Skip to content

Færslur frá February, 2011

Feb 25 11

Til hvers er forsetinn?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birt í Fréttatímanum 25. febrúar 2011]

Eftir þriðju synjun forseta Íslands á staðfestingu á lögum frá Alþingi er tilvist og hlutverk embættisins í brennidepli. Stjórnarskráin frá 1944 er ótraust heimild um verksvið forseta í ljósi þeirrar túlkunar sem núverandi forseti hefur haft á hlutverki sínu. Það er reyndar engin furða þar sem orðanna hljóðan í stjórnarskránni segir eitt en svokallaðir lögspekingar annað. Þótt stjórnarskránni væri ekki breytt að öðru leyti en því að gera ákvæðin um forsetann skiljanleg venjulegu fólki væri það mikilsverð betrumbót. Eftir að núverandi forseti hefur varpað mörgum af hefðunum um embættið fyrir róða þarf þó að … lesa áfram »

Feb 18 11

Lærdómur af örlögum stjórnlagaþingskosningar

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist í Fréttatímanum 18. febrúar 2011]

Meginlærdómurinn er sá að enn á ný sjáum við hvað við erum fá og smá. Sumir segja að við bætum fámennið upp með sérstökum dugnaði og gáfum auk þessa íslenska séreinkennis að láta hlutina „reddast“. Þetta er 2007-hugsun, svo notað sé nútímamál. Það má ekki vera okkar haldreipi lengur að treysta á að hlutirnir bjargist einhvern veginn. Við verðum að vera raunsæ, taka tillit til smæðarinnar, leita einfaldra lausna og róa óhikað á erlend mið eftir fyrirmyndum, svo að fá hollráð séu nefnd. Umfram allt verðum við að nýta vel það takmarkaða … lesa áfram »

Feb 17 11

Stjórnlagaþingið í Morgunblaðinu

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist á mbl.is 17. febrúar 2011 og í styttri gerð á 22. síðu Morgunblaðsins sama dag. Því miður hafa skáletur og gæsalappir utan um tilvitnanir farist fyrir hjá Mogganum. Lesið því heldur grein þessa hér.]

Hvers vegna verður orðræða um þjóðmál á Íslandi svo oft að skætingi eða aulafyndi um leið og gert er lítið úr þeim sem eru annarrar skoðunar, þeir gerðir tortryggilegir í hvívetna eða þeim jafnvel gerðar upp illar hvatir? Hvers vegna er lítt hirt um staðreyndir heldur kastað fram fullyrðingum án rökstuðnings, einatt án þess að minnsta tilraun sé gerð til að grafast fyrir … lesa áfram »

Feb 11 11

Gullið tækifæri Hæstaréttar til Salómonsdóms

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birt í Fréttatímanum 11. febrúar 2011.]

Fyrir viku velti ég vöngum hér í blaðinu [Fréttatímanum] yfir þeirri ákvörðun Hæstaréttar að úrskurða kosningu til stjórnlagaþings ógilda. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar: Umræður hafa verið um skarpa greiningu Reynis Axelssonar á ákvörðun réttarins, skipuð hefur verið þingmannanefnd um viðbrögð við ákvörðuninni og nú síðast lögð fram beiðni til Hæstaréttar um endurupptöku málsins. Í beiðninni er farið fram á að ógildingin verði dregin til baka í ljósi nýrra upplýsinga. Í varakröfu er mælst til þess að rétturinn krefjist endurtalningar kjörseðla eftir að öll auðkenni á þeim hafi dyggilega verið fjarlægð, að … lesa áfram »

Feb 11 11

Enginn Salómonsdómur

Höfundur: Þorkell Helgason

Ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosningar til stjórnlagaþings vekur blendnar tilfinningar. Þeim mun betur sem ég fer yfir ákvörðun réttarins því vafasamari finnst mér niðurstaðan. Um þessar efasemdir hef ég ritað á vefsíðu mína thorkellhelgason.is.

Hið jákvæða er að það skuli vera dómstóll sem kveður á um réttmæti kosninga. Þessu er ekki þannig farið um kosningar til Alþingis. Þar liggur hið endanlega ákvörðunarvald um gildi kosninganna hjá þinginu sjálfu, sbr. 46. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta er meðal þess sem ég vil fá breytt, fái ég lagt á ráðin. Hefði þótt eðlilegt að við, þingfulltrúarnir 25, hefðum dæmt í eigin „sök“, fellt úrskurð … lesa áfram »

Feb 3 11

Frumgreining á úrslitum kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010

Höfundur: Þorkell Helgason

Ég hef undanfarnar vikur, allt frá því að talningu lauk í stjórnlagaþingskosningunni, verið að vinna að allítarlegri greinargerð um kosningarúrslitin. Hún fylgir hér með í pdf-formi í tvennu lagi:

GreiningSLÞkosningarUtg3feb2011Fyrra
GreiningSLÞkosningarUtg3feb2011Seinna

Skýrt verður frá niðurstöðunum í fyrirlestri á málfundi Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands kl. 12-13:45 fimmtudaginn 3. febrúar 2011 í Þjóðminjasafninu.

Í samantekt greinargerðarinnar segir:

  • Margt var sérstætt við þessa kosningu. Þetta var landskjör, þ.e. landið var eitt kjördæmi, framboð voru einstaklingsbundin, hreint persónukjör. Kosningin var um margt nýmæli, ekki aðeins hér á landi heldur líka sé leitað samanburðar út í hinn stóra heim.
  • Frambjóðendur skiptust þannig eftir kyni
lesa áfram »
Feb 2 11

Málfundur um stjórnlagaþingskosninguna fimmtudag 3. feb. í Þjóðminjasafninu

Höfundur: Þorkell Helgason

Málfundur á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ um kosningu til stjórnlagaþings

Framkvæmd, úrslit og ógilding kosninganna

Fimmtudaginn 3. febrúar 2011 kl. 12:00-13:45 í fundarsal Þjóðminjasafnsins

Framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings  þann 27. nóv. 2010 var kærð til Hæstaréttar sem hefur ákvarðað að kosningarnar séu ógildar. Tilvist stjórnlagaþings er því í uppnámi. Mikilvægt er fjallað sé um málið á ýmsum vettvangi og því boðar Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands til málþings um kosningar til stjórnlagaþings og ákvörðun Hæstaréttar. Tilgangur málþingsins er að velta upp nýjum hliðum málsins.

Dagskrá

1.        Drífa Sigfúsdóttir, rekstrarstjóri Verkfræði- og náttúruvísindasviðs er fundarstjóri og setur fundinn.

2.        Þorkell lesa áfram »