Skip to content

Færslur frá September, 2011

Sep 30 11

Ný stjórnarskrá: Lög að frumkvæði almennings

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 30. september 2011]

Áfram verður haldið að lýsa tillögum stjórnlagaráðs um beint lýðræði; um það hvernig flétta megi það saman við fulltrúalýðræðið. Nú verður fjallað um frumkvæðisrétt þjóðarinnar, hvernig hún getur samið og fengið sett lög.

Lög frá grasrótinni

Djarfasta nýmælið í tillögum stjórnlagaráðs um beint lýðræði felst í ákvæðum um frumkvæði kjósenda. Þar er tvennt lagt til. Annars vegar að 2% kjósenda geti lagt hvað eina mál fyrir Alþingi. Það kemst þá á dagskrá þingsins, en engin fyrirmæli eru um afdrif málsins. Hin frumkvæðisleiðin er formlegri. Samkvæmt henni getur tíundi hluti kjósenda lagt fram fullbúið … lesa áfram »

Sep 23 11

Ný stjórnarskrá: Hvernig getur þjóðin gripið inn í störf Alþingis og ógilt lög?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 23. september 2011]

Á Íslandi, svo og almennt í grannlöndum okkar, felur fólkið vald sitt í hendur kjörinna fulltrúa hvort sem þeir sitja á forsetastóli, á Alþingi eða í sveitarstjórnum. Almenn samstaða er um kosti þessa fyrirkomulags. Á hinn bóginn er vilji til þess, bæði hér og víða erlendis, að flétta fulltrúalýðræðið saman við beint lýðræði þannig að þjóðin sjálf geti gripið inn í störf hinna kjörnu fulltrúa með neitunarvaldi en líka með frumkvæði að lagasetningu.

Við Íslendingar höfum verið aftarlega á merinni í þessari þróun, líklega einna íhaldssamastir í okkar heimshluta. Í stjórnarskrá okkar er … lesa áfram »

Sep 16 11

Ný stjórnarskrá: Valdið er fólksins

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 16. september 2011]

„Brennt barn forðast eldinn.“ Það gera Þjóðverjar – af alræmdu tilefni. Því settu þeir eftir stríð á laggirnar stjórnlagadómstóla sem eiga að vaka yfir því að valdi sé ekki misbeitt. Slíkir dómstólar eru í hverju „landi“ (fylki) Þýskalands, en sambandsdómstóll dæmir um mál sem snerta allt sambandsríkið og þó einkum um grundvallarréttindi almennings. Í síðustu viku felldi þessi alríkisdómstóll einn af sínum merkustu úrskurðum. Tilefnið var umkvörtun nokkurra borgara þess efnis að ríkisstjórnin í Berlín hefði farið út fyrir valdmörk sín þegar hún hafi gengist í ábyrgðir vegna aðstoðar við Grikkland, án þess … lesa áfram »

Sep 9 11

Ný stjórnarskrá: Kvótinn og kommúnistaávarpið

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum  9. september 2011]

Fram er haldið frásögn af tillögum stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Nú verða auðlindamálin tekin stuttlega til umfjöllunar, með nokkuð frjálslegum hætti.

Nýting takmarkaðra gæða

Í 33. grein í tillögum stjórnlagaráðs er fjallað um vernd á náttúru landsins, fögrum orðum eins og vera ber. Helsta nýmælið í þeim málaflokki er þó að finna í næstu grein, þeirri 34. Þar segir m.a.: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar.“ Síðan er tilgreint að „stjórnvöld get[i] á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar … lesa áfram »

Sep 3 11

“Bloß nichts Positives”

Höfundur: Þorkell Helgason

[Dagblaðið, Süddeutsche Zeitung, birti eftirfarandi lesendabréf hinn 3./4. september 2011 eftir mig og vinkonu mína. Bréfið var til að leiðrétta ýkjusögur blaðsins um núja tónlistarhúsið Hörpu.]

Im Mittelalter glaubte man in Europa, dass in Island, im Krater der Hekla, der Eingang zur Hölle wäre. Im 16. Jahrhundert hat ein Isländer,  Arngrímur der Gelehrte, in der Abhandlung Crimogæa, welche übrigens in Hamburg herausgegeben wurde, versucht, das Bild von Island zu korrigieren. Bis zum heutigen Tag ist es aber beliebt, über Länder am Rande der Zivilisation zu fabulieren. Ein Beispiel dafür ist der Artikel am 22. August mit … lesa áfram »

Sep 2 11

Ný stjórnarskrá: Þurfum við 63 þingmenn?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist upphaflega í Fréttatímanum  2. september 2011]

Þetta er lokapistill í syrpu um fyrirkomulag kosninga til Alþingis eins og það er í tillögum stjórnlagaráðs.

Kjördæmavörn

Eins og lýst hefur verið í fyrri pistlum fer stjórnlagaráðið meðalveg milli þess að kosið sé á landsvísu og þess að skipta landinu upp í kjördæmi. Einkum er nýstárlegt að tala kjördæmissæta er ekki fyrirskrifuð. Þar sem frambjóðendur geta sótt stuðning út fyrir sitt kjördæmi kunna kjördæmi með vinsæla frambjóðendur að fá fleiri sæti en svarar til íbúatölu þeirra. En vitaskuld getur líka hið öndverða gerst, að kjördæmi sitji uppi með full fáa þingmenn. Undir … lesa áfram »