Skip to content

Færslur frá October, 2010

Oct 17 10

Kjósum til stjórnlagaþings!

Höfundur: Þorkell Helgason

Stjórnlagaþing verður haldið snemma á næsta ári. Það kemur saman í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis (Páls-nefndarinnar) og skýrslu þingmannanefndar (Atla-nefndarinnar) og umfangsmikilla tillagna hennar um umbætur í stjórnkerfinu. Að auki verður búið að halda þjóðfund til undirbúnings þinginu. Stjórnlagaþingið mun því reka smiðshöggið á þetta umbóta- og uppgjörsferli með því að gera tillögur um endurbætur á sjálfri stjórnarskránni. Stjórnlagaþingið verður að vísu aðeins ráðgefandi, Alþingi mun hafa lokaorðið. En stjórnlagaþingið getur samt ráðið úrslitum ef þar verður vel unnið og breið samstaða næst. Kosning til þessa þings er því mikilvægur áfangi á lýðræðisferli okkar.

Kosning til stjórnlagaþingsins, sem fer fram … lesa áfram »

Oct 17 10

Þorkell Helgason býður sig fram til stjórnlagaþings

Höfundur: Þorkell Helgason

Fréttatilkynning send á fjölmiðla 13. október s.l.

„Stjórnarskrá sé vörn gegn græðgi og afglöpum“

Þorkell Helgason stærðfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér við kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember en hlutverk þingsins er að gera tillögu um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Þorkell hefur starfað sem háskólakennari og við opinbera stjórnsýslu. Hann hefur mikla þekkingu og reynslu af þeim málaflokkum sem koma við sögu við endurgerð stjórnarskrárinnar. Má einkum benda á sérþekkingu hans í kosningafræðum en í þeim efnum er hann helsti sérfræðingur landsins. Nú er einmitt kallað á nýjar leiðir þar sem kjósendur fái meira að segja um … lesa áfram »