Skip to content

Færslur frá April, 2011

Apr 16 11

Hvað þurfa margir að strika út mann til að hann færist niður?

Höfundur: Þorkell Helgason

Í kjölfar sveitarstjórnarkosninga 29. maí 2010 er spurt hver sé munurinn á mati á útstrikun (og öðrum breytingum á kjörseðlum) annars vegar samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis og hins vegar samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna. Um þetta er ítarlega fjallað í niðurlagi greinargerðar um þingkosningarnar 2003 annars staðar á þessum vef.  Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér.

Hér verður því ekki farið út í aðferðafræðina en útfærslurnar bornar saman í eftirfarandi töflu þar sem því er svarað sem oftast er spurt um í þessu sambandi: „Hve stór hluti kjósenda lista þarf að strika … lesa áfram »

Apr 9 11

ICESAVE er prófraun á beint lýðræði

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist í Fréttatímanum 8. apríl 2011]

Þannig hefur oftsinnis háttað til að stutt hefur verið á milli kosninga til sveitarstjórna og kosninga til Alþingis; ár eða minna. Eitt sinn gerði ég lauslega tölfræðilega könnun á úrslitum slíkra kosningapara og fékk sterka fylgni með tilfærslum milli vinstri og hægri í hvorum tveggja kosningunum. Gott ef fylgnin var ekki sterkust milli úrslita í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík og landsúrslita í þingkosningum. Greinilegt var að kjósendur voru oft að „hefna þess í héraði sem hallaðist á Alþingi“.

Það er því miður algengt í öllum kosningum að kjósendur horfi um víðan völl en … lesa áfram »