Skip to content

Greinar og pistlar

Ég hef margt skrifað um ævina, í blöð, tímarit, skýrslur. Hér á eftir eru upptalin og birt nokkur helstu skrif mín sem tengst geta framboði mínu til stjórnlagaþings. Kjósendur geta þannig áttað sig á sjónarmiðum mínum. En ég ítreka að ég vil fyrst og fremst vinna á stjórnlagaþingi að góðri sátt og geri mér þá fulla grein fyrri því að ég mun ekki ná öllum mínum sjónarmiðum fram.

Flokkar:

Nov 23 10

Viðtölin á Rúv og ÍNN

Höfundur: Þorkell Helgason

Slóð inn á viðtalið sem Ævar Kjartansson tók við mig um helgina

http://podcast.ruv.is/stjornlagathing/2853.mp3

Og ef enn skildi vera eftirspurn eftir viðtalinu sem Ingvi Hrafn tók við mig á dögunum þá er það hér:

http://inntv.is/Horfa_%C3%A1_%C3%BE%C3%A6tti/Hrafna%C3%BEing$1288828860… lesa áfram »

Nov 22 10

Framboðskynning hjá RÁS 1

Höfundur: Þorkell Helgason

Ríkisútvarpið hefur verið að taka upp stutt viðtöl við frambjóðendur sem verða síðan send út næstu daga. Eftirfarandi eru punktar sem ég hafði mér til handargagns í þessari upptöku. Hér má segja að stefnuskrá mín og tilefni framboðs míns birtist í hnotskurn:

Þarf að breyta stjórnarskrá lýðveldisins núna? Hverju helst?

  • Fyrst vil ég segja að núgildandi stjórnarskrá er um margt góð enda samin undir áhrifum af frelsisanda nítjándu aldar.
  • Ég sé fyrir mér að stjórnarskráin hefjist á fögrum orðum um að það sé hlutverk alls almannavalds að vernda fólkið og virða reisn mannsins.
  • Ég vil styrkja þingræðið, það fyrirkomulag að
lesa áfram »
Aug 21 10

Tilboðsleið: Ráðstöfun aflahlutdeilda með samþættingu endurúthlutunar og tilboðsmarkaðar

Höfundur: Þorkell Helgason

Að ósk formanns Starfshóps um endurskoðun á lögum um fiskveiðistjórnun, Guðbjarts Hannessonar alþm., reifum við í greinargerð þessari leið um breytt fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar sem grundvallast á hugmynd um innköllun aflahlutdeilda og endurúthlutun þeirra að stærstum hluta en endurráðstöfun þess sem inn er kallað á opinberum tilboðsmarkaði.

Okkur er ekki ætlað það pólitíska hlutverk að velja leið og munum því að mjög litlu leyti bera þessa grunnleið saman við hugsanlegar aðrar leiðir. Á hinn bóginn reifum við möguleg afbrigði af grunnleiðinni m.a. með vísan til kosta hennar og galla.

Ekki eru gerðar tillögur um lagabreytingar á þessu stigi enda þarf fyrst … lesa áfram »

Sep 29 09

Hvers konar verðtrygging?

Höfundur: Þorkell Helgason

Grein fengin af Visir.is, skrifuð 29. sep. 2009

Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi, hefur lagt til að verðtrygging lána miðist fremur við laun en neysluverð. Þannig tengist greiðslubyrðin beint við afkomu lángreiðenda. Hængurinn er sá að til lengdar litið hafa laun hækkað meira en verðlag og svo verður vonandi í framtíðinni. Í frétt á forsíðu Fréttablaðsins í gær er t.d. bent á að launavísitala hafi hækkað um 29% umfram vísitölu neysluverðs síðan 1991. Því er hæpið að lántakendum sé greiði gerður með tengingu höfuðstóls við laun.

En til er svipuð en betri lausn. Hún felst í árs­gamalli lagasetningu um greiðslujöfnun á verðtryggðum … lesa áfram »

Sep 7 09

Ekki í mínu nafni

Höfundur: Þorkell Helgason

[Grein fengin af Visir.is, birtist líka í Fréttablaðinu 7. sep. 2009.]

Þorkell Helgason skrifar um kjör aldraðra

Margir kunna að halda af fyrirsögninni að greinarstúfur þessi fjalli um Icesave-málið. Svo er ekki – og þó. Alls kyns talsmenn aldraðra (eða „eldri borgara” eins og það heitir á teprulegu máli) hafa undanfarið andmælt því að stjórnvöld hafa neyðst til að draga úr ríkisútgjöldum og afla tekna m.a. með því að auka skerðingu ellilífeyris vegna annarra tekna.

Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara „mótmælir harðlega”; aðrir spara ekki stóru orðin eins og segja þetta koma frá „siðblind[ri] og svikul[i] ríkisstjórn” eins og fyrrverandi talsmaður

lesa áfram »
Dec 1 06

Minnisblað til stjórnarskrárnefndar 2005 um aðferðir við kjör forseta Íslands

Höfundur: Þorkell Helgason

[Ég sendi stjórnarskrárnefnd þeirri sem skipuð var 2005 minnisblað sem hér má lesa.]

Minnisblaðið hefst þannig:

Ákvæði um kjör forseta Íslands er að finna í 5. gr. stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, en þar segir:
Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt
hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra
manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er
rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án
atkvæðagreiðslu.

Samkvæmt þessu fyrirkomulagi, einfaldri meirihlutakosningu, getur það hæglega gerst að forseti nái kjöri … lesa áfram »

Jun 1 05

Um skilning á 26. gr. stjórnarskrárinnar eftir orðanna hljóðan

Höfundur: Þorkell Helgason

26. gr. stjórnarskrárinnar hljóðar svo:
Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi.

Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.

Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér lesa áfram »

May 8 99

Ákvæði kosningalaga um úthlutun þingsæta

Höfundur: Þorkell Helgason

Grein fengin af Mbl.is Laugardaginn 8. maí, 1999

Allt frá alþingiskosningum 1987 hafa ákveðnar reikniaðferðir gilt við útreikning þingsæta til stjórnmálaflokkanna. Höfundur þeirra er Þorkell Helgason, sem skýrir þær hér,

en þær munu nú verða notaðar síðasta sinni, þar sem kjördæmaskipan hefur verið breytt.

Ákvæði kosningalaga um úthlutun þingsæta

Allt frá alþingiskosningum 1987 hafa ákveðnar reikniaðferðir gilt við útreikning þingsæta til stjórnmálaflokkanna. Höfundur þeirra er Þorkell Helgason , sem skýrir þær hér, en

þær munu nú verða notaðar síðasta sinni, þar sem kjördæmaskipan hefur verið breytt.

Gidldandi lög um kosningar til Alþingis eru frá árinu 1987 og var þeim í … lesa áfram »