Skip to content

Færslur frá November, 2010

Nov 30 10

Enn meiri þakkir

Höfundur: Þorkell Helgason

Nú liggja úrslitin fyrir. Ég hlaut 1.930 atkvæði að 1. vali og síðan 1.266 tilsend atkvæði frá öðrum og fékk því í heild 3.196 atkvæði, sem er yfir sætishlut sem nemur 3.167 atkvæði. Við vorum 11 frambjóðendur sem komumst yfir sætishlutinn. Hinir 14 voru kjörnir á minna fylgi. Ég var 6. í röðinni sýnist mér. Er að skoða talnaverkið, en það liggur ekki enn fyrir á þægilegu formi.

Ég þakka öllum kjósendum mínum, stuðningsmönnum í kosningabaráttunni sem veittu mér ýmis konar aðstoð.  Ég mun leggja mig fram um að uppfylla væntingar ykkar með starfi mínu á stjórnlagaþingi.… lesa áfram »

Nov 29 10

Horfum bjartsýn fram til stjórnlagaþings

Höfundur: Þorkell Helgason

Þátttaka í kosningunni til stjórnlagaþings var dræm, tæp 37% kjósenda mættu á kjörstaði. Vissulega eru það vonbrigði. En þeir sem ekki mættu veittu þá þeim sem kusu vald til að taka afstöðu fyrir sína hönd. Þeim stóð sjálfum til boða að fara með atkvæði sitt. Þeir kusu að gera það ekki. Þannig virkar lýðræðið.

Er framtíð stjórnlagaþingsins nú í hættu; hefur það umboð þjóðarinnar og verður mark tekið á því? Hugum að þessu:

  • Yfir 80 þúsund raddir. Þrátt fyrir allt hafa yfir 80 þúsund Íslendingar lýst því í verki að þeim er umhugð um grundavallarsáttmála þjóðarinnar, stjórnarskrána, og varið til
lesa áfram »
Nov 29 10

Hvers vegna sat fólk heima?

Höfundur: Þorkell Helgason

Þátttaka í kosningunni til stjórnlagaþings hefði vissulega mátt vera meiri. Einungis 36% kjósenda tóku afstöðu. Ég var vondaufur viku fyrir kosninguna og spáði 30-40% kjörsókn en svo fannst mér áhuginn vera að glæðast og gerði mér orðið vonir um að helmingur kjósenda myndi neyta kosningarréttar síns. Svo varð ekki. Hvað veldur?

Ég náði að tala við marga í stórmörkuðum, í háskólunum og á einum vinnustað. Af þessum kynnum að dæma svo og almennt af umræðunni í þjóðfélaginu tel ég ástæðurnar einkum vera þessar og í þessari mikilvægisröð:

  1. Almenn vonbrigði með stjórnarfarið. Margir viðmælendur voru einfaldlega búnir að missa trúna á
lesa áfram »
Nov 28 10

Þakkir!

Höfundur: Þorkell Helgason

Kosningunni til stjórnlagaþings er lokið en úrslitin liggja ekki fyrir þegar þetta er ritað. Hvernig sem mér mun reiða af í lokin vil ég þakka þeim fjölmörgu sem veittu mér aðstoð af margvíslegu tagi, gáfu mér formleg meðmæli, aðstoðuðu mig við að kynna framboð mitt og viðhorf, gáfu mér opinberar stuðningsyfirlýsingar eða tjáðu sig um stuðning í símtölum eða pósti, dreifðu út kynningarefni og svo mætti lengi telja.

Ég hef kynnst fjölmörgu góðu fólki, bæði þeim betur sem ég þekkti áður en líka mörgum nýjum sem ég vonast til að geta haldið kunningsskap við. Ekki síst gildir þetta um meðframbjóðendur … lesa áfram »

Nov 27 10

Ég býð mig fram sem einstaklingur – er ekki í neinu bandalagi eða hagsmunahópi

Höfundur: Þorkell Helgason

Formaður stjórnlaganefndar var að tjá sig í Ríkisútvarpinu nú fyrir hádegi á kjördag. Formaðurinn virti vara við auglýsingum með mörgum nöfnum sem birst hafa og varaði við hópamyndun. Leggja verður áherslu á að þetta er persónukjör, alls ekki listakjör með neinum hætti. Kosningarfyrirkomulagið er þannig að það gefur einfaldlega engan kost á listakjöri.

Ég býð mig fram algerlega sem einstaklingur, og er ekki í neinu kosningabandalagi; ekki á neinum “lista”. Ég hef sést með öðrum frambjóðendum í auglýsingum og langt í frá alltaf þeim sömu. Við höfum slegið okkur saman af ýmsum ólíkum ástæðum; annars vegar til að kynna ýmissa … lesa áfram »

Nov 27 10

Dagur fólksins

Höfundur: Þorkell Helgason

Þegar þetta er ritað er verið að opna kjörstaði. Í dag verður kosið til stjórnlagaþings sem er falið það ábyrgðarmikla verkefni að gera tillögu um endurbætta stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands. Þessi kosning er því ein sú mikilvægasta í sögu þessa lýðveldis. Brýnt er að kjörsókn verði góð þannig að þingfulltrúar fái traust umboð þjóðarinnar til starfa sinna. Flykkjumst því á kjörstað í nafni lýðræðisins. Látum ekki aðra kjósa fyrir okkur með því að mæta ekki.
Það er mikið úrval góðra frambjóðenda. Fjöldi þeirra ætti því ekki að vaxa mönnum í augum; þvert á móti veitir hann kjósendum tækifæri til vals í … lesa áfram »

Nov 27 10

Stuðningsyfirlýsingar góðra manna, karla og kvenna

Höfundur: Þorkell Helgason

„Ég styð Þorkel af því að hann er traustur maður.“  Baldvin Tryggvason fv. sparisjóðsstjóri.

„Ég styð Þorkell vegna þess að hann  kann að greina vandamál, en hann er líka einn vandaðasti maður sem ég þekki.“ Vilhjálmur Bjarnason lektor.

„Ég styð Þorkel vegna þess að hann á gott með að vinna með fólki sem hefur aðrar skoðanir en hans eigin.” Steingrímur Hildimundarson afgreiðslumaður.

„Þorkell Helgason hefur einstaka hæfileika til að sjá hlutina í víðu samhengi.“ Helga Barðadóttir stjórnsýslufræðingur.

„Ég kýs Þorkel Helgason á stjórnlagaþing því þekking og reynsla eiga erindi.” Pétur Örn Sverrison hrl.

„Ég styð Þorkel því hann getur nefnilega … lesa áfram »

Nov 26 10

Frambjóðendur hittast á Lýðveldistorginu föstudagskvöld kl. 20

Höfundur: Þorkell Helgason

Í Reykjavík og reyndar víða um land ætla frambjóðendur að hittast í kvöld kl. 20, kveikja á kertum og sýna þannig á táknrænan hátt samhug sinn og þakklæti fyrir að „kosningabaráttan” hefur verið bæði málefnaleg og hófstilt. Í Reykjavík hittast frambjóðendur við Þjóðmenningarhúsið á Hverfisgötu og ganga svo fylktu liði að Lýðveldistorginu fyrir ofan Þjóðleikhúsið.… lesa áfram »

Nov 25 10

Áríðandi! Utankjörfundaratkvæðagreiðslu líkur á hádegi á föstudag 26. nóvember

Höfundur: Þorkell Helgason

Ekki gleyma að kjósa. Þeir sem missa af lestinni verða þá að reyna að mæta á kjörstað á laugardag. Góð kjörsókn er grunnforsenda þess að stjórnlagaþingið verði farsælt þjóðinni. Kjósum öll. Samkvæmt tölum er staða utankjörstaðaatkvæðagreiðslu svipuð og við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Er þjóðin að taka við sér? Góðar fréttir fyrir stjórnlagaþingið? Vonandi.… lesa áfram »

Nov 25 10

Munið enn og aftur: Aðeins eitt atkvæði, það er efsta sætið sem gildir!

Höfundur: Þorkell Helgason

Mikill misskilningur og rangfærslur eru á ferðinni um kosningaraðferðina, enda þótt meginhugsunin sé sáraeinföld:

  • Sá sem er í efstu vallínu er sá sem hefur forgang að atkvæðinu. Hann situr í aðalvallínunni.
  • Sé hann úr leik – hefur náð kjöri – eða fallið út sakir lítils fylgis færist atkvæðið til þess sem er næstur á óskalista kjósandans og færist í aðalvallínuna
  • Og svo koll af kolli.

Það er því höfuðatriði að raða, og það sem flestum. En það er efsta línan sem er aðallínan. Þessu má lýsa með mynd:

lesa áfram »