Skip to content

Færslur í flokknum ‘Morgunblaðið’

Mar 24 16

Gömul Moggrein um kvótamálið sem heldur enn gildi sínu!

Höfundur: Þorkell Helgason

Sem allungur reiður maður skrifaði ég grein í Morgunblaðið 4. nóvember 1987 um kvótamálið, sem á því miður enn við.
Fyrirsögnin segir allt um það “Opinber kvótasala tryggir hagkvæma og sanngjarna stjórn fiskveiða”

32822981

 … lesa áfram »

Jun 15 15

Staksteinar villa um fyrir fólki og forseta

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Morgunblaðinu 12. júní 2015.]

Í Staksteinum Morgunblaðsins 9. júní sl. er spjótum beint að undirskriftasöfnuninni Þjóðareign.is þar sem skorað er á forsetann „að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“ Auk hefðbundinnar aulafyndni í þessum ritstjórnardálki er farið með rangfærslur.

Í fyrsta lagi segir í Staksteinum: „Það er of seint að skora á forsetann að skrifa ekki undir … frumvarp [um makrílkvóta], … lesa áfram »

Aug 3 14

Skálholtshátíð

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Morgunblaðinu 19. júlí 2014.]

Eftir Eið Svanberg Guðnason, Hörð H. Bjarnason, Jón Hákon Magnússon, Ormar Þór Guðmundsson, Þorkel Helgason og Vilhjálm Bjarnason

clip_image002

Skálholtskirkja, — Morgunblaðið/Brynjar Gauti

“Kirkjan er klettur sem skal verða manninum leiðarljós. Á hana skal ekkert skyggja.”

Ísland er líklega eina landið í veröldinni þar sem kristni hefur verið frá upphafi byggðar. Ef til vill voru hér í landi írskir einsetumenn sem iðkuðu trú sína hér fyrir landnám og einnig voru nokkrir landnámsmenn kristnir. Svo var það árið 999 að leiðtogi heiðinna, Þorgeir lögsögumaður, úrskurðaði að einn siður skyldi vera lögtekinn, í þágu þjóðareiningar.

Fyrir kristnum … lesa áfram »

Jul 1 14

Stórhátíð að hefjast í Skálholti

Höfundur: Þorkell Helgason

[Greinarstúfur þessi birtist í Morgunblaðinu 1. júlí 2014] 

Þorkell Helgason

Þorkell Helgason

Skálholt hefur um aldir verið partur af þjóðarsálinni. Svo er enn eins og sannast hefur á þeim mikla og maklega áhuga sem ópera Gunnars Þórðarsonar hefur vakið, en í henni er fjallað um ástir í meinum á sjálfu biskupssetrinu, ástir þeirra Ragnheiðar og Daða. Sagt hefur verið að Ragnheiður hafi leikið á klavíkord en fátt er þó vitað um tónlistariðkun í Skálholti á öldum áður. Hitt er víst að nú er hafin í fertugasta sinn ein elsta og umfangsmesta tónlistarhátíðin á landinu, Sumartónleikar í Skálholtskirkju, og í þetta sinn er … lesa áfram »

Feb 19 14

Skemmdarverk á Skálholti

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Morgunblaðinu 19. febrúar 2014.]

Kirkjuráð, sem virðist hafa náð öllum völdum innan þjóðkirkjunnar, hefur ákveðið að leigja veitinga- og gistiþjónustu í Skálholti undir hótelrekstur. Áformum um að slá líka vígslubiskup af virðist þó hafa verið frestað.
Hvað gengur mönnum til? Sagt er að rétta þurfi fjárhag staðarins við. Núverandi vígslubiskup er þegar búinn að því. Hann tók að vísu við allmiklum skuldum en þær verða seint greiddar af staðnum einum. Vissulega hefur fjárhagur þjóðkirkjunnar versnað eftir hrun og taka þarf á því máli. Í þeim efnum er margt sem grípa má til sem veldur ekki þjóðarskaða eins og … lesa áfram »

Nov 19 13

Hrindum atlögunni að Skálholti !

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Morgunblaðinu 19. nóvember 2013]

Þorkell Helgason:

Uppbygging

Skálholt var í raun höfuðstaður landsins um aldir. Síðan hallaði undan fæti og um miðja síðustu öld var þar orðið lítt meira en stekkur. En þá spratt upp hreyfing um endurreisn staðarins en fyrir henni stóð einn mesti kirkjuhöfðingi seinustu aldar, sr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Allt gekk undravel. Vinir staðarins nær og fjær, ekki síst annars staðar á Norðurlöndunum, gáfu fé og önnur verðmæti sem dugðu til að reisa þá göfugu höfuðkirkju sem þar stendur, verk Harðar Bjarnasonar húsameistara og hans manna, skreytt ómetanlegum listaverkum þeirra Nínu Tryggvadóttur og Gerðar Helgadóttur. … lesa áfram »

Aug 25 11

Búngaló að rísa hornskakkt á Skálholtskirkju

Höfundur: Þorkell Helgason
Mynd af Skálholtskirkju og Þorláksbúðum

Myndina af Skálholtskirkju tók Eiður Guðnason 12. ágúst 2011. Norðaustan við kirkjuna sést upphleðsla sú sem þegar er komin ofan á tóft Þorláksbúðar. Innfelda myndin sýnir hýsið sem stendur til að rísi þarna á kirkjuhólnum og kynnt er á spjaldi sem grillir í norðan við tóftina.

[Þessi grein birtist í Morgunblaðinu 25. ágúst 2011]

Í Kristnihaldi undir Jökli hefur Umbi eftir biskupi „að risin væri höfuðósmíð fyrir vestan“ en þar er sú kirkja sem séra Jón Prímus telst þjóna. Umbi staðfestir þetta: „Það er eitt fyrir sig að ekki hafa þeir getað látið þetta ferlíki standa samhliða kirkjunni, heldur hornskakt … lesa áfram »

Feb 17 11

Stjórnlagaþingið í Morgunblaðinu

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist á mbl.is 17. febrúar 2011 og í styttri gerð á 22. síðu Morgunblaðsins sama dag. Því miður hafa skáletur og gæsalappir utan um tilvitnanir farist fyrir hjá Mogganum. Lesið því heldur grein þessa hér.]

Hvers vegna verður orðræða um þjóðmál á Íslandi svo oft að skætingi eða aulafyndi um leið og gert er lítið úr þeim sem eru annarrar skoðunar, þeir gerðir tortryggilegir í hvívetna eða þeim jafnvel gerðar upp illar hvatir? Hvers vegna er lítt hirt um staðreyndir heldur kastað fram fullyrðingum án rökstuðnings, einatt án þess að minnsta tilraun sé gerð til að grafast fyrir … lesa áfram »

Sep 9 07

Tengiltvinnbílar skulu þeir heita

Höfundur: Þorkell Helgason

Grein fengin af Mbl.is, skrifuð Sunnudaginn 9. september, 2007

UMRÆÐA um rafbíla er að aukast. Lengi vel var þá aðeins átt við bíla sem ganga alfarið fyrir rafmagni sem geymt er á rafhlöðum í bílunum. Þróun í gerð rafhlaðna í því skyni hefur þó ekki verið sem skyldi; rafhlöðurnar hafa ekki getað geymt nægilegt rafmagn til að akstursvegalengd á milli endurhleðslna væri viðunandi. En með gerð svokallaðra tvinnbíla hafa skapast ný viðhorf. Á útlensku kallast þeir “hýbrid-bílar”, en það eru bílar sem ganga í raun fyrir bensíni eða olíu, en nota jafnframt rafhreyfil og rafhlöðu til að auka nýtni eldsneytisins. … lesa áfram »

Mar 7 07

Stjórnkerfið og vistvænir bílar – Morgunblaðið úti að aka?

Höfundur: Þorkell Helgason

Grein fengin af Mbl.is, skrifuð Miðvikudaginn 7. mars, 2007

Þorkell Helgason gerir athugasemdir við Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins

Í REYKJAVÍKURBRÉFI Morgunblaðsins 3. mars sl. eru athyglisverð skrif um nauðsyn þess að draga úr hvers konar mengun af völdum bílaumferðar, þar með talin losun bíla á gróðurhúsalofttegundum. Ritari Reykjavíkurbréfsins hvetur til aðgerða af hálfu hins opinbera og segir m.a.: “Í ljósi þess að ríkisvaldið getur með skattlagningu sinni ráðið miklu um útsöluverð bifreiða er nærtækt að spyrja af hverju sé ekki byrjað að undirbúa það í fjármálaráðuneytinu að breyta innflutningsgjöldum á bifreiðum til sama horfs og í Noregi.” Framar í bréfinu hafði bréfritari … lesa áfram »