Skip to content

Færslur frá November, 2020

Nov 19 20

Umsögn um þingsályktun um tímabindingu veiðiheimilda

Höfundur: Þorkell Helgason

Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um fyrningar- og uppboðsleið við ráðstöfun á veiðiheimildum. Sjá https://www.althingi.is/altext/151/s/0037.html.

Ég hef sent viðkomandi þingnefnd, atvinnumálanefnd, umsögn þar sem ég lýsi yfir stuðningi við markmið tillögunnar.… lesa áfram »

Nov 11 20

Er erfitt að breyta stjórnarskránni?

Höfundur: Þorkell Helgason

Í þættinum Silfrið í ríkissjónvarpinu sunnudaginn 8. nóvember sl. var viðtal við Cathrine Dupré um stjórnarskrármálið í tilefni af nýútkominni bók sem hún og Ágúst Þór heitinn Árnason ritstýrðu. Sjá https://www.ruv.is/utvarp/spila/silfrid/29054?ep=8l2ifu.

Eins og gengur þegar útlendingar fjalla um íslensk mál skolast ýmislegt til, þótt um margt sé þetta áhugavert viðtal.

Ég hnaut þó sérstaklega um það að spyrlan (Fanney Birna Jónsdóttir) spurði hvort erfitt væri að breyta stjórnarskránni sem nú gildir, þ.e. með ákvæðum þar um í 79. gr. hennar. Katrín franska sagði svo vera, en bætti því við að þjóðin kæmi verulega að breytingarferlinu, jafnvel í þrígang í hvert … lesa áfram »

Nov 9 20

Umsögn um frumvarp um jöfnun atkvæðavægis

Höfundur: Þorkell Helgason

Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um fulla jöfnun atkvæðavægis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins bað mig um umsögn, sem ég gerði og lagði talsverða vinnu í með aðstoð Péturs Ólafs Aðalgeirssonar stærðfræðings. Umsögn mín er á faglegum nótum með ábendingum um hvað megi tæknilega betur fara í frumvarpstextanum. Jafnframt geng ég ögn lengra og reifa þann möguleika að skipta Suðvesturkjördæmi í tvennt til að jafna að nokkru stærð kjördæmanna.

Ég var kallaður á fjarfund nefndarinnar 16. nóv. 2020 til að reifa umsögnina og svara spurningum. Í kjölfar fundarins endurskoðaði ég umsögnina með hliðsjón af athugasemdum nefndarmanna. Þessa endurskoðuðu … lesa áfram »