Skip to content

Greinar og pistlar

Ég hef margt skrifað um ævina, í blöð, tímarit, skýrslur. Hér á eftir eru upptalin og birt nokkur helstu skrif mín sem tengst geta framboði mínu til stjórnlagaþings. Kjósendur geta þannig áttað sig á sjónarmiðum mínum. En ég ítreka að ég vil fyrst og fremst vinna á stjórnlagaþingi að góðri sátt og geri mér þá fulla grein fyrri því að ég mun ekki ná öllum mínum sjónarmiðum fram.

Flokkar:

May 12 07

Greining á úthlutun þingsæta eftir alþingiskosningarnar 12. maí 2007

Höfundur: Þorkell Helgason

Kosningar til Alþingis fóru fram 12. maí 2007 og var þetta í annað sinn sem reyndi á
ný kosningalög, lög nr. 24/2000.
Í greinargerð þessari er fjallað um kosningaúrslitin og úthlutun þingsæta. Meðal
annars er horft til þess hvernig hin nýja skipan hefur reynst í þessum kosningum.

Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér

lesa áfram »

Mar 7 07

Stjórnkerfið og vistvænir bílar – Morgunblaðið úti að aka?

Höfundur: Þorkell Helgason

Grein fengin af Mbl.is, skrifuð Miðvikudaginn 7. mars, 2007

Þorkell Helgason gerir athugasemdir við Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins

Í REYKJAVÍKURBRÉFI Morgunblaðsins 3. mars sl. eru athyglisverð skrif um nauðsyn þess að draga úr hvers konar mengun af völdum bílaumferðar, þar með talin losun bíla á gróðurhúsalofttegundum. Ritari Reykjavíkurbréfsins hvetur til aðgerða af hálfu hins opinbera og segir m.a.: “Í ljósi þess að ríkisvaldið getur með skattlagningu sinni ráðið miklu um útsöluverð bifreiða er nærtækt að spyrja af hverju sé ekki byrjað að undirbúa það í fjármálaráðuneytinu að breyta innflutningsgjöldum á bifreiðum til sama horfs og í Noregi.” Framar í bréfinu hafði bréfritari … lesa áfram »

Dec 10 05

Er dyggð að spara orku?

Höfundur: Þorkell Helgason

Grein fengin af Mbl.is – Laugardaginn 10. desember, 2005

Þorkell Helgason fjallar um orkunotkun og orkusparnað: “Mikilvægast er að draga úr eldsneytisnotkun.”

Oft er því haldið fram að óþarft sé að spara orku á Íslandi; hér sé slík ofgnótt að sparnaður skipti engum sköpum. Vissulega er Ísland orkuríkt land, en auðlindirnar eru ekki ótakmarkaðar og því felst ávinningur í því að fara vel með þær og sóa þeim ekki. Jafnvel þótt frumuppsprettan, hvort sem það er jarðhiti eða rafmagn, sé til í ríkum mæli kostar það mikla fjármuni að afla orkunnar og miðla henni. Og fyrir innflutta orku, þ.e. bensín … lesa áfram »

Jun 1 05

Um skilning á 26. gr. stjórnarskrárinnar eftir orðanna hljóðan

Höfundur: Þorkell Helgason

26. gr. stjórnarskrárinnar hljóðar svo:
Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi.

Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.

Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér lesa áfram »

May 10 03

Greining á úthlutun þingsæta eftir alþingiskosningarnar 10. maí 2003

Höfundur: Þorkell Helgason

Kosningar til Alþingis fóru fram hinn 10. maí 2003 og byggðust á nýrri kjördæmaskipan þar sem landinu er skipt í 6 kjördæmi í stað 8 áður, sbr. breytingu á ákvæðum 31. gr. stjórnarskrárinnar með lögum nr. 77/1999, svo og kosningalög, nr. 24/2000.
Kosningalögin kveða jafnframt á um breytta aðferð við úthlutun þingsæta.

Í þessari greinargerð er fjallað um kosningaúrslitin og úthlutun þingsæta.

Einkum er litið til þess hvernig hin nýja skipan hefur reynst í þessum fyrstu kosningum þar sem á hana reynir.

Þú getur lesið greinina í pdf með því að smella hér lesa áfram »

Mar 19 02

Raforkunotkun á uppleið

Höfundur: Þorkell Helgason

Grein fengin af Mbl.is, skrifuð Þriðjudaginn 19. mars, 2002

Mikla aukningu í raforkunotkun, segir Þorkell Helgason, má að stærstum hluta rekja til uppbyggingar stóriðju sl. fimm ár.

RAFORKUNOTKUN hér á landi hefur aukist mikið síðustu árin, aðallega vegna aukinna umsvifa orkufreks iðnaðar. Almenn notkun hefur einnig aukist nokkuð og nú er svo komið að við Íslendingar eigum orðið heimsmet í raforkunotkun á hvern íbúa, eða 28,2 MWh á ári.

Þetta er meðal þeirra niðurstaðna sem fram koma í samantekt Orkuspárnefndar, en það er samstarfsvettvangur Fasteignamats ríkisins, Hagstofunnar, Hitaveitu Suðurnesja, Landsvirkjunar, Orkustofnunar, Orkuveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveitna ríkisins, Samorku og Þjóðhagsstofnunar. Starfsmaður nefndarinnar … lesa áfram »

Jun 15 01

Er til gnægð ónýttrar raforku?

Höfundur: Þorkell Helgason

Grein fengin af Mbl.is, Skrifuð Föstudaginn 15. júní, 2001

Það er heillandi framtíðarsýn, segir Þorkell Helgason, að unnt verði að anna allri orkuþörf okkar með innlendum orkulindum.

UM fimmtungur af frumorkunotkun okkar fer til að knýja farartæki á landi og sjó og eru 3/4 hlutar innflutts eldsneytis til þessara þarfa. Á sama hátt má rekja nær 60% af koltvísýringslosun til orkunotkunar hreyfanlegra tækja.

Þar sem við Íslendingar erum jafn háðir eldsneyti og raun ber vitni er það okkur keppikefli að nýta innlenda orkugjafa til að leysa innflutt eldsneyti af hólmi. Hingað til hefur það ekki verið talið hagkvæmt. En forsendur … lesa áfram »

May 8 99

Ákvæði kosningalaga um úthlutun þingsæta

Höfundur: Þorkell Helgason

Grein fengin af Mbl.is Laugardaginn 8. maí, 1999

Allt frá alþingiskosningum 1987 hafa ákveðnar reikniaðferðir gilt við útreikning þingsæta til stjórnmálaflokkanna. Höfundur þeirra er Þorkell Helgason, sem skýrir þær hér,

en þær munu nú verða notaðar síðasta sinni, þar sem kjördæmaskipan hefur verið breytt.

Ákvæði kosningalaga um úthlutun þingsæta

Allt frá alþingiskosningum 1987 hafa ákveðnar reikniaðferðir gilt við útreikning þingsæta til stjórnmálaflokkanna. Höfundur þeirra er Þorkell Helgason , sem skýrir þær hér, en

þær munu nú verða notaðar síðasta sinni, þar sem kjördæmaskipan hefur verið breytt.

Gidldandi lög um kosningar til Alþingis eru frá árinu 1987 og var þeim í … lesa áfram »