Skip to content

Færslur frá November, 2010

Nov 20 10

Stuðningsyfirlýsingar

Höfundur: Þorkell Helgason

„Ég styð Þorkel af því að hann er traustur maður.“  Baldvin Tryggvason fv. sparisjóðsstjóri

„Ég styð Þorkell vegna þess að hann  kann að greina vandamál, en hann er líka einn vandaðasti maður sem ég þekki.“ Vilhjálmur Bjarnason lektor

„Ég styð Þorkel vegna þess að hann á gott með að vinna með fólki sem hefur aðrar skoðanir en hans eigin.” Steingrímur Hildimundarson afgreiðslumaður

„Þorkell Helgason hefur einstaka hæfileika til að sjá hlutina í víðu samhengi.“ Helga Barðadóttir, stjórnsýslufræðingur

„Ég vel Þorkel því hann er traustur, heiðarlegur og vandaður maður.”  Guðfinna S. Bjarnadóttir fv. rektor

„Ég kýs Þorkel Helgason á stjórnlagaþing því … lesa áfram »

Nov 19 10

Stefnumót við frambjóðendur á Sólon

Höfundur: Þorkell Helgason

Laugardaginn 20. nóvember kl. 13-18 bjóða nokkrir frambjóðendur til stjórnlagaþings til stefnumóts á 2. hæð kaffihússins Sólons í Bankastræti. Þetta er eitt af örfáum tækifærum sem kjósendum bjóðast til að hitta frambjóðendur, kynnast þeim, spyrja þá og skiptast á skoðunum. Heitt á könnunni og allir velkomnir.

Þeir frambjóðendur sem standa fyrir þessum viðburði eru Eggert Ólafsson, Gísli Már Gíslason, Guðrún Högnadóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Margrét Dóra Ragnarsdóttir, Salvör Nordal, Vilhjálmur Þorsteinsson og Þorkell Helgason.… lesa áfram »

Nov 17 10

Hvet alla 232.374 kjósendur landsins til að kjósa til stjórnlagaþings

Höfundur: Þorkell Helgason

Kosningin til stjórnlagaþings 27. nóvember er merkisatburður í sögu þjóðarinnar.  Í kosningunni sjálfri felast tímamót þar sem nú er kosið hreinni persónukosningu án kjördæmaskiptingar. Hitt er auðvitað aðalatriðið að kosið er til þings sem fær það verkefni að ljúka loksins gerð stjórnarskrár fyrir lýðveldið Ísland. Kynningarblaði um frambjóðendur hefur verið dreift í hús. Mikilvægt er að kjósendur kynni sér frambjóðendur eftir föngum og velji ekki bara þá fyrstu sem þeir rekast á.

Kjósendur, látið ekki ykkar hlut eftir sitja. Flykkist undirbúin á kjörstað, með útfyllt kjörseðilsdrög með ykkur. Þið getið látið duga að velja aðeins einn frambjóðanda en veljið eins … lesa áfram »

Nov 17 10

Vankantar á okkar þingræði

Höfundur: Þorkell Helgason

Í fyrri pistlum hef ég varpað fram spurningum um valið á milli þingræðis og forsetaræðis og tjáð mig fylgjandi þingræðinu, þó ekki að öllu leyti eins og það hefur verið. Þvert á móti tel ég nauðsynlegt að styrkja þingræðið. Hvað á ég við? Áður en ég svara því vil ég hamra á því að landsmenn eru innan við þriðjungur milljónar. Umfang stjórnkerfisins verður að taka mið af því. Fámennið setur vissar skorður en gefur okkur líka tækifæri.

Þingræðið felur það í sér að flokkar á þingi koma sér saman um að mynda ríkisstjórn sem síðan starfar í umboði þingsins. Oftast … lesa áfram »

Nov 17 10

Kosningakaffi á Café Reykjavík frestað

Höfundur: Þorkell Helgason

Kosningakaffi á Café Reykjavík sem ráðgert var fimmtudaginn 18. nóv. er frestað vegna ferðar til Akureyrar!… lesa áfram »

Nov 17 10

Frambjóðendur á ferð

Höfundur: Þorkell Helgason

Ég verð á Akureyri síðdegis fimmtudaginn 18. nóv. í hópi góðra meðframbjóðenda að norðan og sunnan. Byrjum í Háskólanum á Akureyri kl. 12:30 og svo á Glerártorgi kl. 15-18.
Síðan verður hópurinn á Selfossi í Kjarnanum á föstudaginn 19. nóv. kl. 16-19.
Þar næst á Sólon Íslandus í Bankastrætinu í Reykjavík á laugardag kl. 13-18.
Vonumst til að hitta sem flesta.
Lýk máli mínu eins og venjulega: Flykkist á kjörstað laugardaginn 27. nóvember og gerið kosninguna til stjórnlagaþings sigur fyri lýðræðið… lesa áfram »

Nov 14 10

Stjórnskipan sem hentar okkur

Höfundur: Þorkell Helgason

Í fyrri pistlum hef ég varpað fram spurningum um valið á milli þingræðis og forsetaræðis og hallast að þingræðinu. Ein af meginforsendum svarsins er hvernig við lítum á stöðu okkar sem smáþjóð úti í miðju Atlantshafi. Við verðum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr að horfast í augu við það að við landsmenn erum innan við þriðjungur milljónar. Oft segja menn máli sínu til stuðnings: „Svona gera aðrar þjóðir og við getum ekki verið minni menn.“ Það er nú meinið að við verðum stundum að sætta okkur við smæðina, án þess þó að vera „minni menn“. Við höfum … lesa áfram »

Nov 13 10

Stjórnarskrá verður ekki til með krossaprófi

Höfundur: Þorkell Helgason

DV.is á allt gott skilið fyrir að sinna kosningunni til stjórnlagaþings, einn fárra fjölmiðla. Á hinn bóginn hef ég miklar efasemdir um þá aðferð að setja frambjóðendur í krosspróf þar sem þeim er ætlað að taka með afar einföldum og yfirborðskenndum hætti afstöðu til meginþátta í gerð stjórnarskrár. Góð stjórnarskrá verður aldrei til með þeim hætti. Ef svo væri þá þyrfti ekkert stjórnlagaþing heldur dygði að leggja krossaprófið fyrir almenning og láta svo ritnefnd sjá um afganginn. Úr því yrði álíka afurð og þegar nefnd samdi píanókonsert á dögum menningarbyltingarinnar í Kína.
Ég hef sem frambjóðandi engu að síður svarað … lesa áfram »

Nov 11 10

Ferð þú með 25 eða eitt atkvæði kjósandi góður?

Höfundur: Þorkell Helgason

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin:

Kjörið í stjórnlagaþingskosningunum byggir á forgangsröðun kjósenda, nokkuð sem ekki kemur glögglega fram í opinberri kynningu. Hver kjósandi fer aðeins með eitt atkvæði, ekki 25 eins margir halda. Röðunin á kjörseðilinn skiptir því meginmáli. Sá frambjóðandi sem kjósandinn setur efstan á kjörseðilinn fær fyrstur tækifæri til að nýta sér atkvæðið. Fá hann of lítið fylgi til að eiga möguleika á kjöri færist atkvæðið til þess sem er næstur að vali kjósandans og svo koll af kolli. Ef sá sem er í efsta valínu flýgur á hinn bóginn inn á miklu fylgi … lesa áfram »

Nov 6 10

Þú hefur aðeins eitt atkvæði, röðun skiptir meginmáli

Höfundur: Þorkell Helgason

Á vefsíðunni kosning.is má finna flipann Kynning á frambjóðendum til stjórnlagaþings. Þar er hægt að tína  til frambjóðendur og raða þeim á hjálparkjörseðil. Kjósendur geta raðað á þennan hjálparseðil hvenær sem tóm gefst til, hann er sjálfkrafa vistaður. Að lokum getur kjósandinn prentað seðilinn út og haft hann með sér á kjörstað. Dvölin í kjörklefanum þarf þá ekki að vera löng; einungis til að færa auðkennistölur af hjálparseðlinum yfir á hinn eiginlega kjörseðil.  Þetta er þakkarvert framtak og hvetja verður kjósendur að nýta sér þetta mikilvæga hjálpartæki.

Á vefsíðunni kemur því miður ekki fram að röð frambjóðenda skiptir meginmáli. Margir … lesa áfram »