Færslur í flokknum ‘Þingræði’
[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 30. desember 2011]
Allt frá því að stjórnlagaráð skilaði Alþingi frumvarpi sínu að nýrri stjórnarskrá hinn 29. júlí s.l. hef ég með nær vikulegum pistlum í Fréttatímanum leitast við að skýra út og rökstyðja tillögurnar. Pistlana má alla finna á vefsíðu minni: www.thorkellhelgason.is. Nú er mál að linni, a.m.k. að sinni.
Árið framundan skiptir sköpum um framvindu stjórnarskrármálsins. Þingið, en ekki síst þjóðin, verður að koma því í höfn að við eignumst nýjan samfélagssáttmála.
Hvað er í boði?
Frumvarp stjórnlagaráðs um nýja íslenska stjórnarskrá er afrakstur mikillar vinnu ráðsfulltrúa og sérfræðinga stjórnlagaráðs þar sem byggt er … lesa áfram »
[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 2. desember 2011]
Tillögur stjórnlagaráðs hafa sætt gagnrýni eins og við mátti búast. Sumt af því er ómaklegt, annað eru eðlilegar athugasemdir. Stjórnarráðsfulltrúarnir Katrín Oddsdóttir og Vilhjálmur Þorsteinsson fóru skilmerkilega yfir ýmsar þessar athugasemdir í Silfri Egils 27. nóvember s.l. Hér verður hnykkt á einu mikilvægi atriði: Hvernig valdið hríslast frá þjóðinni til Alþingis og þaðan til ríkisstjórnar; hvernig umboðsferlið er og hvernig það byrjar og endar hjá þjóðinni. Ferlið er hér kortlagt með einföldum hætti í upptalningarstíl. Innan sviga eru getið þeirra frumvarpsgreina sem vitnað er til, en lesendur geta fundið þær, t.d. á vefnum … lesa áfram »
Ný stjórnarskrá: Blásum lífi í lýðræðið!
[Birtist upphaflega í Fréttatímanum 28. október 2011]
Traust á stjórnmálamönnum er rýrt bæði hérlendis og í löndum í kringum okkur. Sama gildir um lýðræðið sjálft og stofnanir þess, ekki síst Alþingi. Sagt er að allt sé þetta blekking. Að vísu kjósi þjóðin menn á þing á fjögurra ára fresti en eingöngu pakkalausnir séu í boði; flokkslistar sem kjósendur fái ekki hnikað. Myndun ríkisstjórna sé einatt lítt í samræmi við kosningaúrslit; jafnvel flokkur sem galt afhroð veiti ríkisstjórn forystu. Ríkisstjórn valti síðan yfir þingið en láti sjálf leiðast af „sérfræðingastóði“. Yfir öllu tróni svo hagsmunasamtök og ekki síst peningaveldið.
Þjóðin, kjósendur, … lesa áfram »
Vankantar á okkar þingræði
Í fyrri pistlum hef ég varpað fram spurningum um valið á milli þingræðis og forsetaræðis og tjáð mig fylgjandi þingræðinu, þó ekki að öllu leyti eins og það hefur verið. Þvert á móti tel ég nauðsynlegt að styrkja þingræðið. Hvað á ég við? Áður en ég svara því vil ég hamra á því að landsmenn eru innan við þriðjungur milljónar. Umfang stjórnkerfisins verður að taka mið af því. Fámennið setur vissar skorður en gefur okkur líka tækifæri.
Þingræðið felur það í sér að flokkar á þingi koma sér saman um að mynda ríkisstjórn sem síðan starfar í umboði þingsins. Oftast … lesa áfram »
Stjórnskipan sem hentar okkur
Í fyrri pistlum hef ég varpað fram spurningum um valið á milli þingræðis og forsetaræðis og hallast að þingræðinu. Ein af meginforsendum svarsins er hvernig við lítum á stöðu okkar sem smáþjóð úti í miðju Atlantshafi. Við verðum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr að horfast í augu við það að við landsmenn erum innan við þriðjungur milljónar. Oft segja menn máli sínu til stuðnings: „Svona gera aðrar þjóðir og við getum ekki verið minni menn.“ Það er nú meinið að við verðum stundum að sætta okkur við smæðina, án þess þó að vera „minni menn“. Við höfum … lesa áfram »
Virkt þingræði
Hvort vil ég halda í þingræðið eða taka upp hreint forsetaræði? Annars vegar ræður þingið því í reynd hverjir skipa ríkisstjórn eða þá að foringi ríkisstjórnar er kosin beint af almenningi. Ég verð að játa að ég hef sveiflast nokkuð til í þessum efnum eftir þeim rökum sem ég hef heyrt. En því betur sem ég kynni mér málið, horfi til baka yfir reynsluna hallast ég nú að þingræðisleiðinni en þó í þeirri gerð sem henti okkur sem fámennri þjóð. Nái ég kjöri á stjórnlagaþing mun ég þó í þessum málum sem öðrum hlusta á rök annarra.
Vík ég þá … lesa áfram »
Þingræði eða forsetaræði?
Við búum við þingræði á Íslandi, ekki forsetaræði, enda þótt orðlag gildandi stjórnarskrár um valdsvið forseta sé óljóst. Það verður eitt stærsta verkefni stjórnlagaþings að taka af skarið í þessum efnum.
Hvað er átt við með þessum hugtökum? Stuttar skilgreiningar eru þessar:
Þingræði er sú stjórnskipun að ríkisstjórn geti aðeins setið með stuðningi löggjafarþingsins, Alþingis. Kjósendur hafa þannig ekki beina aðkomu að vali á ríkistjórn heldur aðeins í gegnum fulltrúa sína, þingmennina.
Forsetaræði er nafgift sem er notuð um það að framkvæmdarvaldið sé í höndum forystumanns eða manna, forseta eða forsætisráðherra, sem kjörnir eru beint af þjóðinni óháð hvernig þjóðþingið, … lesa áfram »