Greinar og pistlar
Ég hef margt skrifað um ævina, í blöð, tímarit, skýrslur. Hér á eftir eru upptalin og birt nokkur helstu skrif mín sem tengst geta framboði mínu til stjórnlagaþings. Kjósendur geta þannig áttað sig á sjónarmiðum mínum. En ég ítreka að ég vil fyrst og fremst vinna á stjórnlagaþingi að góðri sátt og geri mér þá fulla grein fyrri því að ég mun ekki ná öllum mínum sjónarmiðum fram.
Flokkar:
- Almenn stjórnmál
- Alþingi
- Alþingiskosningar
- Atkvæðisréttur
- Auðlindamál
- Beint lýðræði
- Eftirlitsvaldið
- Evrópusambandið
- Fiskveiðistjórnun
- Fjölmiðlar
- Forsetinn
- Framboðið
- Frumvarp að nýrri stjórnarskrá
- Frv. að nýrri stjórnarskrá
- Fréttablaðið
- Fréttatíminn
- Gagnrýni á kosningakerfi
- Kjördæmamálið
- Kosningakerfi
- Kosningakerfi erlendis
- Kosningakærur
- Kosning til Stjórnlagaþings
- Landskjörstjórn
- Morgunblaðið
- Nefnd Jóns Kristjánssonar
- Orkumál
- Persónukjör
- Skipun Stjórnlagaráðs
- Skálholt
- Stjórnarskrármál
- Stjórnarskrármál, alm.
- Stjórnarskrárnefnd 2013
- Stjórnlagadómstóll
- Stjórnmál og stjórnsýsla
- Stjórnskipun
- Süddeutsche Zeitung
- Tillögur stjórnlagaráðs
- Umbætur á kosningakerfinu
- Umhverfismál
- Þingræði
- Þjóðaratkvæðagreiðsla 2012
- Þjóðfundur
- Þjóðkirkjan
- Þorláksbúð
- Þýskaland
Kosningahermir kynntur
Þróaður hefur verið hugbúnaður, kosningahermir, til prófunar á eiginleikum og gæðum kosningakerfa. Þetta er verkfæri til að kanna mismunandi skipan kjördæma og með hinum ýmsu úthlutunaraðferðum.
Hægt er að fræðast nánar um herminn með því að renna yfir þessar glærur: Kosningakerfishermir kynning oktober 2019
Með herminum má prófa hugmyndir um fyrirkomulag kosninga á grundvelli raunverulegra kosningaúrslita en ekki síður með tilbúnum hendingakenndum úrslitum sem fengnar eru með tölfræðilegum hætti.
Kostir og gallar hvers kerfis eru mældir á ýmsan hátt, t.d. því hve hlutfallsleg úrslitin eru eða hvort jöfnunarsæti riðla um of úthlutun innan hvers kjördæmis.
Hugbúnaðurinn er ekki sérsniðinn … lesa áfram »
Formenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi munu hafa orðið sammála um að birta og óska eftir athugasemdum við drög að frv. til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrárákvæði um auðlindir náttúru Íslands.
Ég hef sent inn umsögn (ásamt fylgibréfi) um tillögur flokksformannanna, en í samantekt segi ég:
Samantekt
- Fagnað er því inngangsákvæði að „auðlindir náttúru Íslands [skuli] tilheyra íslensku þjóðinni“.
- Lýst er áhyggjum af því hvað „einkaeignarréttur“ nákvæmlega þýðir; hvort tryggt sé að þjóðareignir geti ekki orðið að einkaeignum með hjálp þessa hugtaks.
- Bagalegt er að þjóðareignir skuli ekki skilgreindar í frumvarpstextanum.
- Treysta verður því að með ákvæðum frumvarpsins
Stjórnarskrárafmæli, þýsk og íslensk
[Eftirfarandi pistill birtist nokkuð styttur í Fréttablaðinu 7. júní 2019 og jafnframt á vefsíðunni https://www.frettabladid.is/skodun/stjornarskrarafmaeli-thysk-og-islensk/. Hér er pistillinn í upphaflegri lengd.]
„Mannleg reisn er friðhelg“
Þannig hefst fyrsta grein stjórnarskrár eða grundvallarlaga Sambandslýðveldisins Þýskalands; „Die Würde des Menschen ist unantastbar.“ Þetta var skráð fjórum árum eftir að lokið hafði hörmungartímabili í þýskri sögu þar sem mannhelgin var fótum troðin af valdhöfum.
Við setningu grundvallarlaganna var lagt kapp á að fyrirbyggja að sagan endurtæki sig. Var þá tekið mið af því hvað þótti hafa brugðist í þeirri stjórnarskrá sem á undan hafði gilt, Weimar-stjórnarskránni, en … lesa áfram »
Forseti Alþingis hefur skipað starfshóp um endurskoðun kosningalaga til að fara yfir tillögur vinnuhóps um endurskoðun kosningalaga ásamt frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi 5. september 2016. Óskað er eftir athugasemdum við þessi gögn o.fl. fyrir 22. janúar 2019.
Þar sem ég hef sýslað við allmargt á þessu sviði hef ég sent nefndinni athugasemdir mínar, sem ég enda þannig:
Ég vil ljúka ábendingum með því að hvetja starfshópinn til dáða, nú þegar lýðræði á í vök að verjast víða um heim. Hvatningu minni til stuðnings vitna ég í hinn spænska hugsuð José Ortega y Gasset (1883-1955):
„Heill lýðræðisríkja, … lesa áfram »
Ég hef verið viðriðin kosningamál allt frá árinu 1982; fyrst sem stærðfræðilegur ráðgjafi við endurskoðun ákvæða um kosningar til Alþingis, bæði á árabilinu 1982-87 og aftur um og fyrir s.l. aldamót. Jafnfram hef ég liðsinnt landskjörstjórn við úthlutun þingsæta í öllum kosningum frá og með þeim árið 1987 til og með þeirra 2013.
Þegar ég af aldurssökum hætti að þjónusta landskjörstjórn eftir þingkosningarnar 2013 sendi ég henni e.k. kveðjubréf sem mig langar að halda til haga einmitt nú (2019) þegar endurskoðun kosningalaga stendur fyrir dyrum. Bréfið var þannig:
Til landskjörstjórnar.
Ég hóf afskipti af kosningamálum haustið 1982 en þá varð … lesa áfram »
Um bestu aðferðir við úthlutun þingsæta
Ég hélt erindi (sem má finna með því að smella hér í málstofu í stærðfræðideild Tækniháskólans í München hinn 14. janúar 2019 undir heitinu “Bidimensional Election Systems: Apportionment methods in theory and practice”.
Erindið fjallaði um það sem ég og félagar mínir hafa lengi verið að bauka við, það stærðfræðilega viðfangsefni að úthluta þingsætum þegar úthlutunin er bundin í báða skó: Kjördæmin verða að fá sín sæti og engar refjar en flokkarnir sæti í samræmi við landsfylgi.
Þetta er hvergi nærri einfalt viðfangsefni. Þó er til ein, en aðeins ein, gerð úthlutana sem uppfyllir eðlilegar lágmarks gæðakröfur; svo sem að … lesa áfram »
Sambandslýðveldið Þýskaland skiptist upp í 16 fylki („lönd“ á þýsku), mjög mismunandi fjölmenn, eða frá 700 þús. íbúum til 18 milljóna. Fylkin fara með mörg mál, sem ekki eru beinlínis á könnu Sambandsþingsins eða sambandsstjórnarinnar í Berlín. Því hefur hvert fylkjanna eigið þing (landsþing) og ríkisstjórn með grundvöll í eigin stjórnarskrá. Þessar stjórnarskrár voru flestar settar strax eftir seinni heimstyrjöld og eru því eldri en grunnlög (stjórnarskrá) sjálfs sambandsríkisins sem eru frá 1949.
Hessen er fimmta fjölmennasta fylkið í Þýskalandi með rúmlega sex milljónir íbúa og er þar með fjölmennari en hvert Norðurlandanna utan Svíþjóðar. Hinn 28. október 2018 fór … lesa áfram »
Höfundur hefur á liðnum árum ritað skýrslur þar sem greind eru úrslit og úthlutun þingsæta í kosningum til Alþingis á þessar öld. Slíkar skýrslur um kosningarnar 2003, 2007, 2009 og 2013 voru unnar fyrir landskjörstjórn.
Nú hefur höfundur (á eigin ábyrgð) bætt við skýrslum um kosningarnar 2016 og 2017 en einnig stutt gerð með nokkrum lykilatriðum.
Greiningarskýrslurnar í heild er að finna hér:
- Greining kosningar 2003
- Greining kosningar 2007
- Greining kosningar 2009
- Greining kosningar 2013
- Greining kosningar 2016
- Greining kosningar 2017
Í skýrslunum eru dregnir fram ágallar á úthlutunaraðferðinni í gildandi kosningalögum:
- Jöfnuður milli þingflokka er engan veginn tryggður,
Þröskuldur með sveigjanleika
Í þingkosningunum fer hluti atkvæða forgörðum vegna ákvæða um þröskuld, um lágmarksfylgi við úthlutun jöfnunarsæta, en flokkur á ekki rétt á slíkum sætum fái hann ekki a.m.k. 5% gildra atkvæða á landinu öllu. Sérstaklega voru áhrif þessa áberandi í kosningunum 2013. Við þessu má sjá með því að kjósendum verði gert kleift að tilgreina flokk til vara þannig að atkvæði þurfi ekki að daga uppi áhrifalaus nái sá flokkur er hann helst kýs ekki tilskildu lágmarksfylgi. Reifuð er útfærsla á slíku fyrirkomulagi í pistlinum „Þröskuldur með sveigjanleika“.… lesa áfram »
Út er komin bókin Helguleikur eftir Kolbein Bjarnason. Af því tilefni efna Sumartónleikarnir í Skálholti og Bókaútgáfan Sæmundur til útgáfuhófs í sal FÍH í Rauðagerði 27 í Reykjavík fimmtudaginn 28. júní klukkan 17-19. Auk bókarinnar verður þar kynnt starf Sumartónleikanna en dagskrá þeirra ár hefst 7. júlí næstkomandi. Kaffi og konfekt, allir velkomnir.
Bókin verður seld á tilboðsverði í útgáfuhófi, með 20% afslætti frá leiðbeinandi verði eða á 13500 kr.
Í bókarkynningu verða leikin sýnishorn af diskum sem fylgja bókinni með semballeik Helgu Ingólfsdóttur.
Í bókinni Helguleikur segir frá semballeikaranum Helgu Ingólfsdóttur (1942-2009), Sumartónleikum í Skálholtskirkju og sögu barokktónlistar … lesa áfram »