Skip to content

Færslur í flokknum ‘Almenn stjórnmál’

Oct 31 16

Þurfum við ríkisstjórn?

Höfundur: Þorkell Helgason

Vitaskuld þarf ríkisstjórn. Þörf er á framkvæmdavaldi og er þá orðið vald ekki viðeigandi. Nær væri að tala um framkvæmdastjórn sem hefði það hlutverk að fylgja því eftir því sem Alþingi ákveður. Þingið er kosið af þjóðinni, ríkisstjórnin er ekki kosin. Samt hefur það verið svo – og ekki aðeins á Íslandi –  að valdið virðist vera hjá ríkisstjórn. Við í Stjórnlagaráði vildum snúa þessu við og tryggja Alþingi raunverulegt vald og virðingu. Við sáum fyrir okkur að það þætti meira um vert að vera þingflokksformaður en ráðherra, enda væru ráðherrar ekki jafnframt þingmenn.

„Hugsað út fyrir hefðina“ er fyrirsögn … lesa áfram »

Mar 13 15

Af myrkraverkum í ESB-málum

Höfundur: Þorkell Helgason

Erlendir fjölmiðlar segja frá myrkraverki ríkisstjórnarinnar um afturköllun ESB-umsóknarinnar gætir þá einatt misskilnings. Í SPIEGEL ONLINE er t.d. fullyrt er að afturköllunin sé á grundvelli lagaheimildar frá Alþingi. Ég fann mig knúinn til að leiðrétta þetta með innleggi þannig:

„[D]ie Regierung in Island … nahm ihren Antrag auf einen Beitritt zur Europäischen Union zurück“, steht in Ihrer Nachricht und weiter: “Die regierende Fortschrittspartei und ihre ebenfalls euroskeptischen Koalitionspartner der Unabhängigkeitspartei einigten sich am Freitag auf ein Gesetzesvorhaben, mit dem die 2010 eingereichte Kandidatur wieder zurückgezogen werden soll.” Der wesentliche Punkt hier ist, dass es kein “Gesetzesvorhaben” gibt. Die Regierung hat … lesa áfram »

Apr 8 14

Skipum okkur á bekk með siðuðum samfélögum

Höfundur: Þorkell Helgason

[Höfundur hefur sent Alþingi eftirfarandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu o.fl., þingskjal 635 — 340. mál, lögð fyrir Alþingi á 143. löggjafarþingi 2013–2014.]

Umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu byggir að mestu leyti á efnahagslegum rökum; á því hvort við hefðum þann ábata af inngöngu sem þyki réttlæta aðild. Þetta er vissulega mikilvægt, en að mati undirritaðs ekki meginmálið. Það eru hin siðferðilegu og menningarlegu rök sem eru mun mikilvægari.

Við Íslendingar erum þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í þjóðfélagi sem grundvallast á lýðræði, réttarríki og samfélagslegri ábyrgð. Þetta … lesa áfram »

Nov 23 11

Hvert stefnir í Skálholti?

Höfundur: Þorkell Helgason

[Birtist í Fréttablaðinu 23. nóv. 2011, en án myndarinnar.]

Skálholt var höfuðstaður í þjóðlífinu um aldir, ekki aðeins í andlegum efnum heldur einnig veraldlegum. Alkunna er hver urðu örlög staðarins, niðurníðsla af náttúrunnar- og mannavöldum. Fyrir tilstilli mætra manna hefur staðurinn verið endurvakinn. Skálholtskirkja reis fyrir hálfri öld, fögur og tilkomumikil þar sem hún gnæfir yfir umhverfið. Jafnframt hafa verið reist í Skálholti húsakynni sem gert hafa ýmsa menningarstarfsemi mögulega. En hús, jafnvel kirkjur, þarf að glæða lífi. Það hefur vissulega verið gert. Auk kirkjuhaldsins sjálfs hefur tónlistarstarf ekki síst varpað ljóma á staðinn enda býður Skálholtskirkja upp á … lesa áfram »

Mar 31 11

Stjórnarskráin verður að vera þjóðinni hjartfólgin

Höfundur: Þorkell Helgason

[Þessi pistill birtist í Fréttatímanum 1. apríl 2011]

Allt frá stofnun lýðveldisins hefur það verið ætlun Alþingis að endurskoða stjórnarskrána. Alkunna er hvernig til hefur tekist. Eftir langan aðdraganda og ýmis skakkaföll hefur Alþingi nú falið sérstöku Stjórnlagaráði, skipuðu 25 konum og körlum, það verkefni að semja frumvarp að nýjum sáttmála utan um þjóðskipulag okkar. Stjórnlagaráðið er nú fullskipað og tekur til starfa í næstu viku. Ég er einn þeirra sem hafa tekið sæti í ráðinu.

Nú er lag

Vissulega þurftum við að spyrja okkur ýmissa samviskuspurninga áður en við þáðum boð um setu í ráðinu, ekki síst í ljósi … lesa áfram »

Jan 2 11

Örhugvekja í ársbyrjun

Höfundur: Þorkell Helgason

Árið 2011 er hafið. Megi það verða ár endursköpunar í þjóðlífi okkar. Árið þar sem fjallað verði um grundgildi og undirstöður þjóðfélagsins.

Það verður hlutverk stjórnlagaþings að leggja línurnar en meira þarf til, ekki síst vakningu og umræðu meðal allrar þjóðarinnar. Mikið er undir því komið hvernig okkur, sem skipum stjórnlagaþingið, tekst að nálgast og ræða saman. Við verðum að innleiða ný vinnubrögð í þjóðfélgasumræðu. Þjóðin er orðin langþreytt á því karpi sem tíðkast hefur um langt árabil sem er eins og leikrit þar sem hver fer með sína rullu. Á fjögurra ára fresti er skipt um leikendur en hlutverkin … lesa áfram »

Nov 22 10

Umhverfið og auðlindir í almannaeigu

Höfundur: Þorkell Helgason

Ég hef nær alla starfsæfi mína komið að stefnumótun um nýtingu náttúruauðlinda. Í pistlinum  Játningar fyrrverandi orkumálastjóra geri ég grein fyrir aðkomu minni að orku- og umhverfismálum. En ég hef líka langa reynslu af fiskveiðistjórnunarmálum. Bæði var að ég sinnti ýmissi reiknilíkanagerð á því sviði á prófessorsárum mínum en var einnig í vinnuhópum og nefndnum sem mótuðu kvótakerfið á fyrstu árum þess. Síðastliðið sumar var ég fenginn til að útfæra svokallaða tilboðsleið við útdeilingu á kvótum fyrir stjórnskipaða nefnd um fiskveiðistjórnunarkerfið.

Í báðum þessum málaflokkum hef ég reynt að beita mér fyrir því tvennu að auðlindirnar séu nýttar af varfærni … lesa áfram »

Nov 2 10

Stærðfræði og stjórnmál

Höfundur: Þorkell Helgason

Í þremur greinum í tímaritinu Vísbendingu sumarið 2010 er fjallað um það hvað einföld stærðfræði kemur víða við sögu í lögum og reglugerðum. Sýnd eru þrjú ólík dæmi þess efnis að þar mætti á stundum beita örlítið viðameiri aðferðum. Dæmin eru um skattkerfi, kosningafyrirkomulag og kvótamál. Vísbendingargreinar lesa áfram »

Sep 29 09

Hvers konar verðtrygging?

Höfundur: Þorkell Helgason

Grein fengin af Visir.is, skrifuð 29. sep. 2009

Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi, hefur lagt til að verðtrygging lána miðist fremur við laun en neysluverð. Þannig tengist greiðslubyrðin beint við afkomu lángreiðenda. Hængurinn er sá að til lengdar litið hafa laun hækkað meira en verðlag og svo verður vonandi í framtíðinni. Í frétt á forsíðu Fréttablaðsins í gær er t.d. bent á að launavísitala hafi hækkað um 29% umfram vísitölu neysluverðs síðan 1991. Því er hæpið að lántakendum sé greiði gerður með tengingu höfuðstóls við laun.

En til er svipuð en betri lausn. Hún felst í árs­gamalli lagasetningu um greiðslujöfnun á verðtryggðum … lesa áfram »

Sep 7 09

Ekki í mínu nafni

Höfundur: Þorkell Helgason

[Grein fengin af Visir.is, birtist líka í Fréttablaðinu 7. sep. 2009.]

Þorkell Helgason skrifar um kjör aldraðra

Margir kunna að halda af fyrirsögninni að greinarstúfur þessi fjalli um Icesave-málið. Svo er ekki – og þó. Alls kyns talsmenn aldraðra (eða „eldri borgara” eins og það heitir á teprulegu máli) hafa undanfarið andmælt því að stjórnvöld hafa neyðst til að draga úr ríkisútgjöldum og afla tekna m.a. með því að auka skerðingu ellilífeyris vegna annarra tekna.

Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara „mótmælir harðlega”; aðrir spara ekki stóru orðin eins og segja þetta koma frá „siðblind[ri] og svikul[i] ríkisstjórn” eins og fyrrverandi talsmaður

lesa áfram »