstur tækifæri til að nýta sér atkvæðið. Fá hann of lítið fylgi til að eiga möguleika á kjöri færist atkvæðið til þess sem er næstur að vali kjósandans og svo koll af kolli. Ef sá sem er í efsta valínu flýgur á hinn bóginn inn á miklu fylgi … lesa áfram »

Nov 6 10

Þú hefur aðeins eitt atkvæði, röðun skiptir meginmáli

Höfundur: Þorkell Helgason

Á vefsíðunni kosning.is má finna flipann Kynning á frambjóðendum til stjórnlagaþings. Þar er hægt að tína  til frambjóðendur og raða þeim á hjálparkjörseðil. Kjósendur geta raðað á þennan hjálparseðil hvenær sem tóm gefst til, hann er sjálfkrafa vistaður. Að lokum getur kjósandinn prentað seðilinn út og haft hann með sér á kjörstað. Dvölin í kjörklefanum þarf þá ekki að vera löng; einungis til að færa auðkennistölur af hjálparseðlinum yfir á hinn eiginlega kjörseðil.  Þetta er þakkarvert framtak og hvetja verður kjósendur að nýta sér þetta mikilvæga hjálpartæki.

Á vefsíðunni kemur því miður ekki fram að röð frambjóðenda skiptir meginmáli. Margir … lesa áfram »

Oct 20 10

Kosningin til stjórnlagaþings í hnotskurn

Höfundur: Þorkell Helgason

Fjöldi fulltrúa: Kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember. Meira en 500 frambjóðendur eru í boði. Kosnir verða a.m.k. 25 fulltrúar sem kann að fjölga í 31 til  að jafna kynjahlutföllin.
Auðkennistala: Hverjum frambjóðanda verður úthlutað sérstakri fjögurra stafa auðkennistölu. Kjósendur skulu færa þessar auðkennistölur á sjálfan kjörseðilinn sem hefur rúm fyrir 25 slíkar tölur.
Prufukjörseðill: Upplýsingum um frambjóðendur og auðkennistölur þeirra verður dreift í hús ásamt prufukjörseðli.
Forgangsröðun: Kjósandinn velur sér allt að 25 frambjóðendur og raðar þeim í forgangsröð á kjörseðlinum. Efst setur hann auðkennistölu þess sem hann leggur mest kapp á að nái kjöri, síðan auðkennistölu þess sem … lesa áfram »

May 17 09

Um persónukjör

Höfundur: Þorkell Helgason

Helstu leiðir til að gera kjósendum kleift að ráða vali á frambjóðendum í meira eða minna mæli
Í þjóðmálaumræðu undanfarið hefur persónukjör borið mjög á góma, þ.e. möguleikar kjósenda til að velja sér þingmannsefni á framboðslistum.

Í grein þessari eru reifaðir helstu möguleikar í þessum efnum.

Ítarlega er fjallað um tölulegt uppgjör á kosningum með persónukjöri.

Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér lesa áfram »