Skip to content

Færslur í flokknum ‘Þýskaland’

Jun 7 19

Stjórnarskrárafmæli, þýsk og íslensk

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi pistill birtist nokkuð styttur í Fréttablaðinu 7. júní 2019 og jafnframt á vefsíðunni https://www.frettabladid.is/skodun/stjornarskrarafmaeli-thysk-og-islensk/.  Hér er pistillinn í upphaflegri lengd.]

 

Mannleg reisn er friðhelg

Þannig hefst fyrsta grein stjórnarskrár eða grundvallarlaga Sambandslýðveldisins Þýskalands; „Die Würde des Menschen ist unantastbar.“ Þetta var skráð fjórum árum eftir að lokið hafði hörmungartímabili í þýskri sögu þar sem mannhelgin var fótum troðin af valdhöfum.

Við setningu grundvallarlaganna var lagt kapp á að fyrirbyggja að sagan endurtæki sig. Var þá tekið mið af því hvað þótti hafa brugðist í þeirri stjórnarskrá sem á undan hafði gilt, Weimar-stjórnarskránni, en … lesa áfram »

Jan 15 19

Um bestu aðferðir við úthlutun þingsæta

Höfundur: Þorkell Helgason

Ég hélt erindi (sem má finna með því að smella hér í málstofu í stærðfræðideild Tækniháskólans í München hinn 14. janúar 2019 undir heitinu “Bidimensional Election Systems: Apportionment methods in theory and practice”.

Erindið fjallaði um það sem ég og félagar mínir hafa lengi verið að bauka við, það stærðfræðilega viðfangsefni að úthluta þingsætum þegar úthlutunin er bundin í báða skó: Kjördæmin verða að fá sín sæti og engar refjar en flokkarnir sæti í samræmi við landsfylgi.

Þetta er hvergi nærri einfalt viðfangsefni. Þó er til ein, en aðeins ein, gerð úthlutana sem uppfyllir eðlilegar lágmarks gæðakröfur; svo sem að … lesa áfram »

Nov 6 18

Um frumkvæðisrétt kjósenda; hjá Stjórnlagaráði og í Hessen

Höfundur: Þorkell Helgason

Sambandslýðveldið Þýskaland skiptist upp í 16 fylki („lönd“ á þýsku), mjög mismunandi fjölmenn, eða frá 700 þús. íbúum til 18 milljóna. Fylkin fara með mörg mál, sem ekki eru beinlínis á könnu Sambandsþingsins eða sambandsstjórnarinnar í Berlín. Því hefur hvert fylkjanna eigið þing (landsþing) og ríkisstjórn með grundvöll í eigin stjórnarskrá. Þessar stjórnarskrár voru flestar settar strax eftir seinni heimstyrjöld og eru því eldri en grunnlög (stjórnarskrá) sjálfs sambandsríkisins sem eru frá 1949.

Hessen er fimmta fjölmennasta fylkið í Þýskalandi með rúmlega sex milljónir íbúa og er þar með fjölmennari en hvert Norðurlandanna utan Svíþjóðar. Hinn 28. október 2018 fór … lesa áfram »

Oct 8 18

Þröskuldur með sveigjanleika

Höfundur: Þorkell Helgason

Í þingkosningunum fer hluti atkvæða forgörðum vegna ákvæða um þröskuld, um lágmarksfylgi við úthlutun jöfnunarsæta, en flokkur á ekki rétt á slíkum sætum fái hann ekki a.m.k. 5% gildra atkvæða á landinu öllu. Sérstaklega voru áhrif þessa áberandi í kosningunum 2013. Við þessu má sjá með því að kjósendum verði gert kleift að tilgreina flokk til vara þannig að atkvæði þurfi ekki að daga uppi áhrifalaus nái sá flokkur er hann helst kýs ekki tilskildu lágmarksfylgi. Reifuð er útfærsla á slíku fyrirkomulagi í pistlinum „Þröskuldur með sveigjanleika“.… lesa áfram »

Mar 17 15

Það þarf stjórnlagadómstól til að sporna við gerræði

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 17. mars 2015.]

Undanfarna daga hefur verið deilt um grundvallarþætti lýðræðisins, um þingræðið og framkvæmdarvaldið í tilefni þess að ríkisstjórnin hefur – að því er virðist – afturkallað umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Hefur hún rétt til að gera þetta upp á sitt eindæmi eða þarf hún að leita fulltingis Alþingis? Hér verður ekki farið út í efni þessa einstaka tilviks heldur einblínt á lýðræðisþátt málsins.

Deilur af þessum toga væru í mörgum lýðræðisríkjum útkljáðar fyrir stjórnlagadómstóli. Af alræmdu tilefni ruddu Þjóðverjar brautina eftir stríð og settu á laggirnar stjórnlagadómstól sem vakir yfir því að valdi … lesa áfram »

May 8 14

Kjörheftir kjósendur

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 7. maí 2014.]

Framundan eru kosningar til sveitarstjórna á Íslandi. Ímyndum okkur að kosningakerfið væri þannig að á kjörseðlinum stæðu einungis nöfn flokka en engir væru frambjóðendurnir. Að kosningum loknum væri það hlutverk flokkanna sjálfra að velja fulltrúa til að skipa þau sæti sem kæmu í hvers hlut.

Varla þætti okkur þetta lýðræðislegt fyrirkomulag? En þannig er kerfið í raun. Hjá þeim sem kjósa utan kjörfundar er „kjörseðillinn“ meira að segja autt blað. Kjósendur sem kjósa fyrir kjördag vita lengst af ekki einu sinni hvaða flokkar eru í framboði. En jafnvel þótt kosið sé á kjördegi stendur … lesa áfram »

Mar 3 14

“Isländische Sagen”

Höfundur: Þorkell Helgason

[Eftirfarandi grein birtist sem lesendabréf eftir mig í einu af útbreiddasta dagblaði Þýskalands, Süddeutsche Zeitung, hinn 3. mars 2014.

Tilefnið var frétt blaðsins og e.k. leiðaragrein um áform ríkisstjórnar Íslands um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, ESB. Í umfjöllun blaðsins gat þess misskilnings að deilan á Íslandi nú snerist um það hvort halda skildi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina sjálfa að ESB eða ekki. Þetta þótti mér nauðsynlegt að leiðrétta; nú snerist deilan um það hvort hætta ætti viðræðum eða ekki og um leið hvort leita ætti álits þjóðarinnar á þeirri fyrirætlan. Ég bendi á kosningaloforð lesa áfram »

Nov 19 12

Um persónukjör í Bremen og Hamborg

Höfundur: Þorkell Helgason

Í þýsku borgríkjunum Bremen og Hamborg var lögum um kosningar til borgarþinga gjörbreytt fyrir kosningar á árinu 2011. Tekið upp mjög virkt persónukjör þar sem hver kjósandi fer með 5 krossa í hverri einstakri kosningu (í kjördæmi eða í landskjöri).  Áhrifin urðu umtalsverð, þannig að fjarri fór að allir þeir hafi náð kjöri sem skipuðu vinningssæti flokkanna.  Ýmsir gallar eru þó á kerfunum sem væri auðvelt að laga.

Þessu öllu er nánar lýst í þessu skjali: I ítarefni BremenHamburg 31 okt 2012 lesa áfram »

Feb 16 12

Þýski stjórnlagadómstóllinn dæmir kosningakerfið ótækt

Höfundur: Þorkell Helgason

[Ritað 2008 og þá birt á vef landskjörstjórnar.]

Flokkur getur undir vissum kringumstæðum aukið þingstyrk sinn á þýska Sambandsþinginu við það að tapa atkvæðum. Hið öndverða er einnig mögulegt; að flokkur geti tapað sætum á auknu atkvæðafylgi – að öllu öðru óbreyttu. Við kosningar 2005 varð dæmi um þetta bersýnilegt. Þýski Stjórnlagadómstóllinn hefur nú kveðið upp úr með það að þetta gangi ekki lengur og mælir fyrir um að Sambandsþingið verði að betrumbæta kosningalögin. Pistill þessi fjallar um þetta stórmerka mál, sem sagt er að sé eitt athyglisverðasta grundvallarmál sem upp hefur komið í lýðræðissögu Sambandslýðveldisins Þýskalands. Jafnframt er … lesa áfram »

Dec 1 11

Kosningar til landsþingsins í Bæjaralandi

Höfundur: Þorkell Helgason

[Ritað 2008 og þá birt á vef landskjörstjórnar.]

Hinn 28. september 2008 var kosið til landsþingsins í Bæjaralandi, en það er eitt af fylkjunum, eða „löndunum“ þýsku sem mynda Sambandslýðveldið Þýskaland. Kosningafyrirkomulag í þýsku löndunum 16 dregur dám af fyrirkomulagi kosninga til Sambandsþingsins, en þó er hvert þeirra með sínu lagi. Kjósendur í Bæjaralandi fara með tvö atkvæði, annað til að velja frambjóðanda í einmenningskjördeild, en hitt til að velja frambjóðanda á lista hver í sínu  kjördæmi. Þegar Þýskaland var reist af rústum seinni heimsstyrjaldarinnar var keppt að traustri undirbyggingu lýðræðis í ljósi dapurrar reynslu. Því er margt áhugavert og … lesa áfram »