Skip to content

Færslur frá August, 2011

Aug 26 11

Ný stjórnarskrá: Atkvæði skapa þingmenn

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 26. ágúst 2011. Þar þurfti að leiðrétta mistök sem voru í pistli næst á undan. Hér þarf þess ekki og breytist textinn nokkuð í samræmi við það.]

Áfram verður fjallað um fyrirkomulag kosninga til Alþingis eins og það er samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs. Nú verður rætt um úthlutun þingsæta. Minnt skal á frá fyrri pistlum að gert er ráð fyrir að kjósendur geti valið frambjóðendur af listum fleiri en eins flokks. Alþingi er þó heimilt að einskorða valmöguleikana við lista sama flokks.

Hvernig er talið?

Kjörseðill

Atkvæði eru ýmist greidd listum eða einstökum frambjóðendum. Tillögurnar segja vísvitandi … lesa áfram »

Aug 25 11

Búngaló að rísa hornskakkt á Skálholtskirkju

Höfundur: Þorkell Helgason
Mynd af Skálholtskirkju og Þorláksbúðum

Myndina af Skálholtskirkju tók Eiður Guðnason 12. ágúst 2011. Norðaustan við kirkjuna sést upphleðsla sú sem þegar er komin ofan á tóft Þorláksbúðar. Innfelda myndin sýnir hýsið sem stendur til að rísi þarna á kirkjuhólnum og kynnt er á spjaldi sem grillir í norðan við tóftina.

[Þessi grein birtist í Morgunblaðinu 25. ágúst 2011]

Í Kristnihaldi undir Jökli hefur Umbi eftir biskupi „að risin væri höfuðósmíð fyrir vestan“ en þar er sú kirkja sem séra Jón Prímus telst þjóna. Umbi staðfestir þetta: „Það er eitt fyrir sig að ekki hafa þeir getað látið þetta ferlíki standa samhliða kirkjunni, heldur hornskakt … lesa áfram »

Aug 19 11

Ný stjórnarskrá: Persónur í boði

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum  19. ágúst 2011, en þá með rangri töflu]

Haldið verður áfram að fjalla um fyrirkomulag kosninga til Alþingis eins og það er í tillögum stjórnlagaráðs. Nú verður rætt um persónukjörsþátt tillagnanna.

Frambjóðendur eða flokkar

Kosningakerfi má draga í dilka eftir því hvort boðnir eru fram einstaklingar eða flokkslistar. Hið fyrra er meginreglan í enskumælandi löndum en hið síðara á Norðurlöndum og í hinum þýskumælandi heimi. Þróun hefur verið í þá átt að leyfa kjósendum að hafa aukin áhrif á það hvaða frambjóðendur veljast til þingsetu, þótt á listum séu. Slíkt er til hægðarauka nefnt persónukjör, en … lesa áfram »

Aug 12 11

Ný stjórnarskrá: Landið eitt kjördæmi – eða hvað?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum  12. ágúst 2011]

Eitt meginverkefni okkar sem sátum í stjórnlagaráði var að leggja til stjórnarskrárákvæði um fyrirkomulag kosninga til Alþingis. Þingið hafði beinlínis kallað eftir því. Sama gerði þjóðfundurinn haustið 2010. Meginatriðin í tillögum ráðsins eru nýskipan kjördæma og persónukjör. Um þetta mikilvæga viðfangsefni verður fjallað í þessum og næstu pistlum.

Kjördæmi, eitt eða fleiri?

Mörg okkar vildum leggja niður kjördæmin og viðhafa landskjör einvörðungu. Fyrir því færðum við ýmis rök, svo sem að þingmenn sem kosnir eru á landsvísu hugsi best um hagsmuni heildarinnar. Aðrir töldu nauðsynlegt að tengja framboð afmörkuðum kjördæmum, ella myndu tengsl … lesa áfram »

Aug 5 11

Ný stjórnarskrá: Grunnur að traustara samfélagi

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 5. ágúst 2011]

„Allir hafa meðfæddan rétt til lífs.“ Það var Freyja Haraldsdóttir, hin ötula baráttukona í stjórnlagaráði fyrir rétti lítilmagna, sem lagði þessa grein til í nýja stjórnarskrá og hún var samþykkt samhljóða í ráðinu. Er þetta einungis merkingarlaus fagurgali? Nei, þetta er ein viljayfirlýsinga um að öll viljum við bæta samfélagið. Þau okkar sem njóta heilbrigðis og bjargálna eiga að leggja sitt af mörkum, hvert eftir sinni getu, til að létta undir með þeim sem minna mega sín. Samfélagssáttmáli, sem stjórnarskrá er, veitir okkur ekki aðeins réttindi, svo sem til eignaverndar, réttlætis eða kosningaréttar. … lesa áfram »