Færslur í flokknum ‘Framboðið’
Hvernig á að kjósa forsetann?
[Birtist í Fréttablaðinu 12. jan. 2012. Hér lítillega aukið.]
Forsetakosningar verða snemmsumars og því er nú rætt um hvernig kjörið fari fram. Í 5. gr. gildandi stjórnarskrár segir að sá sé rétt kjörinn forseti “sem flest fær atkvæði”. Bent er á að frambjóðandi geti náð kjöri með litlu fylgi samkvæmt þessari reglu. Því hefur verið kastað fram að nær tugur frambjóðenda kunni að verða í boði og dreifist atkvæði mjög á milli þeirra geti svo farið að nýr forseti verði kjörinn með stuðningi svo sem fimmtungs kjósenda.
Aðeins einn af forsetum lýðveldisins hefur náð stuðningi meirihluta kjósenda við fyrstu kosningu … lesa áfram »
Vaknaður af vetrardvala
Ég vil biðja lesendur síðu minnar forláts á hafa látið síðuna að mestu liggja í dvala allt frá kjöri mínu til stjórnlagaþings. Fyrst tók ég mér hvíld í nokkurn dvala en síðan tók ég til óspilltra mála við að undirbúa mig undir þingið. Meðal skrifa sem ég vann að var greinargerð um sjálfa kosninguna, sem ég mun setja hér á vefinn innan tíðar. Sömuleiðis hef ég unnið að hugleiðingum um kosningar og kjördæmaskipun. Að lokum hefur verulegur tími farið í að vinna í góðum hópi þingfulltrúa að skipulagningu þingsins ráðgerða.
En nú ætla ég að ráða á þessu bragarbót og … lesa áfram »
Formaður stjórnlaganefndar var að tjá sig í Ríkisútvarpinu nú fyrir hádegi á kjördag. Formaðurinn virti vara við auglýsingum með mörgum nöfnum sem birst hafa og varaði við hópamyndun. Leggja verður áherslu á að þetta er persónukjör, alls ekki listakjör með neinum hætti. Kosningarfyrirkomulagið er þannig að það gefur einfaldlega engan kost á listakjöri.
Ég býð mig fram algerlega sem einstaklingur, og er ekki í neinu kosningabandalagi; ekki á neinum “lista”. Ég hef sést með öðrum frambjóðendum í auglýsingum og langt í frá alltaf þeim sömu. Við höfum slegið okkur saman af ýmsum ólíkum ástæðum; annars vegar til að kynna ýmissa … lesa áfram »
Dagur fólksins
Þegar þetta er ritað er verið að opna kjörstaði. Í dag verður kosið til stjórnlagaþings sem er falið það ábyrgðarmikla verkefni að gera tillögu um endurbætta stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands. Þessi kosning er því ein sú mikilvægasta í sögu þessa lýðveldis. Brýnt er að kjörsókn verði góð þannig að þingfulltrúar fái traust umboð þjóðarinnar til starfa sinna. Flykkjumst því á kjörstað í nafni lýðræðisins. Látum ekki aðra kjósa fyrir okkur með því að mæta ekki.
Það er mikið úrval góðra frambjóðenda. Fjöldi þeirra ætti því ekki að vaxa mönnum í augum; þvert á móti veitir hann kjósendum tækifæri til vals í … lesa áfram »
„Ég styð Þorkel af því að hann er traustur maður.“ Baldvin Tryggvason fv. sparisjóðsstjóri.
„Ég styð Þorkell vegna þess að hann kann að greina vandamál, en hann er líka einn vandaðasti maður sem ég þekki.“ Vilhjálmur Bjarnason lektor.
„Ég styð Þorkel vegna þess að hann á gott með að vinna með fólki sem hefur aðrar skoðanir en hans eigin.” Steingrímur Hildimundarson afgreiðslumaður.
„Þorkell Helgason hefur einstaka hæfileika til að sjá hlutina í víðu samhengi.“ Helga Barðadóttir stjórnsýslufræðingur.
„Ég kýs Þorkel Helgason á stjórnlagaþing því þekking og reynsla eiga erindi.” Pétur Örn Sverrison hrl.
„Ég styð Þorkel því hann getur nefnilega … lesa áfram »
Í Reykjavík og reyndar víða um land ætla frambjóðendur að hittast í kvöld kl. 20, kveikja á kertum og sýna þannig á táknrænan hátt samhug sinn og þakklæti fyrir að „kosningabaráttan” hefur verið bæði málefnaleg og hófstilt. Í Reykjavík hittast frambjóðendur við Þjóðmenningarhúsið á Hverfisgötu og ganga svo fylktu liði að Lýðveldistorginu fyrir ofan Þjóðleikhúsið.… lesa áfram »
Ekki gleyma að kjósa. Þeir sem missa af lestinni verða þá að reyna að mæta á kjörstað á laugardag. Góð kjörsókn er grunnforsenda þess að stjórnlagaþingið verði farsælt þjóðinni. Kjósum öll. Samkvæmt tölum er staða utankjörstaðaatkvæðagreiðslu svipuð og við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Er þjóðin að taka við sér? Góðar fréttir fyrir stjórnlagaþingið? Vonandi.… lesa áfram »
Mikill misskilningur og rangfærslur eru á ferðinni um kosningaraðferðina, enda þótt meginhugsunin sé sáraeinföld:
- Sá sem er í efstu vallínu er sá sem hefur forgang að atkvæðinu. Hann situr í aðalvallínunni.
- Sé hann úr leik – hefur náð kjöri – eða fallið út sakir lítils fylgis færist atkvæðið til þess sem er næstur á óskalista kjósandans og færist í aðalvallínuna
- Og svo koll af kolli.
Það er því höfuðatriði að raða, og það sem flestum. En það er efsta línan sem er aðallínan. Þessu má lýsa með mynd:
Kveðið um frambjóðandann
Nokkrir vinir hafa sent mér framboðsvísur. Þessi er frá sr. Hjálmari Jónsyni:
Hvatningu sífellt ég syng,
síst má því gleyma
að senda Þorkel á þing,
þar á hann heima.
Meðframbjóðandinn sr. Þórir Jökull Þorsteinsson sparar ekki dönskuna á mig auk blessunar:
Besta ósk með blessun sé,
borin fram af heilu þeli.
Otte og tyve, fem og tre,
telst þú heita núna Keli.
Leikfimisfélagi minn í Menningarfélagi Háskólans, Þórður Jóhannesson, orti auðkennisnúmeravísur um alla þrjá frambjóðendurna sem eri í þessu merka félagi, þ.e. auk mín þá Gísla Má Gíslason og Júlíus Sólnes. Á mig pundar hann svona:
Tvisturinn er tala … lesa áfram »
Allmargir kjósendur hafa spurt mig um afstöðu mína til þjóðkirkjuákvæðis stjórnarskrárinnar.
Í grundvallaratriðum tel ég óeðlilegt að fjallað sé um einstök trúfélög í stjórnarskránni. Eðlilegt er að trúfrelsi borgaranna og jafnræði trúfélaga sé tryggt í mannréttindakafla hennar. Að mínu mati eiga trúmálin fyrst og fremst heima á þeim vettvangi.
Á hinn bóginn er þjóðkirkjan svo samofin íslensku samfélagi og menningarlífi að taka verður tillit til þess við alla ákvarðanatöku í málinu. Ekki má heldur gleyma því að grunngildin sem stjórnarkrá okkar byggist á og grunngildi kristinnar trúar fara saman. Þessi gildi eru ekki tilgreind í stjórnarskránni. Væntanlega hafa þeir sem … lesa áfram »