Færslur í flokknum ‘Alþingi’
Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um fyrningar- og uppboðsleið við ráðstöfun á veiðiheimildum. Sjá https://www.althingi.is/altext/151/s/0037.html.
Ég hef sent viðkomandi þingnefnd, atvinnumálanefnd, umsögn þar sem ég lýsi yfir stuðningi við markmið tillögunnar.… lesa áfram »
Ég hef verið viðriðin kosningamál allt frá árinu 1982; fyrst sem stærðfræðilegur ráðgjafi við endurskoðun ákvæða um kosningar til Alþingis, bæði á árabilinu 1982-87 og aftur um og fyrir s.l. aldamót. Jafnfram hef ég liðsinnt landskjörstjórn við úthlutun þingsæta í öllum kosningum frá og með þeim árið 1987 til og með þeirra 2013.
Þegar ég af aldurssökum hætti að þjónusta landskjörstjórn eftir þingkosningarnar 2013 sendi ég henni e.k. kveðjubréf sem mig langar að halda til haga einmitt nú (2019) þegar endurskoðun kosningalaga stendur fyrir dyrum. Bréfið var þannig:
Til landskjörstjórnar.
Ég hóf afskipti af kosningamálum haustið 1982 en þá varð … lesa áfram »
[Eftirfarandi er umsögn sem ég sendi til atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps stjórnarmeirihlutans sem lagt var fram í skyndi um eftirgjöf á veiðigjöldum. Umsagnarfrestur var aðeins rúmur sólarhringur.]
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 74/2012, 631. mál á 148. löggjafarþingi 2017–2018.
Sú var tíðin að verð á helstu nauðþurftum var ákveðið af stjórnvöldum eða nefndum á þeirra vegum. Sama gilti um fiskverð. Gengi á krónunni var fest með lögum frá Alþingi og miðaðist nær alfarið við afkomu sjávarútvegsins. Þetta fyrirkomulag fól í sér veiðigjald þó með óbeinum hætti væri, en innheimta þess fór fram í … lesa áfram »
[Birtist í Morgunblaðinu 12. júní 2015.]
Í Staksteinum Morgunblaðsins 9. júní sl. er spjótum beint að undirskriftasöfnuninni Þjóðareign.is þar sem skorað er á forsetann „að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“ Auk hefðbundinnar aulafyndni í þessum ritstjórnardálki er farið með rangfærslur.
Í fyrsta lagi segir í Staksteinum: „Það er of seint að skora á forsetann að skrifa ekki undir … frumvarp [um makrílkvóta], … lesa áfram »
[Eftirfarandi pistill með viðtali birtist á vefmiðlinum Stundin 31. maí 2015. Hann er hér endurbirtur án mynda, en skjalið með myndum má finna á Viðtal við ÞH á Stundinni]
Undirskriftarsöfnun farið fram úr björtustu vonum, segir Þorkell Helgason prófessor. „Stóru vonbrigðin voru að niðurstöður stjórnlagaráðs hafa algjörlega dagað uppi.“
- maí 2015, kl. 18:15
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@stundin.is
Meira en 45 þúsund hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu öllum lögum sem myndu heimila ráðstöfun fiskveiðiheimilda til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í … lesa áfram »
Markaðsleiðir á makrílmiðum
Sýnimyndir með erindi Þorkels Helgasonar á þessum fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga
21. maí 2015 á Grand hótel í Reykjavík, er að finna hér sem pdf-skjal: ÞHMarkaður á makrílmiðum birt. (Glæra 10 hefur verið lítillega lagfærð.)… lesa áfram »
Ég hef sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis minnisblað um réttan og rangan útreikning á úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 þegar þjóðin var spurð um tillögur stjórnlagaráðs. Sjá pdf-skjalið Minnisblað um útreikninga þjóðaratkvæðagreiðslna.
Í inngangi minnisblaðsins segir eftirfarandi:
„Í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 var þjóðin spurð ráða um sex aðskilin atriði um gerð og efni nýrrar stjórnarskrár.
Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafa verið birt á vefsíðum landskjörstjórnar og innanríkisráðuneytisins. Ennfremur hefur Hagstofan gert þeim skil í sérhefti svo og á vefsíðu sinni. Það er álit undirritaðs að hlutfallstölur um úrslit þessarar atkvæðagreiðslu eins og þær hafa verið birtar í annarri af tveimur … lesa áfram »