Skip to content

Færslur frá September, 2012

Sep 27 12

Vilt þú að atkvæði kjósenda vegi jafnt?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 27. september 2012.]

Fimmta spurningin sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október n.k. um nýja stjórnarskrá fjallar um fyrirkomulag þingkosninga; rétt eins og sú fjórða. Sú spurning sem hér er til umræðu hljóðar svo í heild sinni: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?”

Nú er það svo að sá sem flyst búferlum í gegnum Hvalfjarðargöngin tvíeflir við það atkvæðastyrk sinn; segja má að hann fái tvö atkvæði í stað eins áður. Misvægi af þessu tagi er afleiðing búsetuflutninga frá dreifbýli til þéttbýlis en ekki

lesa áfram »
Sep 24 12

Pistlar tengdir þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október

Höfundur: Þorkell Helgason

Á þessum vef mínum hef ég skrifað um margt sem tengist þjóðarakvæðagreiðslu aldarinnar hinn 20. október n.k.

Hér eru töflur með tilvísanir í þetta efni. Taflan verður uppfærð eftir því sem við kann að bætast.

Vefpistlar í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar

Spurning

Heiti

Vefsíða

Prentuð birting

1

 

Stjórnarskrárumbætur: JÁ tryggir framhald, NEI leiðir til kyrrstöðu http://thorkellhelgason.is/?p=1722

4 og 5

Treystum kjósendum til að velja sér góða þingmenn! http://thorkellhelgason.is/?p=1717

 

Syrpa pistla úr Fréttablaðinu haustið 2012

Spurning

Heiti

Vefsíða

Prentuð birting

1

Þjóðin verður að leggja línurnar http://www.visir.is/thjodin-verdur-ad-leggja-linurnar/article/2012708299981 Fréttablaðið 29. ágúst 2012

2

Vilt þú að náttúruauðlindir verði þjóðareign? http://www.visir.is/vilt-thu-ad-natturuaudlindir-verdi-thjodareign-/article/2012709059991 Fréttablaðið 5. september
lesa áfram »
Sep 24 12

Samanburður á stjórnarskrárgerðum

Höfundur: Þorkell Helgason

Þessi pistill birtist upphaflega á veffangi mínu 9. nóvember 2011. Nú hefur sú meginskrá sem vitnað er til verið lagfærð lítillega og gerð aðgengilegri. Hér er um eftirfarandi pdf-skrá að ræða:

Samanburður stjskrhugmynda 23 sept 2012

Hinn 20. október fer fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarp stjórnlagaráðs að endurskoðari stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Svonefnd stjórnlaganefnd starfaði til undirbúnings starfinu í stjórnlagaráði og lagði fram tvö dæmi um hugsanleg gerð stjórnarskrárinnar. Að auki er núgildandi stjórnarskrá, lýðveldisstjórnarskráin. Þannig liggja fyrir fjórar útgáfur að stjórnskipunarlögum:

  • RFrumvarp stjórnlagaráðs.
  • S: Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, 1944 nr. 33 17. júní.
  • A: Hugmynd stjórnlaganefndar, dæmi
lesa áfram »
Sep 20 12

Spurt og svarað um ákvæði í tillögum stjórnlagaráðs um kosningar til Alþingis

Höfundur: Þorkell Helgason

Þennan langa pistil má líka nálgast sem pdf-skjal: 

SpurtOgSvaradKosningakerfiRadsins_20sept2012_Thorkell 

 

Stjórnlagaráð leggur til gagngera breytingu á öllu fyrirkomulagi kosninga til Alþingis sem mælt verði fyrir um í stjórnarskrá. Tillagan birtist í 39. gr. frumvarps þess auk þess sem 43. gr. skiptir og máli í þessu samhengi. Þessar tillögugreinar eru hér tíundaðar málsgrein fyrir málsgrein. Er þá stuðst við það orðalag sem fundur stjórnlagaráðsfulltrúa í mars 2012 bauð upp á sem valkost en efnisbreytingar eru engar frá fyrri gerð:

39. gr. um alþingiskosningar í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá

1. mgr.        Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri kosningu til lesa áfram »

Sep 20 12

Vilt þú persónukjör í kosningum til Alþingis?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 20. september 2012.]

Efni þessa pistils fjallar um aðra tveggja spurninga um fyrirkomulag þingkosninga sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október n.k. Í heild er spurningin þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?“

Við Alþingiskosningar er kosið um flokka og hefur svo verið í rúma hálfa öld. Kjósandi getur að vísu strikað út nöfn af þeim lista sem hann velur eða breytt röð frambjóðenda, en þetta er næsta gagnslaus athöfn. Aðeins einu sinni hefur það gerst að frambjóðandi hafi ekki náð þingsæti af þeim

lesa áfram »
Sep 13 12

Vilt þú ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 13. september 2012.]

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagráðs 20. október n.k. verður spurt um stjórnskipunarlega stöðu þjóðkirkjunnar. Ekki um tilvist hennar heldur um það hvort kirkjunnar skuli getið sérstaklega í sjálfri stjórnarskránni. Orðrétt er spurningin þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?“

Málið er hitamál og eðlilegt að þjóðin sé spurð. Frambjóðendur til stjórnlagaþings – og síðar fulltrúar í stjórnlagaráði – fengu kröftug tilmæli annars vegar frá þeim sem vilja algeran aðskilnað ríkis og kirkju og þar með öll ákvæði um þjóðkirkju burt úr stjórnarskrá og hins vegar frá þeim sem … lesa áfram »

Sep 6 12

Vilt þú að náttúruauðlindir verði þjóðareign?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 5. september 2012.]

Hinn 20. október n.k. verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Auk almennrar spurningar um grundvöllinn verður spurt um afstöðu til nokkurra lykilatriða í tillögum ráðsins. Önnur spurningin, sem lýtur að einu þessara atriða, felst í fyrirsögn þessa pistils en er í heild sinni þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?”

Ekki virðist mikill ágreiningur meðal þjóðarinnar eða stjórnmálaflokkanna um svarið. Flestir virðast vilja stjórnarskrárvarið ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum og eru þá einkum fiskimiðin og orkulindirnar hafðar í huga. En ágreiningur … lesa áfram »

Sep 4 12

Eiga fjöll og firnindi að hafa kosningarétt?

Höfundur: Þorkell Helgason

Misvægi atkvæða eftir búsetu hefur verið landlægt á Íslandi frá upphafi kosninga til Alþingis. Mynd I sýnir hvernig þetta misvægi hefur verið, mælt með tvennum hætti.

image

Misvægið er þannig mælt að fundið er hlutfallið milli tölu kjósenda að baki hverju þingsæti í því kjördæmi þar sem sú tala er hæst og þess þar sem hún er lægst. Ef atkvæðavægi er jafnt er þetta hlutfall nálægt einum. Þ.e.a.s það lægi á lárétta ásnum. Rauði ferillinn sýnir misvægið eins og það var í raun miðað við kjördæmaskipanina á hverjum tíma. Hæst fór þannig mælt misvægi í vorkosningunum 1959 upp í nær 20; … lesa áfram »

Sep 3 12

Hvernig kynni skipan Alþingis að breytast við jafnt vægi atkvæða?

Höfundur: Þorkell Helgason

Þessari spurningu hefur verið kastað fram. Spurt er nánar hvað gerst hefði 2009 ef þá hefði verið jafnt vægi atkvæða. Það er alltaf varhugavert að nota úrslit úr liðnum kosningum til að spá um hvað gerst hefði ef kosningalög hefðu verið einhvern veginn öðru vísi. Kjósendur haga sér ávallt að nokkru með tilliti til þess fyrirkomulags sem gildir hverju sinni.

Engu að síður er hér sýndar töflur um skiptingu þingsæta ef sætum er skipt eins jafnt og unnt er milli kjördæma á grundvelli kosningaúrslitanna frá 2009.

Tafla I sýnir hvernig sætaskipanin hefði orðið 2009 ef sætum væri skipt á milli … lesa áfram »

Sep 3 12

Þjóðin verður að leggja línurnar

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 29. ágúst 2012.]

Alþingi hefur ákveðið að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá 20. október nk. Annars vegar verða kjósendur spurðir hvort þeir vilji leggja tillögur ráðsins til grundvallar nýrri stjórnarskrá en hins vegar um afstöðu þeirra til nokkurra lykilatriða í tillögum ráðsins. Aðdragandi málsins er langur en verður ekki rakinn hér. Aðalatriðið er að nú liggur fyrir heildartillaga í frumvarpsformi um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland og að þjóðinni gefst með atkvæðagreiðslunni einstakt tækifæri til að stuðla að því að nýr og traustur grundvöllur verði lagður að þjóðfélagi okkar.

Um hvað verður lesa áfram »