Færslur frá September, 2009
Hvers konar verðtrygging?
Grein fengin af Visir.is, skrifuð 29. sep. 2009
Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi, hefur lagt til að verðtrygging lána miðist fremur við laun en neysluverð. Þannig tengist greiðslubyrðin beint við afkomu lángreiðenda. Hængurinn er sá að til lengdar litið hafa laun hækkað meira en verðlag og svo verður vonandi í framtíðinni. Í frétt á forsíðu Fréttablaðsins í gær er t.d. bent á að launavísitala hafi hækkað um 29% umfram vísitölu neysluverðs síðan 1991. Því er hæpið að lántakendum sé greiði gerður með tengingu höfuðstóls við laun.
En til er svipuð en betri lausn. Hún felst í ársgamalli lagasetningu um greiðslujöfnun á verðtryggðum … lesa áfram »
Ekki í mínu nafni
[Grein fengin af Visir.is, birtist líka í Fréttablaðinu 7. sep. 2009.]
Þorkell Helgason skrifar um kjör aldraðra
Margir kunna að halda af fyrirsögninni að greinarstúfur þessi fjalli um Icesave-málið. Svo er ekki – og þó. Alls kyns talsmenn aldraðra (eða „eldri borgara” eins og það heitir á teprulegu máli) hafa undanfarið andmælt því að stjórnvöld hafa neyðst til að draga úr ríkisútgjöldum og afla tekna m.a. með því að auka skerðingu ellilífeyris vegna annarra tekna.
Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara „mótmælir harðlega”; aðrir spara ekki stóru orðin eins og segja þetta koma frá „siðblind[ri] og svikul[i] ríkisstjórn” eins og fyrrverandi talsmaður
… lesa áfram »