Skip to content

Færslur í flokknum ‘Tillögur stjórnlagaráðs’

May 12 16

Bessastaðir og borgarstjóri Lundúna

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 12. maí 2016 svo og á visir.is undir heitinu “Bessastaðir og Mansion House”; sjá http://www.visir.is/bessastadir-og-mansion-house/article/2016160519728. Hér er hún birt lítillega breytt, einkum í ljósi þess að mér var bent á að borgarstjórinn umræddi byggi ekki í Mansion House! ]

Hvað er sameiginlegt með þessu tvennu? Það eitt að kosið er almennum kosningum til ábúðar á Bessastöðum og til forsætis Lundúnaborgar. En það er þó gjörólíkt hvernig menn komast til valda á þessum tveimur stöðum. Framundan er að velja næsta bónda á Bessastöðum. Það verður gert með svokallaðri meirihlutakosningu. Sá vinnur sem flest fær atkvæðin, óháð … lesa áfram »

Apr 6 16

Er ein kráka í hendi betri en tvær í skógi?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Pitill þessi birtist í Fréttablaðinu 6. apríl 2016]

Greinarhöfundur fjallaði hér í Fréttablaðinu 2. apríl sl. um innihaldið í frumvarpsdrögum stjórnarskrárnefndar sem kynnt hafa verið. (Því miður hefur uppsetningin brenglast lítillega í blaðinu en rétt upp setta má finna greinina á vefsíðunni visir.is;http://www.visir.is/hvad-sagdi-stjornlagarad-um-tillogur-stjornarskrarnefndar-/article/2016160409845.)

Nú verður haldið áfram og hugað að framvindu málsins.

Staðan nú

Nú, nær fimm árum eftir að stjórnlagaráð lagði fram heildardrög að nýrri stjórnarskrá, búum við enn við þá gömlu, óbreytta. Við, sem viljum nýja stjórnarskrá byggða á þeim grundvelli sem stjórnlagaráð lagði, verðum að spyrja okkur hvort við teljum tillögur stjórnarskrárnefndar spor í rétta átt, áfangasigur, … lesa áfram »

Apr 3 16

Hvað sagði stjórnlagaráð um tillögur stjórnarskrárnefndar?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Pistill þessi birtist í Fréttablaðinu, 2. apríl 2016. Uppsetningin er þar lítilega brengluð, en hér rétt.]

Stjórnarskrárnefnd sú er skipuð var 2013 hefur lagt fram drög að frumvörpum um breytingar á þremur meginþáttum núgildandi stjórnarskrár; nánar tiltekið um þjóðaratkvæðagreiðslur, umhverfisvernd og náttúruauðlindir.

Stjórnlagaráð sem starfaði sumarið 2011 fjallaði um öll þessi atriði og tók á þeim í frumvarpsdrögum sínum. Ítarlegan samanburð á tillögum nefndarinnar og ráðsins er að finna á vefsíðunni http://thorkellhelgason.is/?p=2395. Um margt gengur stjórnarskrárnefnd skemur en stjórnlagaráð.

Nefndin og ráðið

Undirritaður hnýtur einkum um eftirfarandi atriði þar sem stjórnlagaráð og stjórnarskrárnefnd greinir á:

  1. Stjórnlagaráð lagði til að
lesa áfram »
Mar 24 16

Forsetakosningarnar mega ekki verða markleysa

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu, 23. mars 2016 á bls. 19. Einnig á vefsíðunni http://www.visir.is/forsetakosningarnar-mega-ekki-verda-markleysa/article/2016160329696 ásamt viðbót sem athugasemd.]

Forsetakosningar verða haldnar í lok júní. Þegar hefur á annan tug karla og kvenna tilkynnt um framboð og fleiri liggja undir feldi. Einhverjir kunna að heltast úr lestinni en engu að síður gætu kjósendur þurft að velja á milli 10 til 20 frambjóðenda. Hætt er við því að margir fórni höndum og láti hjá líða að kjósa. Enn verra er að forseti kynni að verða valinn með litlum stuðningi kjósenda, e.t.v. um 15% þeirra sem þátt taka í kosningunni, og enn lægra hlutfalli … lesa áfram »

Mar 6 16

Athugasemdir við tillögur stjórnarskrárnefndar

Höfundur: Þorkell Helgason

Stjórnarskrárnefnd hefur kynnt tillögur sínar um breytingar á þremur meginþáttum í gildandi stjórnarskrá. Ég tel að endurskoða eigi stjórnarskrána í heild sinni á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs eins og 2/3 hluti þátttakenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 vildi. Engu að síður hef ég sent nefndinni erindi með umsögn, athugasemdum og betrumbótum á þessum tillögum.

Erindi mitt má kalla fram með því að styðja hér á heiti þess: Athugasemdir Þorkels Helgasonar við frumvarpsdrög stjórnarskrárnefndar

Meginatriði í athugasemdum mínum við frumvarpsdrög stjórnlaganefndar eru þessi:

Um þjóðaratkvæðagreiðslur

  • Ekki er gerður ágreiningur um að krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu verði að koma frá a.m.k. 15% kosningabærra manna.
  • Sá fjögurra
lesa áfram »
Mar 4 16

Aðferðir við sameiginlegar ákvarðanir þings og þjóðar

Höfundur: Þorkell Helgason

[Lítilega endurskoðað í des. 2018]

Stjórnarskrárnefnd sú sem starfaði 2013-2016  skilaði tillögum um nokkrar mikilvægar breytingar á stjórnarskránni. Ein þeirra lýtur að því hvernig kjósendur geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um nýsamþykkt lög frá Alþingi. Þar er settur þröskuldur sem þannig er orðaður:

„Til þess að hnekkja lögum þarf meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur [25%] kosningarbærra manna, að synja þeim samþykkis.“

Slíkt ákvæði um stuðningslágmark órökrétt og styðst ekki við nein viðmið. Hvers vegna ekki 20% eða 30%? Þar nægir ekki að segja að 25% hafi verið málamiðlun í nefndinni. Þá er ávallt sá galli á ákvæði sem þessu að það … lesa áfram »

Feb 20 16

Tillögur stjórnarskrárnefndar birtar 19. febrúar 2016 í samanburði við tillögur stjórnlagaráðs (endurskoðað)

Höfundur: Þorkell Helgason

[Samanburðarskjalið sem hér er vísað til hefur verið snyrt og einfaldað nokkuð 21. feb. 2016, eftir ábendingar frá glöggum lesendum. Vinsamlega látið vita ef þið rekist á eitthvað sem betur má fara.]

Stjórnarskrárnefndin sem skipuð var 2013 hefur nú birt drög að þrennum breytingum á stjórnarskránni.
Hér er samanburður gerður á þessum tillögum og samsvarandi ákvæðum í tillögum stjórnlagaráðs, bæði þeim upphaflegu svo og eins og þær lágu fyrir eftir breytingar þær sem meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gerði á þeim í meðförum þingsins á s.l. kjörtímabili. Frestur til að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin er til þriðjudagsins 8. mars 2016. Athugasemdir … lesa áfram »

Feb 8 16

Samanburður á tillögum stjórnarskrárnefndar (eins og þær lágu fyrir 20. jan. 2016) og stjórnlagaráðs, ásamt athugasemdum

Höfundur: Þorkell Helgason

[Endurskoðað 9. febrúar 2016.]

Stjórnarskrárnefndin sem skipuð var 2013 starfar mjög leynt. Þó hefur lekið út hvað hún er að bauka. Vísa ég þar til skjals sem Píratar hafa birt.
Hér er samanburður gerður á þessum tillögum og samsvarandi ákvæðum í tillögum stjórnlagaráðs, bæði þeim upphaflegu svo og eins og þær lágu fyrir eftir breytingar þær sem meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gerði á þeim í meðförum þingsins á s.l. kjörtímabili.

Auk samanburðarins geri ég í fyrsta dálki skjalsins athugasemdir og spyr spurninga um þessar tillögur stjórnarskrárnefndarinnar.

Fólk er hvatt til að kynna sér málið! Látið mig líka vita ef þið … lesa áfram »

Jun 2 15

“45 þúsund skrifa undir áskorun: Ný stjórnarskrá hefði tryggt auðlindir í þjóðareign”

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi pistill með viðtali birtist á vefmiðlinum Stundin 31. maí 2015. Hann er hér endurbirtur án mynda, en skjalið með myndum má finna á Viðtal við ÞH á Stundinni]

Undirskriftarsöfnun farið fram úr björtustu vonum, segir Þorkell Helgason prófessor. „Stóru vonbrigðin voru að niðurstöður stjórnlagaráðs hafa algjörlega dagað uppi.“

Fréttir

  1. maí 2015, kl. 18:15

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

ingibjorg@stundin.is

Meira en 45 þúsund hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu öllum lögum sem myndu heimila ráðstöfun fiskveiðiheimilda til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í … lesa áfram »

May 6 15

Kvótakerfið er gott – en byggt á siðferðilegum sandi

Höfundur: Þorkell Helgason
Kvótakerfið er gott - en byggt á siðferðilegum sandi
ÞORKELL HELGASON SKRIFAR

Vart er lengur um það deilt að stjórna þarf aðgengi að takmörkuðum auðlindum eins og veiðum úr fiskistofnun. Takmörkun á afla getur verið með ýmsu móti en flestir hag- og fiskifræðingar virðast orðnir sammála um að skilvirkasta kerfið er kvótakerfi. Hagkvæmnin í veiðunum er best tryggð með því að kvótarnir séu eins og hver önnur aðföng, t.d. olía og veiðarfæri, sem afla má á markaði allt eftir því sem

lesa áfram »