Færslur í flokknum ‘Fjölmiðlar’
Fréttatilkynning send á fjölmiðla 13. október s.l.
Þorkell Helgason stærðfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér við kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember en hlutverk þingsins er að gera tillögu um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Þorkell hefur starfað sem háskólakennari og við opinbera stjórnsýslu. Hann hefur mikla þekkingu og reynslu af þeim málaflokkum sem koma við sögu við endurgerð stjórnarskrárinnar. Má einkum benda á sérþekkingu hans í kosningafræðum en í þeim efnum er hann helsti sérfræðingur landsins. Nú er einmitt kallað á nýjar leiðir þar sem kjósendur fái meira að segja um … lesa áfram »