Skip to content

Færslur í flokknum ‘Fréttatíminn’

Apr 9 11

ICESAVE er prófraun á beint lýðræði

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist í Fréttatímanum 8. apríl 2011]

Þannig hefur oftsinnis háttað til að stutt hefur verið á milli kosninga til sveitarstjórna og kosninga til Alþingis; ár eða minna. Eitt sinn gerði ég lauslega tölfræðilega könnun á úrslitum slíkra kosningapara og fékk sterka fylgni með tilfærslum milli vinstri og hægri í hvorum tveggja kosningunum. Gott ef fylgnin var ekki sterkust milli úrslita í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík og landsúrslita í þingkosningum. Greinilegt var að kjósendur voru oft að „hefna þess í héraði sem hallaðist á Alþingi“.

Það er því miður algengt í öllum kosningum að kjósendur horfi um víðan völl en … lesa áfram »

Mar 31 11

Stjórnarskráin verður að vera þjóðinni hjartfólgin

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist í Fréttatímanum 1. apríl 2011]

Allt frá stofnun lýðveldisins hefur það verið ætlun Alþingis að endurskoða stjórnarskrána. Alkunna er hvernig til hefur tekist. Eftir langan aðdraganda og ýmis skakkaföll hefur Alþingi nú falið sérstöku Stjórnlagaráði, skipuðu 25 konum og körlum, það verkefni að semja frumvarp að nýjum sáttmála utan um þjóðskipulag okkar. Stjórnlagaráðið er nú fullskipað og tekur til starfa í næstu viku. Ég er einn þeirra sem hafa tekið sæti í ráðinu.

Nú er lag

Vissulega þurftum við að spyrja okkur ýmissa samviskuspurninga áður en við þáðum boð um setu í ráðinu, ekki síst í ljósi … lesa áfram »

Mar 25 11

Endurspegla kjördæmi nærumhverfi okkar?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist í Fréttatímanum 25. mars 2011]

Í síðustu grein minni í Fréttatímanum færði ég siðferðileg rök fyrir því að kjósendur ættu að hafa jafnt atkvæðavægi, óháð búsetu, þegar kemur að því að kjósa til Alþingis. Því markmiði má ná með ýmsu fyrirkomulagi kosninga og kjördæmaskipunar. En um leið þarf að huga að fleiri sjónarmiðum, t.d. eftirfarandi og byrja ég þá á forsendunni sem áður greinir:

  1. Kjósendur hafi jafnt atkvæðavægi óháð búsetu.
  2. Jafnræði sé með stjórnmálasamtökum.
  3. Æskilegt er að þingmannsefni bjóði sig fram í nærumhverfi kjósenda.
  4. Kjósendur ráði vali á þingsmannsefnum a.m.k. innan þess flokks sem þeir styðja, jafnvel
lesa áfram »
Mar 11 11

Atkvæði fólks eða fjalla?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttatímanum 11. mars 2011]

Eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnlagaráðs, ef það kemst á laggirnar, verður að fjalla um kjördæmaskipan og kosningar til Alþingis. Það hefur verið hefð fyrir því að hafa slík ákvæði mjög ítarleg í stjórnarskrá Íslands. Svo er einnig hjá hinum norrænu ríkjunum. Allur gangur er þó á þessu. Í sumum grannríkjum okkar, t.d. Þýskalandi eða Hollandi, kveður stjórnarskrá aðeins á um að kosningar skuli vera leynilegar og lýðræðislegar. Hvort sem sagt verður meira eða minna um þetta í stjórnarskrá okkar er einsýnt að stjórnlagaráðið verður að hugsa málið til enda, þ.e. að kveða ekki aðeins … lesa áfram »

Mar 4 11

Forsetinn njóti stuðnings meirihlutans

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist í Fréttatímanum 4. mars 2011]

Aðeins einn af forsetum lýðveldisins hefur náð stuðningi meirihluta kjósenda við fyrstu kosningu í embættið. Það gerði Kristján Eldjárn í forsetakosningunni 1968 er hann hlaut nær tvo þriðjuhluta atkvæða, en þar ber þó að hafa í huga að hann hafði einungis einn mótframbjóðanda. Yfirlit yfir stuðning við kjörinn forseta er sýnt í 1. töflu:

1. tafla.          Fylgi kjörinna forseta við fyrstu kosningu.
Forseti Kosningaár Hlutfall af gildum atkvæðum Tala mótfram-bjóðenda
Sveinn Björnsson 1944 Var þingkjörinn
Ásgeir Ásgeirsson 1952 48,3% 2
Kristján Eldjárn 1968 64,3% 1
Vigdís Finnbogadóttir 1980 33,8% 3
Ólafur Ragnar
lesa áfram »
Feb 25 11

Til hvers er forsetinn?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birt í Fréttatímanum 25. febrúar 2011]

Eftir þriðju synjun forseta Íslands á staðfestingu á lögum frá Alþingi er tilvist og hlutverk embættisins í brennidepli. Stjórnarskráin frá 1944 er ótraust heimild um verksvið forseta í ljósi þeirrar túlkunar sem núverandi forseti hefur haft á hlutverki sínu. Það er reyndar engin furða þar sem orðanna hljóðan í stjórnarskránni segir eitt en svokallaðir lögspekingar annað. Þótt stjórnarskránni væri ekki breytt að öðru leyti en því að gera ákvæðin um forsetann skiljanleg venjulegu fólki væri það mikilsverð betrumbót. Eftir að núverandi forseti hefur varpað mörgum af hefðunum um embættið fyrir róða þarf þó að … lesa áfram »

Feb 18 11

Lærdómur af örlögum stjórnlagaþingskosningar

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist í Fréttatímanum 18. febrúar 2011]

Meginlærdómurinn er sá að enn á ný sjáum við hvað við erum fá og smá. Sumir segja að við bætum fámennið upp með sérstökum dugnaði og gáfum auk þessa íslenska séreinkennis að láta hlutina „reddast“. Þetta er 2007-hugsun, svo notað sé nútímamál. Það má ekki vera okkar haldreipi lengur að treysta á að hlutirnir bjargist einhvern veginn. Við verðum að vera raunsæ, taka tillit til smæðarinnar, leita einfaldra lausna og róa óhikað á erlend mið eftir fyrirmyndum, svo að fá hollráð séu nefnd. Umfram allt verðum við að nýta vel það takmarkaða … lesa áfram »

Feb 11 11

Gullið tækifæri Hæstaréttar til Salómonsdóms

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birt í Fréttatímanum 11. febrúar 2011.]

Fyrir viku velti ég vöngum hér í blaðinu [Fréttatímanum] yfir þeirri ákvörðun Hæstaréttar að úrskurða kosningu til stjórnlagaþings ógilda. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar: Umræður hafa verið um skarpa greiningu Reynis Axelssonar á ákvörðun réttarins, skipuð hefur verið þingmannanefnd um viðbrögð við ákvörðuninni og nú síðast lögð fram beiðni til Hæstaréttar um endurupptöku málsins. Í beiðninni er farið fram á að ógildingin verði dregin til baka í ljósi nýrra upplýsinga. Í varakröfu er mælst til þess að rétturinn krefjist endurtalningar kjörseðla eftir að öll auðkenni á þeim hafi dyggilega verið fjarlægð, að … lesa áfram »

Feb 11 11

Enginn Salómonsdómur

Höfundur: Þorkell Helgason

Ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosningar til stjórnlagaþings vekur blendnar tilfinningar. Þeim mun betur sem ég fer yfir ákvörðun réttarins því vafasamari finnst mér niðurstaðan. Um þessar efasemdir hef ég ritað á vefsíðu mína thorkellhelgason.is.

Hið jákvæða er að það skuli vera dómstóll sem kveður á um réttmæti kosninga. Þessu er ekki þannig farið um kosningar til Alþingis. Þar liggur hið endanlega ákvörðunarvald um gildi kosninganna hjá þinginu sjálfu, sbr. 46. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta er meðal þess sem ég vil fá breytt, fái ég lagt á ráðin. Hefði þótt eðlilegt að við, þingfulltrúarnir 25, hefðum dæmt í eigin „sök“, fellt úrskurð … lesa áfram »