Skip to content

Færslur frá March, 2012

Mar 29 12

Nýjar spurningar í þjóðaratkvæðagreiðslu

Höfundur: Þorkell Helgason

Að kvöldi 28. mars 2012 gekk meiri hluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis frá nýju uppleggi spurninga sem leggja eigi fyrir þjóðina samhliða forsetakosningum í sumar.  Í fljótu bragði virðast spurningarnar nú mun skýrari en þær upprunanlegu, einkum þó aðalspurningin um afstöðu til frumvarps stjórnlagaráðs.

Seinni umræða um málið hefst kl. 10:30 nú 29. mars. Þingið verður að afgreiða málið í dag eigi það að verða a af þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Texti nefndarmeirihlutans er nú svona:

    “Alþingi ályktar að tillögur að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga sem stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis 29. júlí 2011 og álitaefni þeim tengd skuli borin upp í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sbr. … lesa áfram »

Mar 28 12

Um spurningar í ráðgerðri þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs

Höfundur: Þorkell Helgason

Þegar þetta er skrifað um miðjan dag 28. mars 2012 er að hefjast í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd síðasti fundur um ráðgerða þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Þar sem mér finnst að margt þurfi laga í fyrirliggjandi spurningum gat ég ekki orða bundist og sendi þingnefndinni eftirfarandi:

Til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Ég hef legið talsvert yfir texta þingsályktunartillögu á málsnr. 636 og hlustað á hluta af 1. umræðu um málið. Því leyfi ég mér að leggja orð í belg og gauka að nefndinni orðalagi spurninga sem mér persónulegra finnst skýrara og rökréttara en það sem fram kemur í fyrirliggjandi tillögu.

Ég … lesa áfram »