Skip to content

Færslur frá October, 2010

Oct 30 10

Auðkennistalan er 2853

Höfundur: Þorkell Helgason

Í kosningum til stjórnlagaþings fær hver frambjóðandi auðkennistölu og er tala Þorkels Helgasonar 2853. Kjósendur geta raða allt að 25 nöfnum eftir auðkennistölum á kjörseðilinn og er mikilvægt að nýta valrétt sinn vel. Mikilvægast er að sjálfsögðu að setja töluna 2853 á listann og ekki væri verra ef hún lenti ofarlega!


lesa áfram »

Oct 29 10

Virkt þingræði

Höfundur: Þorkell Helgason

Hvort vil ég halda í þingræðið eða taka upp hreint forsetaræði? Annars vegar ræður þingið því í reynd hverjir skipa ríkisstjórn eða þá að foringi ríkisstjórnar er kosin beint af almenningi. Ég verð að játa að ég hef sveiflast nokkuð til í þessum efnum eftir þeim rökum sem ég hef heyrt. En því betur sem ég kynni mér málið, horfi til baka yfir reynsluna hallast ég nú að þingræðisleiðinni en þó í þeirri gerð sem henti okkur sem fámennri þjóð. Nái ég kjöri á stjórnlagaþing mun ég þó í þessum málum sem öðrum hlusta á rök annarra.

Vík ég þá … lesa áfram »

Oct 28 10

Þingræði eða forsetaræði?

Höfundur: Þorkell Helgason

Við búum við þingræði á Íslandi, ekki forsetaræði, enda þótt orðlag gildandi stjórnarskrár um valdsvið forseta sé óljóst. Það verður eitt stærsta verkefni stjórnlagaþings að taka af skarið í þessum efnum.

Hvað er átt við með þessum hugtökum? Stuttar skilgreiningar eru þessar:

Þingræði er sú stjórnskipun að ríkisstjórn geti aðeins setið með stuðningi löggjafarþingsins, Alþingis. Kjósendur hafa þannig ekki beina aðkomu að vali á ríkistjórn heldur aðeins í gegnum fulltrúa sína, þingmennina.

Forsetaræði er nafgift sem er notuð um það að framkvæmdarvaldið sé í höndum forystumanns eða manna, forseta eða forsætisráðherra, sem kjörnir eru beint af þjóðinni óháð hvernig þjóðþingið, … lesa áfram »

Oct 27 10

Núgildandi stjórnarskrá er barn síns tíma

Höfundur: Þorkell Helgason

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er, eins og allir vita, komin til ára sinna. Upphaflega fengu Íslendingar hana frá Kristjáni IX. Danakonungi, þeim sem stendur á stalli fyrir framan stjórnarráðshúsið „með frelsisskrá í föðurhendi“ eins og skáldið kvað. Aldurinn þarf ekki að vera stjórnarskrá til hnjóðs. Nægir að nefna stjórnarskrá Bandaríkjanna eða Noregs sem eru báðar um eða yfir tvö hundruð ára gamlar.

Lýðveldisstjórnarskráin er í grundvallaratriðum byggð á „frelsiskránni“ þó þannig að orðinu „kóngur“ er skipt út fyrir orðið „forseti“. Síðan hafa einkum verið gerðar á henni breytingar af þrennum toga: Ákvæðum um kjördæmaskipan og kosningamál hefur þrisvar sinnum verið breytt, … lesa áfram »

Oct 27 10

Nýtum alla þekkingu

Höfundur: Þorkell Helgason

Ég hef oft hugleitt hvernig þjóðin getur búið við fámennið og jafnvel fært sér það í nyt. Meginsvarið er að það gerum við best með almennri þátttöku allra, með því nýta okkur allt okkar mannvit. Hefð er fyrir því að sumir, t.d. embættismenn, haldi sig til hlés í þjóðfélagsumræðunni. En höfum við efni á því? Oft er nær öll þekking eða vitneskja um einstök málefni hjá þröngum hópi manna. Verða þeir ekki að deila viti sínu með okkur hinum?

Hugsanir sem þessar fóru í gegnum kollinn á mér þegar ég var að ígrunda framboð mitt til stjórnalagþings. Ég tel mig … lesa áfram »

Oct 22 10

Stjórnarskráin í stórsókn

Höfundur: Þorkell Helgason

Stórmerkur fundur var haldinn í Stjórnarskrárfélaginu kvöldið 20. október. Fundarmenn voru um hundrað talsins, þar af nær fimmtíu frambjóðendur sem allir fluttu ávörp. Konur voru áberandi margar í þessum hópi, allt að helmingur.

Það er bersýnilega góður hópur af fólki sem býður sig fram af heilum huga.
Mikill einhugur virtist um helstu stefnumál. Eftirfarandi er samantekt mín á þeim stefnumálum sem fengu umfjöllun og stuðning, í flestum tilvikum hjá miklum meirihluta þessara frambjóðenda. Atriðin eru hér upptalin í eins konar efnisröð:

Stjórnarskráin á að vera þjóðarsáttmáli, en sú hugsun var á margra vörum.
Allt vald komi frá þjóðinni sem … lesa áfram »

Oct 20 10

Kosningin til stjórnlagaþings í hnotskurn

Höfundur: Þorkell Helgason

Fjöldi fulltrúa: Kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember. Meira en 500 frambjóðendur eru í boði. Kosnir verða a.m.k. 25 fulltrúar sem kann að fjölga í 31 til  að jafna kynjahlutföllin.
Auðkennistala: Hverjum frambjóðanda verður úthlutað sérstakri fjögurra stafa auðkennistölu. Kjósendur skulu færa þessar auðkennistölur á sjálfan kjörseðilinn sem hefur rúm fyrir 25 slíkar tölur.
Prufukjörseðill: Upplýsingum um frambjóðendur og auðkennistölur þeirra verður dreift í hús ásamt prufukjörseðli.
Forgangsröðun: Kjósandinn velur sér allt að 25 frambjóðendur og raðar þeim í forgangsröð á kjörseðlinum. Efst setur hann auðkennistölu þess sem hann leggur mest kapp á að nái kjöri, síðan auðkennistölu þess sem … lesa áfram »

Oct 20 10

Hvernig verður kosið til stjórnlagaþings?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 30. september 2010]

Stjórnlagaþing verður haldið síðla komandi vetrar. Því er ætlað að gera tillögur um endurbætur á stjórnarskránni og verða viss lokahnykkur á því uppgjörs- og umbótaferli sem hefur verið í gangi eftir hrunið. Stjórnlagaþingið verður að vísu aðeins ráðgefandi, Alþingi mun hafa lokaorðið. En þingið getur samt ráðið úrslitum ef þar verður vel unnið og breið samstaða næst. Framboð og kosning til þessa þings er því mikilvægur áfangi á lýðræðisferli okkar.
Kosning til stjórnlagaþingsins, sem fer fram 27. nóvember nk., verður með allt öðrum hætti en tíðkast hefur í almennum kosningum hérlendis. Kosnir verða 25 … lesa áfram »

Oct 19 10

Er kosning til stjórnlagaþings í hættu?

Höfundur: Þorkell Helgason

Um fimm hundruð manns hafa boðið sig fram til kosninga til stjórnlagaþings. Fram hafa komið áhyggjur af því að kosningin geti farið úrskeiðis sakir þessa mikla fjölda frambjóðenda. Þessi ótti er ástæðulaus. Undirbúningur kosninganna miðaðist við að tala frambjóðenda gæti orðið há, jafnvel þúsundir. Af þeim sökum varð skráin yfir frambjóðendurna að vera aðskilin frá sjálfum kjörseðlinum. Frambjóðendalistinn verður vissulega stór en kjörseðillinn er óháður fjölda frambjóðenda. Hann mun því ekki vefjast fyrir mönnum.

Jafnframt var valin kosningar- og talningaraðferð sem hentar betur en aðrar þegar frambjóðendur eru þetta margir. Horfið var frá því að láta kjósendur hafa aðeins kross … lesa áfram »

Oct 17 10

Stjórnarskráin sem vörn gegn græðgi og afglöpum

Höfundur: Þorkell Helgason

Kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember. Þinginu er ætlað að hefja störf um miðjan febrúar á næsta ári. Alþingi hefur glímt við það í 66 ár að móta lýðveldinu heilsteypta stjórnarskrá en án umtalsverðs árangurs. Stjórnlagaþing er því mikilvægt nýmæli til að koma málinu í höfn. Brýnt er að þjóðin grípi tækifærið og láti sig það sem framundan er miklu varða, þjóðfundinn, kosninguna til stjórnlagaþings og síðan þinghaldið sjálft.

Er þörf á endurbættri stjórnarskrá? Svo er vissulega þótt núverandi stjórnarskrá sé að grunni til gott skjal enda mótað af frelsisanda nítjándu aldar. En hún hefur hvorki verið vörn gegn græðgi … lesa áfram »