Skip to content

Greinar og pistlar

Ég hef margt skrifað um ævina, í blöð, tímarit, skýrslur. Hér á eftir eru upptalin og birt nokkur helstu skrif mín sem tengst geta framboði mínu til stjórnlagaþings. Kjósendur geta þannig áttað sig á sjónarmiðum mínum. En ég ítreka að ég vil fyrst og fremst vinna á stjórnlagaþingi að góðri sátt og geri mér þá fulla grein fyrri því að ég mun ekki ná öllum mínum sjónarmiðum fram.

Flokkar:

Apr 16 11

Hvað þurfa margir að strika út mann til að hann færist niður?

Höfundur: Þorkell Helgason

Í kjölfar sveitarstjórnarkosninga 29. maí 2010 er spurt hver sé munurinn á mati á útstrikun (og öðrum breytingum á kjörseðlum) annars vegar samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis og hins vegar samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna. Um þetta er ítarlega fjallað í niðurlagi greinargerðar um þingkosningarnar 2003 annars staðar á þessum vef.  Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér.

Hér verður því ekki farið út í aðferðafræðina en útfærslurnar bornar saman í eftirfarandi töflu þar sem því er svarað sem oftast er spurt um í þessu sambandi: „Hve stór hluti kjósenda lista þarf að strika … lesa áfram »

Feb 3 11

Frumgreining á úrslitum kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010

Höfundur: Þorkell Helgason

Ég hef undanfarnar vikur, allt frá því að talningu lauk í stjórnlagaþingskosningunni, verið að vinna að allítarlegri greinargerð um kosningarúrslitin. Hún fylgir hér með í pdf-formi í tvennu lagi:

GreiningSLÞkosningarUtg3feb2011Fyrra
GreiningSLÞkosningarUtg3feb2011Seinna

Skýrt verður frá niðurstöðunum í fyrirlestri á málfundi Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands kl. 12-13:45 fimmtudaginn 3. febrúar 2011 í Þjóðminjasafninu.

Í samantekt greinargerðarinnar segir:

  • Margt var sérstætt við þessa kosningu. Þetta var landskjör, þ.e. landið var eitt kjördæmi, framboð voru einstaklingsbundin, hreint persónukjör. Kosningin var um margt nýmæli, ekki aðeins hér á landi heldur líka sé leitað samanburðar út í hinn stóra heim.
  • Frambjóðendur skiptust þannig eftir kyni
lesa áfram »
Apr 1 10

Apportionment of Seats to Althingi, the Icelandic Parliament

Höfundur: Þorkell Helgason

Analysis of the Elections
on May 10, 2003, May 12, 2007, April 25, 2009 and April 27, 2013

Thorkell Helgason, PhD
The National Electoral Commission of Iceland
November 2013

Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér lesa áfram »

May 12 07

Greining á úthlutun þingsæta eftir alþingiskosningarnar 12. maí 2007

Höfundur: Þorkell Helgason

Kosningar til Alþingis fóru fram 12. maí 2007 og var þetta í annað sinn sem reyndi á
ný kosningalög, lög nr. 24/2000.
Í greinargerð þessari er fjallað um kosningaúrslitin og úthlutun þingsæta. Meðal
annars er horft til þess hvernig hin nýja skipan hefur reynst í þessum kosningum.

Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér

lesa áfram »