Færslur í flokknum ‘Fiskveiðistjórnun’
[Birtist í Kjarnanum 31. ágúst 2021.]
Ný könnun Gallups sýnir að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem spurðir voru er hlynntur því „að útgerðin greiði markaðsgjald fyrir afnot af fiskimiðunum“. Spurningunni svipar til ákvæðisins í stjórnarskrártillögum Stjórnlagaráðs um að greiða skuli „fullt gjald“ fyrir afnot af auðlindum í þjóðareigu.
Meginniðurstaðan úr könnuninni er sú að 77% þeirra sem svöruðu eru hlynntir því að krafist sé markaðsgjalds en einungis 7% eru því andvígir. Afgangurinn, 16%, tók ekki afstöðu. Sé þessum óákveðnu sleppt eru tæplega 92% hlynntir en rúm 8% andvígir. Og þetta er næsta óháð kyni, menntun og tekjum þeirra spurðu. Landsbyggðarfólk er … lesa áfram »
Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um fyrningar- og uppboðsleið við ráðstöfun á veiðiheimildum. Sjá https://www.althingi.is/altext/151/s/0037.html.
Ég hef sent viðkomandi þingnefnd, atvinnumálanefnd, umsögn þar sem ég lýsi yfir stuðningi við markmið tillögunnar.… lesa áfram »
Formenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi munu hafa orðið sammála um að birta og óska eftir athugasemdum við drög að frv. til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrárákvæði um auðlindir náttúru Íslands.
Ég hef sent inn umsögn (ásamt fylgibréfi) um tillögur flokksformannanna, en í samantekt segi ég:
Samantekt
- Fagnað er því inngangsákvæði að „auðlindir náttúru Íslands [skuli] tilheyra íslensku þjóðinni“.
- Lýst er áhyggjum af því hvað „einkaeignarréttur“ nákvæmlega þýðir; hvort tryggt sé að þjóðareignir geti ekki orðið að einkaeignum með hjálp þessa hugtaks.
- Bagalegt er að þjóðareignir skuli ekki skilgreindar í frumvarpstextanum.
- Treysta verður því að með ákvæðum frumvarpsins
[Eftirfarandi er umsögn sem ég sendi til atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps stjórnarmeirihlutans sem lagt var fram í skyndi um eftirgjöf á veiðigjöldum. Umsagnarfrestur var aðeins rúmur sólarhringur.]
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 74/2012, 631. mál á 148. löggjafarþingi 2017–2018.
Sú var tíðin að verð á helstu nauðþurftum var ákveðið af stjórnvöldum eða nefndum á þeirra vegum. Sama gilti um fiskverð. Gengi á krónunni var fest með lögum frá Alþingi og miðaðist nær alfarið við afkomu sjávarútvegsins. Þetta fyrirkomulag fól í sér veiðigjald þó með óbeinum hætti væri, en innheimta þess fór fram í … lesa áfram »
[Birtist á Fréttablaðinu og á visir.is 11. janúar 2018; sjá http://www.visir.is/g/2018180119868/veidigjald-er-ekki-skattur-heldur-afnotagjald-]
Skattar eru lagðir á „eftir efnum og ástæðum“ eins sagt var í gömlum lögum um álagningu útsvars. [i] Þeir sem betur eru settir greiða hlutfallslega meira en hinir. Þetta er gert af félagslegum ástæðum, til tekjujöfnunar. En þetta á aðeins við um skatta á tekjur einstaklinga. Fyrirtæki greiða aftur á móti öll sama hlutfall af hreinum tekjum sínum, óháð efnahag að öðru leyti. Það er hvorki skynsamlegt né framkvæmanlegt að vera þar með einhverjar tekjujöfnunarkúnstir.
Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar segir: „Við endurskoðun laga um veiðigjöld þarf að hafa … lesa áfram »
Fullt gjald fyrir afnot fiskimiðanna
Frá því að þessi áskorun var afhent hefur Alþingi hvorki sett ákvæði um þjóðareign á auðlindinni í stjórnarskrá (sem 80% kjósenda kröfðust í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. okt. 2012) né tryggt með öðru
… lesa áfram »Greinargerð um efnið, fyrningarleiðina, var upphaflega samin sumarið 2010 fyrir Starfshóp um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða sem þáverandi ríkisstjórn setti á laggirnar. Höfundar greinargerðarinnar voru þeir Þorkell Helgason, fyrrv. prófessor í reiknifræði við Háskóla Íslands, og Jón Steinsson, prófessor í hagfræði við Columbia-háskóla í New York. Þessa eldri gerð er að finna á vefsíðunni http://thorkellhelgason.is/?p=285.
Annar höfundanna, Þorkell Helgason, hefur endurskoðað greinargerðina þar sem m.a. eru felld brott nokkur útfærsluatriði sem áttu sérstaklega við í umræddu pólitísku samhengi. Auk þess er þar nýtt viðhengi þar sem sérstaklega er vikið að því hvers virði það sé fyrir útgerðina að … lesa áfram »
[Við Jóns Steinsson, hagfræðingur höfum tekið saman eftirfarandi yfirlit yfir fyrirætlanir Færeyinga um kvótauppboð og komið efninu á framfæri við nokkra fjölmiðla.]
Nefnd skipuð af sjávarútvegsráðherra Færeyja skilaði 3. október s.l. ítarlegri skýrslu um skipan fiskveiðistjórnunar sem taki gildi í ársbyrjun 2018 en þá falla núverandi fiskveiðistjórnunarlög úr gildi. Skýrsluna má finna á vef ráðuneytisins færeyska; sjá http://www.fisk.fo/kunning/tidindi/neydugar-tillagingar-i-foroysku-fiskivinnuni/.
Skýrsla nefndarinnar ber heitið „Ný og varanleg skipan fiskveiðimála fyrir Færeyjar“. Hún er afar ítarleg, nær 250 síður að lengd, og áhugaverð fyrir alla þá sem er umhugað um að finna góða málamiðlun í kvótamálunum hér á landi.
Nefndinni var með … lesa áfram »
Kvótakerfið: Kjósendur eiga valið
[Eftirfarandi pistill eftir Þorkel Helgason og Bolla Héðinsson birtist í Fréttablaðinu 20. október 2016 og samdægurs á visir.is; sjá http://www.visir.is/kvotakerfid–kjosendur-eiga-valid/article/2016161029996]
Fyrir skömmu rituðum við grein í Fréttablaðið þar sem við lýstum fyrningar- og útboðsleið. Málið snýst um það hvernig ráðstafa skuli aflahlutdeildunum og innheimta eðlilegan auðlindaarð í gegnum varfærin útboð. Við teljum það raunhæfa málamiðlun. Af þeim flokkum sem bjóða fram í komandi kosningum verður að ætla að hið minnsta Björt framtíð, Dögun, Píratar, Samfylkingin, Viðreisn og Vinstri grænir, vilji að farin verði leið í anda þeirrar sem þar er reifuð.
Núverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, hafa hingað til viljað … lesa áfram »
[Þessi pistill okkar Bolla Héðinssonar birtirst í Fréttablaðinu 28. september 2016.]
Tilhögun á veiðigjaldi því sem útgerðinni ber að greiða til samfélagsins fyrir afnot af fiskistofnunum, sameign þjóðarinnar, er eitt þeirra meginmála sem kosið verður um í komandi þingkosningum. Stjórnkerfið sjálft, aflamarkskerfið, hefur reynst vel til að ná þeim markmiðum að tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofnanna og ná fram rekstrarlegri hagkvæmni. Samt er enn deilt. Ástæðan er sú að það eru a.m.k. tvö önnur meginmarkmið sem ekki hafa verið virt: Að allir hafi sem jöfnust tækifæri til þátttöku í fiskveiðunum og – umfram allt – að auðlindaarðurinn af nýtingu fiskimiðanna, þjóðareignarinnar, … lesa áfram »