Færslur í flokknum ‘Stjórnarskrármál, alm.’
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er, eins og allir vita, komin til ára sinna. Upphaflega fengu Íslendingar hana frá Kristjáni IX. Danakonungi, þeim sem stendur á stalli fyrir framan stjórnarráðshúsið „með frelsisskrá í föðurhendi“ eins og skáldið kvað. Aldurinn þarf ekki að vera stjórnarskrá til hnjóðs. Nægir að nefna stjórnarskrá Bandaríkjanna eða Noregs sem eru báðar um eða yfir tvö hundruð ára gamlar.
Lýðveldisstjórnarskráin er í grundvallaratriðum byggð á „frelsiskránni“ þó þannig að orðinu „kóngur“ er skipt út fyrir orðið „forseti“. Síðan hafa einkum verið gerðar á henni breytingar af þrennum toga: Ákvæðum um kjördæmaskipan og kosningamál hefur þrisvar sinnum verið breytt, … lesa áfram »
Stjórnarskráin í stórsókn
Stórmerkur fundur var haldinn í Stjórnarskrárfélaginu kvöldið 20. október. Fundarmenn voru um hundrað talsins, þar af nær fimmtíu frambjóðendur sem allir fluttu ávörp. Konur voru áberandi margar í þessum hópi, allt að helmingur.
Það er bersýnilega góður hópur af fólki sem býður sig fram af heilum huga.
Mikill einhugur virtist um helstu stefnumál. Eftirfarandi er samantekt mín á þeim stefnumálum sem fengu umfjöllun og stuðning, í flestum tilvikum hjá miklum meirihluta þessara frambjóðenda. Atriðin eru hér upptalin í eins konar efnisröð:
Stjórnarskráin á að vera þjóðarsáttmáli, en sú hugsun var á margra vörum.
Allt vald komi frá þjóðinni sem … lesa áfram »
Kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember. Þinginu er ætlað að hefja störf um miðjan febrúar á næsta ári. Alþingi hefur glímt við það í 66 ár að móta lýðveldinu heilsteypta stjórnarskrá en án umtalsverðs árangurs. Stjórnlagaþing er því mikilvægt nýmæli til að koma málinu í höfn. Brýnt er að þjóðin grípi tækifærið og láti sig það sem framundan er miklu varða, þjóðfundinn, kosninguna til stjórnlagaþings og síðan þinghaldið sjálft.
Er þörf á endurbættri stjórnarskrá? Svo er vissulega þótt núverandi stjórnarskrá sé að grunni til gott skjal enda mótað af frelsisanda nítjándu aldar. En hún hefur hvorki verið vörn gegn græðgi … lesa áfram »