Skip to content

Færslur frá May, 2014

May 8 14

Kjörheftir kjósendur

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 7. maí 2014.]

Framundan eru kosningar til sveitarstjórna á Íslandi. Ímyndum okkur að kosningakerfið væri þannig að á kjörseðlinum stæðu einungis nöfn flokka en engir væru frambjóðendurnir. Að kosningum loknum væri það hlutverk flokkanna sjálfra að velja fulltrúa til að skipa þau sæti sem kæmu í hvers hlut.

Varla þætti okkur þetta lýðræðislegt fyrirkomulag? En þannig er kerfið í raun. Hjá þeim sem kjósa utan kjörfundar er „kjörseðillinn“ meira að segja autt blað. Kjósendur sem kjósa fyrir kjördag vita lengst af ekki einu sinni hvaða flokkar eru í framboði. En jafnvel þótt kosið sé á kjördegi stendur … lesa áfram »

May 1 14

Litháar gengu í ESB fyrir áratug, við erum enn í naflaskoðun

Höfundur: Þorkell Helgason

Í dag, 1. maí, eru liðinn áratugur frá inngöngu tíu Austur-Evrópuríkja í Evrópusambandið. Af því tilefni er leiðari í dagblaðinu VILNIUAUS DIENA, sem gefið er út í Vilnius, þar sem rifjaður er upp andróðrinum gegn inngöngu Litháen í ESB. Hér er úrdráttur (þýddur úr þýsku, ekki litháísku!):

“Evrópusambandið mun fyrirskipa Lítháum hvaða lögun gúrkum skulu hafa. Litháar munu ekki geta sett nein eigin lög, heldur mun Evrópuréttur einn gilda. Um hásumur munum við ekki geta dvalið við Eystrasaltsstrendur, af því að strendurnar verða einkavæddar og seldar útlendingum. Slíkar og þvílíkar voru þjóðsögurnar um ESB-aðild Litháens. Tíu árum síðar er hægt … lesa áfram »